Loksins, loksins.....

Loksins, loksins kviknar ljós í kolli forstjórans á Háaleitisbraut 68 í Reykjavík.

Allir sem koma að fjármálaráðgjöf ráðleggja að aldrei skuli hafa öll eggin í sömu körfunni.

Nú er svo komið að um 80% af rafurmagnsframleiðslu á vegum Landsvirkjunar fer í stóriðjuna. Verð hoppa upp og niður, sennilega oftar niður en upp þar sem hátt álverð hefur verið um alllangt skeið. Landsvirkjun hefur raðað hverju fjöregginu í álkörfuna á fætur öðru. Hver verður þróunin?

En það er ekki allt búið með þessa umdeildu virkjun á Austurlandi meðan ekki hefur verið lagður fram lokareikningur frá ítalska fyrirtækinu. Reikna má að hann verði töluvert hærri en upphaflega tilboðið, kannski himinhár enda hafa ítölsk fyrirtæki stundað þá miður skemmtilegu iðju að bjóða mjög lágt í verk en með fjöldann allan af fyrirvörum. Auðvitað er það gert til að krækja sér í stór og vandasöm verkefni og gefa öðrum langt nef í leiðinni! Svo er hækkun verðs rökstutt með að útboðsgögn hafi verið annað hvort mjög óljós eða beinlínis röng.

Nú er unnt að skoða fjármálaupplýsingar sem hluthafar fyrirtækja hafa aðgang að, t.d.  Financial Times að ítalska fyrirtækið stóða afar höllum fæti sumarið 2002. Var hálendi Austurlands fórnað til að bjarga þessu nær aldargamla fyrirtæki, stolti Berluskónís frá gjaldþroti?

Ýms efnahagsleg rök og staðreyndir eru fyrir hendi sem styðja þessar grunsemdir. Má t.d. benda á ársskýrslur þessa ítalska fyrirtækis og gengi á hlutabréfum þess gegnum tíðina.

Mosi - alias


mbl.is Markmiðið að bæta efnahag Landsvirkjunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 242837

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband