Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007
8.11.2007 | 22:22
Hryllileg viðurlög
Einkennilegt er að þessi mjög ströngu viðurlög hafi ekki meiri áhrif.
Sú var tíðin að á Íslandi voru einnig mjög ströng viðurlög við afbrotum sem í dag þykja allt að því brosleg. Fátækar konur sem höfðu það eitt til sakar unnið að verða barnshafandi stundum eftir einhverja stórbokka guldu með lífi sínu í Drekkingarhyl. Hérlendis virðist refsigleðin ekki hafa haft mikil áhrif fremur en í Kína eða Saudi Arabíu nú á dögum. Fólk fremur afbrot þrátt fyrir mikla áhættu sem það tekur.
Mosi
Opinber aftaka í Sádi-Arabíu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.11.2007 | 22:09
Kúrdar á krossgötum
Fyrir langt löngu las Mosi fréttir frá íslenskum blaðamanni sem ferðaðist víða um byggðir Kúrda. Það var Dagur Þorleifsson að Mosa minnir sem tók á sig heldur en ekki langan krók að ferðast upp um fjöll og firnindi austur í Tyrklandi og sjálfsagt víðar. Að mig minnir átti Dagur góðar stundir meðal þessara fjallbúa og bar þeim mjög vel söguna.
Þegar sagan er lesin kemur í ljós að Kúrdar eiga sér eigið tungumál, menning þeirra skilur sig að frá öðrum þjóðum í þessum heimshluta og þeir búa í einum 4 löndum: Tyrklandi, Armeníu, Norður Írak og Íran. Þeir þykja nokkuð herskáir og er þess minnst að undir lok fyrri flóabardaga þeirra bandarísku Bush feðga, sóttu Kúrdar ákaft suður á bóginn og hugðust ráðast á leifar hersveita Saddam Hussein og sjá um endalokin í þeim sveitum. Í stað þess að leyfa Kúrdum að hafa frjálsar hendur,voru þeir stoppaðir með loftárásum af bandarískum árásarflugvélum. Það kom í hlut yngri Bush rúmlega áratug síðar að sjá sjálfur um að koma Saddam frá völdum ásamt breskum herafla en ekki verður séð fyrir endann á öllum þeim vandræðum.
Síðustu fregnir af Kúrdum herma að tyrkneskar hersveitir leika lausum hala á áhrifasvæði Kúrda með stuðningi bandarískra stjornvalda. Því miður fer fáum sem engum sögum af þessum víðsjárverðu slóðum. Tyrkir eru eins og þeir eru, nokkuð harðir í horn að taka, þeir eru ýmist mjög bókstafstrúar og strangir að sama skapi en geta hins vegar sýnt að þeir séu bljúgir og vilja gjarnan vera taldir með þjóðum Evrópu. En stjórnkerfi þeirra er mjög blandað, að flestu leyti er það njörfað niður sem strangtrúað múhameðsríki. Að nokkru leyti ber það vestrænt einkenni og er Tyrkland sagt vera land mikilla andstæðna.
Kúrdar hins vegar tala indóevrópskt mál gagnstætt Tyrkjum og öðrum nágrönnum sínum. Þeir hafa öldum saman verið meðvitaðir um þjóðerni sitt og rekja þeir sögu sína langt aftur til miðalda og jafnvel enn lengra aftur í tímann. Þeir hafa öll skilyrði að vera í tölu sjálfstæðra þjóða en hafa aldrei notið þess að njóta minnstu virðingar meðal annarra þjóða.
Fyrir um 40 árum urðu töluverðar breytingar: Árið 1965 komu Kúrdar á fót sínu eigin þingi, dómstólum og skattstofum. Með öðrum orðum þeir hafa verið mjög meðvitaðir sem þjóð og hvers vegna hafa þeir verið hæddir og hraktir öll þessi ár?
Spurning er hvort við Íslendingar eigum ekki að sína Kúrdum áþekkan skilning og við sýndum baltnesku þjóðunum fyrir nær tveim áratugum þegar við vorum fyrsta frjálsa ríkið í gjörvöllum heiminum að fallast á sjálfstæði Eistlands, Lettlands og Litháen undir lok Kalda stríðsins. Nú eru nær sex áratugir síðan Ísland viðurkenndi sjálfstæði Ísraels, einnig fyrst allra frjálsra ríkja heims í byrjun Kalda stríðsins (1948). Við vorum svo lengi undir erlendri stjórn og höfum ætíð haft skilning á kjörum þess kúgaða.
Við Íslendingar eigum að skoða betur þessi málefni Kúrda og kanna hvort við getum lagt þeim eitthvað gott til þessara erfiðu mála. Tyrkir hefðu að mörgu leyti hollt af því að fá sjálfstæðan nágranna milli sín og Íraka og Írans (Persíu). Kannski sé góður grundvöllur, gildar og góðar ástæður fyrir því að við verðum einnig fyrsta þjóðin í veröldinni að viðurkenna sjálfstæði Kúrda?
Mosi leggur eindregið til að þetta mál verði gaumgæfilega athugað.
Með þeirri ósk að sjálfstæði Kúrda gæti orðið að raunveruleika til að draga úr víðsjám í þessum ófriðsama heimshluta. Kúrdar eru dugleg og úrræðagóð þjóð rétt eins og við Íslendingar teljum okkur vera og eiga flest betra skilið en að vera meðhöndluð eins og hvert annað úrhrak meðal annarra þjóða heims.
Með því að koma á friði í þessum heimshluta má draga eðlilega úr tortryggni, hatri, stríðsótta og landflótta fólks þar eystra.
Mosi - alias
4.11.2007 | 12:57
Gúrkufrétt?
Var um nokkuð annað að ræða hjá vörðum laganna en að handtaka manninn ölvaða og bjóða honum upp á gistingu?
Mosi
Vildi fá far með lögreglunni til Reykjavíkur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 243585
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar