Dekkjasokkar í stað nagladekkja?

Margar þjóðir hafa fyrir löngu fengið sig fullsaddar af svifryki vegna nagladekkja. Nagladekk hafa verið harðbönnuð í Þýskalandi hátt í 30 ár! Enn eru Íslendingar að glíma við einhvern fortíðardraug sem bæði er rándýr og kostar okkur mikla vanlíðan.

Nagladekk koma að gagni örfáa daga á ári á höfðuborgarsvæðinu, eitthvað oftar úti á landi. 

Fyrir nokkrum áratugum kom á markað útbúnaður sem er ýmist spenntur á bíldekk eða dekkinn nánast klædd í e-ð sem minnir einna helst á sokk. Þetta fyrirbæri er loksins komið á markað hér og hefur verið nefnt dekkjasokkur. 

Mér skilst að þetta sé nokkurs konar aukabúnaðar sem settur er á drifhjól ökutækis til að auka spyrnu og væntanlega einnig hemlunarhæfileika, - þegar við á. Þegar ekki er ástæða að nota sokkinn er hann geymdur annað hvort í bílskúr eða skottinu.

Eitt par kostar um eða rétt innan við 10.000 krónur og ef það dugar veturinn ætti það að koma ekki síður út en aukakostnaðurinn vegna naglanna.

Ef þetta gæti komið að sama gagni og negldu hjólbarðarnir þá væri það mikils virði fyrir okkur að losna að mestu við svifrykið sem er að verulegu leyti vegna nagladekkjanna.

Fróðlegt væri að heyra álit bílfróðra manna á borð við Ómar Ragnarsson og Sigurð Hreiðar um dekkjasokkana.

Markmiðið er að draga sem mest úr notkun nagladekkja á Íslandi. Við þurfum ekki á þeim að halda ef annað heppilegra er til. 

Kveðja

Mosi - alias


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hverslags rugl er þetta með nagladekkin.  Þú ættir að lesa skýrslu 01-09 frá 2001 sem Rannsóknarst. byggingariðnaðarins gaf út og heitir Tilraun með hemlunarvegalengdir mismunandi vetrardekkja.

Sænsk skýrsla um rannsóknir á hemlunarvegalengd nagladekkja segir hana 40 % styttri en ónegldra.  Sama segir rannsókn í þýskalandi. Það er ekki bannað að aka á nagladekkjum með lögum þar.  Þú kannski gæfir heimild þína um þetta þ.e. lagagreinina.

Þú hljómar eins og fókið í öfgaflokknum sem býr til staðreyndir eftir því sem við á, en þeir eru nú líka á móti öllu og telja reiðhjól allra meina bót.

Þórður Óskarsson (IP-tala skráð) 26.11.2007 kl. 22:44

2 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Ég þekki ekki dekkjasokkana, Guðjón. En gaman gæti verið að prófa svoddan bílafatnað. Ef tækifæri yrði til hér á suðvesturhorninu þar sem vetrarfærð einkennist helst af ísingu -- sem getur sosum verið býsna lúmsk.

Við vissar aðstæður eru nagladekkin langbesti kosturinn. En á löngum köflum má komast af án þeirra sem er best fyrir mann sjálfan. Bíllinn skitnar minna og er hljóðlátari. En val á dekkjum, jafnvel enn frekar naglalausum en negldum, er vandasamt. Dekk er langtífrá sama og dekk. Sumir hafa verið að gera góð kaup í útlöndum en gæta þess kannski ekki að dekkin eru fyrir annað loftslag en okkar og verða hörð og glerhál þegar kemur undir frostmark.

Þetta með rykið: ef vetrardekk með einhver sérstök korn í gripfletinum koma að einhverju sérstöku haldi umfram önnur góð vetrardekk -- má þá ekki búast við að kornin sjálf verði að einhverju sáldri = svifryki?

Ég hef þá trú Guðjón að þú vitir nokkuð um vetrarumferð í Þýskalandi. Sjálfur veit ég ekki hvort nagladekk eru bönnuð þar. En svo mikið er víst að þar er skylda að nota viðeigandi dekk hverju sinni, sbr. http://www.reifendirekt.de/Winterreifen.html

Kveðja

Sigurður Hreiðar, 27.11.2007 kl. 08:56

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Mig langar til að þakka þér gott svar Sigurður og hlakka til að heyra meira um reynslu  fagmannsins af þessum dekkjasokkum.

Varðandi svar við athugasemd Þórðar Óskarssonar þá er best að grípa til þýsku Wikipediu:

Spikes sind für Kraftfahrzeuge generell verboten. Ausnahme ist nur das kleine deutsche Eck von Lofer bis Bad Reichenau und innerhalb 15 Km entlang der österreichischen Grenze.  Þessum sewtningum má snara á okkar tungu:

Notkun nagladekkja ökutækja er almennt bönnuð. Undantekning er litla þýska hornið (austarlega í Bayern,milli München og Salzburg) og innan 15 km við landamæri Austurríkis.

Heimildin er http://de.wikipedia.org/wiki/Spikes_(Reifen)

Vonar Mosi að þetta gæti leiðrétt ranghugmyndir. Athygli vekur að Þjóðverjar hafa haft slæma reynslu af nagladekkjum frá þeim tíma sem naglar voru leyfðir.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 27.11.2007 kl. 10:58

4 identicon

Mér datt það í hug. Wikipedia er eins og allir vita jafn áreiðanleg heimild og fréttastofa Spaugstofunnar.  Þeir eru alltaf að bera til baka upplýsingar sem birtast þar. Enda eru þær innsendar upplýsingar af einstaklingum, ekki afrakstur heimildarannsóknar. Þeir taka ekki ábyrgð á að þær séu réttar.  Best gæti ég trúað að einhver náttúruöfgasinninn hefði sent þeim þetta. 

Hefurðu gert samanburð á svifryki hér í Reykjavík mánuðina maí-júní-júlí-ágúst-september annars vegar og svo vetrarmánuðina sem nagladekkin eru í notkun. Það væri fróðlegt að sjá hve oft þau eru há og jafnvel yfir mörkum naglalausu mánuðina.

Svo hef ég lúmskt gaman af því að þú viðurkennir gagnsemi nagladekkjanna hér í Reykjavík og úti á landi í einhverjum tilfellum.  Það væri gaman að sjá tölfræði um dekkjabúnað þeirra sem lenda í umferðaóhöppum yfir vetrarmánuðina (ekki bara árekstrum).  Hvert er hlutfallið milli naglalausra og með nagla? 

Þórður Óskarsson (IP-tala skráð) 27.11.2007 kl. 11:17

5 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Ég tek undir með Þórði að Wikipedia er afar óáreiðanleg heimild, þó gaman geti verið að henni. En ég tek undir með Guðjóni að notkun nagladekkja muni vera bönnuð í Þýskalandi og vísa þar til upplýsingasíðu Der Österreichische Automobil- Motorrad und Touring Club sem ég tel býsna áreiðanlega (http://www.oeamtc.at/netautor/download/document/recht/grafik_winterausruestung.pdf). Þar segir einfaldlega í dálkinum um spíka í dekkjum:

Die Verwendung istverboten.Ausnahme: Strecke über das kleine deutsche Eck (Verbindung Bad Reichenhall -Lofer).

 

Sigurður Hreiðar, 27.11.2007 kl. 13:20

6 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Mosi áttar sig ekki á því hvers vegna menn eru tortryggnir gagnvart Wikipediu. Auðvitað getur sitthvað verið sett þar inn ranglega eða kannski einfaldlega af prakkaraskap en er rétt að dæma allan gripinn eins? Ef birtist skrítin grein í Morgunblaðinu eftir einhvern sérvitring eigum við þá að dæma allt blaðið með því sama? Það er því af og frá að telja allt sem skráð hefur verið í Wikipediu meira og minna rangt. Öðru nær er ótrúlega margt sem þar hefur verið sett inn, samið af fólki yfirgripsmikilli þekkingu og reynslu. Því miður mætti hins vegar vera um auðugri garð að gresja með tilvísanir í góðar heimildir.

Þegar Mosi var búsettur í Þýskalandi 1981 voru mjög miklar umræður um þessi mál. Þá höfðu nagladekk verið sungin í bann nokkrum árum áður og enn voru sumir að nöldra í lesendabréfum dagblaða og tímarita og söknuðu naglana. Þessum aðilum var svarað á þann hátt hvort þeir vildu taka þátt í hinum mikla kostnaði við að malbika allt þjóðvegakerfið, þ. á m. hraðbrautirnar? Auðvitað féllust mönnum hendur enda sáu Þjóðverjar að með því að banna naglana þyrfti ekki að endurmalbika nánast alla meginvegi árlega eins og við Íslendingar sitjum uppi með í dag.

Ætla mér að finna þýsku lagagreinina sem bannar nagladekk fyrst Þórður rengir mig. Verð að biðja hann að doka um sinn enda ekki auðvelt mál að brjótast gegnum ofurnákvæma texta í þýskunni fremur en skaflana sem stundum þarf að komast í gegn.

Mosi - alias

Guðjón Sigþór Jensson, 28.11.2007 kl. 08:33

7 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Nagladekkin voru bönnuð þegar ég átti ennþá heima í Þýskalandi og það er ansi langt síðan.

En mig langar að spyrja hvort þeim sem dásama nagladekkin enn sem eina og sanna vetrardekkin hefur dottið í hug að aka þá fáa daga ársins sem er virkilega ísing á götunum einfaldlega miðað við aðstæður, semsagt hægt! Ég hef notað reiðhjólið hér í Mosfellsbænum síðustu árin allan ársins hring. Það voru örfáir dagar sem voru virkilega þannig að réttláta notkun nagladekkja. En nú mun Þórður Óskarsson eflaust skrifa að ég tilheyri hópi öfgafólks. Ég nota nefnilega reiðhjól og er á móti nagladekkjum. Óskar, ert þú alltaf svona fljótur að stimpla fólk í einhvern ákveðinn flokk?

Úrsúla Jünemann, 28.11.2007 kl. 15:13

8 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Fyrir þá sem vilja kynna sér þessi mál þá er á heimasíðunni:

http://bundesrecht.juris.de/bundesrecht/stvzo/gesamt.pdf

mjög mikill og ítarlegur fróðleikur á nær 300 síðum, þýsku umferðalögin í allri sinni dýrð ásamt lögskýringum - góða skemmtun að brjótast gegnum þennan ítlarlega texta!!

Umferðalögin þýsku eru einnig að finna á heimasíðunni: http://www.stvzo.de

StVZO er stytting fyrir: Straßenverkehrs-Zulassungs-Ordnung.

Í grein 36 segir m.a. eftirfarandi:

Reifen oder andere Laufflächen dürfen keine Unebenheiten haben, die eine feste Fahrbahn beschädigen können; eiserne Reifen müssen abgerundete Kanten haben. Nägel müssen eingelassen sein.

Þarna má sjá hvernig Þjóðverjar sýna hvernig þeir geta á einstakalega diplómatískan hátt, bannað auðveldlega það sem öðrum gengur illa að tileinka sér. í lagareglunni er vísað til þess að ekki sé heimilt að hjólbarðar séu útbúnir á neinn þann hátt að þeir geti haft skaðlegan eiginleika á þýska akvegi. Eigendur bifreiða skuli því láta vera að nota nagladekk.

Þetta ákvæði hefur verið í gildi í nálægt þrjá áratugi!!!

Lætur Mosi þar með að sinni að fjalla meira um þetta mál á þessum vettvangi.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 3.12.2007 kl. 08:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 242836

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband