Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007

Dekkjasokkar í stað nagladekkja?

Margar þjóðir hafa fyrir löngu fengið sig fullsaddar af svifryki vegna nagladekkja. Nagladekk hafa verið harðbönnuð í Þýskalandi hátt í 30 ár! Enn eru Íslendingar að glíma við einhvern fortíðardraug sem bæði er rándýr og kostar okkur mikla vanlíðan.

Nagladekk koma að gagni örfáa daga á ári á höfðuborgarsvæðinu, eitthvað oftar úti á landi. 

Fyrir nokkrum áratugum kom á markað útbúnaður sem er ýmist spenntur á bíldekk eða dekkinn nánast klædd í e-ð sem minnir einna helst á sokk. Þetta fyrirbæri er loksins komið á markað hér og hefur verið nefnt dekkjasokkur. 

Mér skilst að þetta sé nokkurs konar aukabúnaðar sem settur er á drifhjól ökutækis til að auka spyrnu og væntanlega einnig hemlunarhæfileika, - þegar við á. Þegar ekki er ástæða að nota sokkinn er hann geymdur annað hvort í bílskúr eða skottinu.

Eitt par kostar um eða rétt innan við 10.000 krónur og ef það dugar veturinn ætti það að koma ekki síður út en aukakostnaðurinn vegna naglanna.

Ef þetta gæti komið að sama gagni og negldu hjólbarðarnir þá væri það mikils virði fyrir okkur að losna að mestu við svifrykið sem er að verulegu leyti vegna nagladekkjanna.

Fróðlegt væri að heyra álit bílfróðra manna á borð við Ómar Ragnarsson og Sigurð Hreiðar um dekkjasokkana.

Markmiðið er að draga sem mest úr notkun nagladekkja á Íslandi. Við þurfum ekki á þeim að halda ef annað heppilegra er til. 

Kveðja

Mosi - alias


Ótrúlegt

Flestu er stolið nú til dags.

Á vinnustaðnum mínum var rætt í hádeginu um innbrot og þjófnað í frístundarhús en einn vinnufélaginn hafði fengið óvelkominn gest inn til sín sem braut og bramlaði. Eina sem hann hafði upp úr krafsinu var forláta whiský flaska sem var komin til ára sinna. Viðkomandi var að velta fyrir sér hvort heimilt væri að skilja eftir flösku með ólyfjan, þess vegna arseniki í á borði og hafa hana tilbúna næst þegar óboðinn gestur kemur af sjálfdáðum inn í húsið með innbroti. Skyldi slíkt vera heimilt? Fróðlegt væri að lögspekingur gæti leyst úr þessu. Ljóst er að um er að ræða lokað hús. Innbrotsþjófurinn brýst inn og grípur e-ð sem hann telur sig komast í vímu.

En hver vildi koma að húsi sínu og finna innanhúss lík af ógæfusömum manni sem var óheppinn að geta ekki komist lengra með gjöróttann drykkinn?

Annars eru þessi innbrotamál í frístundahús hreint skelfileg og efla þarf stórlega eftirlit bæði með húsum og þessum ógæfumönnum og best af öllu væri að koma þeim í afeitrun og endurhæfingu. En vandamálið er að það skortir bæði fjármuni til þess og einnig vilja þeirra sem málið varðar.

Mosi 


mbl.is 2000 golfkúlum stolið úr sjálfsala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enginn viðbúnaður

Í gær átti Mosi leið um Skorradalsveg. Rétt innan við Hvamm í brattri brekku yfir í land Dagverðaness er gulur kassi ætlaður vegfarendum sem lenda í vandræðum. Yfirleitt er salt eða sandur og skófla en að þessu sinni var þessi guli plastkassi stútfullur af vatni og skóflubrotið maraði í hálfu kafi.

Ekki er unnt að treysta á svona lagað. Þarna er allbrött brekka og þegar hún er öll ísi lögð eins og verið hefur kemur saltpækillinn að takmörkuðum notum. Þeir sem ábyrgð bera á þessu er svona trassaskapur til vansa.

Mosi 


mbl.is Hálka víða um land
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Krókur á móti bragði

Nú eiga glæpaklíkurnar tilefni að kætast - því miður.

Mosi telur að ekki líður á löngu að lögregluyfirvöld nái að taka á þessum vandræðum. Gamla orðatiltækið: Krókur á móti bragði - á ábyggilega vel við.

Mosi 


mbl.is Tæknin gerir hleranir erfiðari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einkennileg viðbrögð

Ef fyrirtæki auglýsir opinberlega þjónustu sína án þess að taka fram einhver sanngjörn skilyrði ber því óhjákvæmilega skylda að selja og veita þá þjónustu án þess að til komi ástæður sem gæti verið löglegur fyrirsláttur. T.d. getur sá sem selur þjónustu flutningafyrirtækis sett upp skilyrði að farþegi sé ekki drukkinn, undir áhrifum eiturlyfa, reyki ekki o.s.frv.

Að farþegi sé á móti refaveiðum eru hlægilegar viðbárur. Sennilega kann þetta flutningafyrirtæki að hafa bakað sér skaðabótaskyldu ef sá sem biður um þjónustu er neitað án þess að viðbárur séu réttmætar.

Mosi 


mbl.is Paul McCartney fékk ekki að lenda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Léttúð?

Er ekki ámælisvert að senda útlending einn síns liðs upp á hálendið? Spurning er hversu hann er vel kunnugur og í ljós kemur að ökutæki hans er ekki með nægjanlegt eldsneyti.

Mosa finnst þetta mjög ámælisverð léttúð. 


mbl.is Vísindamaður sem saknað var fannst heill á húfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dýr í rekstri

Sennilega munu margir Bandaríkjamenn minnast þessa umdeilda forseta að hann hafi reynst Bandaríkjamönnum að öllum dýrasti forseti frá upphafi. Fá stríð að fornu né nýju, hefur reynst öllu dýrara og tilgangslausara en þetta dæmalausa Írakstríð sem hófst af álíka ómerkilegu tilefni og flest fyrri stríð. Nú hafa Bandaríkjamenn misst fleiri hermenn en sem þau mannslíf sem voru drepin í árásunum 11. sept. 2001. Þá eru þeir tugþúsundir bandarískra hermanna sem sneéru heim kvaldir á sál og líkmama, margir sennilega betur liðnir en lífs, þvílík sjón að sjá þá af þessum hryllingi. Í þýska blaðinu Stern var birt mjög sláandi grein í upphafi þessa árs af einu þessara fórnarlamba mr. Bush: Hermaður sem hafði gengist undir tug aðgerða í þeim tilgangi að lappa upp á andlit hans, gifti sig ástmey sinni. Og auðvitað kom boðflennan Bush í brúðkaupið og þá var að sögn viðstaddra kátt í kotinu.

Eitt er þó ánægjulegt varðandi þennan umdeilda forseta: Íslendingar urðu loksins herlaus þjóð á nýjan leik. Óskandi er að stjórnendur landsins, landsfeðurnir og landsmæðurnar forði oss frá þessum hernaðarkrossi sem fólgin er í að kosta upp á ímyndaða hervernd nokkurra herflugvéla. Kannski kæmu myndir af þessum hernaðartólum að jafnmiklu eða jafnvel meira gagni og nærvera þeirra sjálfra. 

Mosi


mbl.is Forsetinn hlaut vafasaman heiður í Hollywood
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kemur ekki óvart?

Skyldi nokkurn undra að þeir Bónus og Krónumenn hafi látið þessa húsrannsókn koma sér á óvart?

Auðvitað verður EKKERT gert í þessum samráðsmálum, akkúrat EKKERT því hvar stendur samráðmálið olíufélaganna þeirra Bakkabræðra: Esso, Olís og Skelfings? Nú er það mál geymt í dýpstu skúffunni hjá yfirvöldunum og beðið eftir því að fyrningarákvæði skattalaganna segja að ekki verði gefin út ákæra.

Hvaða lærdóm má af þessu draga: íslenskir skyndigróðamenn og auðmenn sem hafa komist í álnir fyrir ótrúlegr kringumstæðu, þurfa einskis að óttast. Þeir hafa gætt sín á því að láta fé af hendi rakna í kosningasjóði stjórnmálaflokka og þeir vænta þess að fá einhverja umbun þó ekki sé nema skilningur í staðinn. Ekki er þetta flóknara. Annars ber að gæta fyllstu gætni að láta ekkert styggðaryrði í garð þessara manna því ekki er útilokað um ókomna framtíð að hefnd þeirra geti orðið skæð enda eru margir viðkvæmir fyrir æru sinni.

Mosi 

 


mbl.is Samkeppniseftirlitið gerir húsleit hjá Bónus og Krónunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loksins, loksins.....

Loksins, loksins kviknar ljós í kolli forstjórans á Háaleitisbraut 68 í Reykjavík.

Allir sem koma að fjármálaráðgjöf ráðleggja að aldrei skuli hafa öll eggin í sömu körfunni.

Nú er svo komið að um 80% af rafurmagnsframleiðslu á vegum Landsvirkjunar fer í stóriðjuna. Verð hoppa upp og niður, sennilega oftar niður en upp þar sem hátt álverð hefur verið um alllangt skeið. Landsvirkjun hefur raðað hverju fjöregginu í álkörfuna á fætur öðru. Hver verður þróunin?

En það er ekki allt búið með þessa umdeildu virkjun á Austurlandi meðan ekki hefur verið lagður fram lokareikningur frá ítalska fyrirtækinu. Reikna má að hann verði töluvert hærri en upphaflega tilboðið, kannski himinhár enda hafa ítölsk fyrirtæki stundað þá miður skemmtilegu iðju að bjóða mjög lágt í verk en með fjöldann allan af fyrirvörum. Auðvitað er það gert til að krækja sér í stór og vandasöm verkefni og gefa öðrum langt nef í leiðinni! Svo er hækkun verðs rökstutt með að útboðsgögn hafi verið annað hvort mjög óljós eða beinlínis röng.

Nú er unnt að skoða fjármálaupplýsingar sem hluthafar fyrirtækja hafa aðgang að, t.d.  Financial Times að ítalska fyrirtækið stóða afar höllum fæti sumarið 2002. Var hálendi Austurlands fórnað til að bjarga þessu nær aldargamla fyrirtæki, stolti Berluskónís frá gjaldþroti?

Ýms efnahagsleg rök og staðreyndir eru fyrir hendi sem styðja þessar grunsemdir. Má t.d. benda á ársskýrslur þessa ítalska fyrirtækis og gengi á hlutabréfum þess gegnum tíðina.

Mosi - alias


mbl.is Markmiðið að bæta efnahag Landsvirkjunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 243586

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband