4.4.2009 | 12:33
Burt með íslensku krónuna
Síðastliðin ár hefur það verið sérstakt baráttumál Sjálfstæðisflokksins að dubba upp á íslensku krónuna. Þegar gervigóðærið sem var samfara byggingu Kárahnjúkavirkjunar var íslenska krónan einn sterkasti gjaldmiðill heims. Þar sem dýrtíð var töluverð einkum vegna gríðarlegs innflutnings á lúxúsvörum og léttúðar í lánamálum, þá sköpustu aðstæður vegna hárra stýrivaxta að hingað leituðu braskarar víða um heim.
Nú höfum við verið að súpa seyðið af þessari léttúð. Bankarnir hrundu sem spilaborg, nánast á einni nóttu. Íslenska krónan hefur fallið gríðarlega og vart unnt að finna aumkunarverðari gjaldmiðil í heiminum um þessar mundir.
Í gær, föstudag var haldinn aðalfundur HBGranda, stærsta útgerðarfyrirtækis á Íslandi. Árni Vilhjálmsson stjórnarformaður fyrirtækisins og fyrrum prófessor við Viðskiptadeild HÍ, flutti ársskýrslu að venju. Hann kom víða við í skýru máli og athygli viðstaddra vakti hann á því hve eiginfjárstaða fyrirtækisins var slök ef gert hefði verið upp í íslenskum krónum eins og verið hefur fram að þessu. Eigið fé fyrirtækisins í ársbyrjun 2008 var 35% en hefði lækkað niður í 6% hefði verið gert upp í íslensku krónunni og hefði haft slæmar afleiðingar í för með sér. Sú ákvörðun var því tekin að færa ársreikninginn yfir í evrur eftir þeim bókhaldsreglum sem ráð er fyrir gert. Tekjur fyrirtækisins er að langmestu leyti í þessum gjaldmiðli og útgjöld að umtalsverð leyti. Með þessari aðferð jókst eigið fé úr 35% í 42% sem er mun greinilegri staðfesting að fyrirtækið er vel rekið þrátt fyrir ýmsa erfiðleika einkum af völdum gríðarlegs falls krónunnar og aflabrests, einkum loðnu.
Þegar eitt af undirstöðufyrirtækum Íslendinga hentar ekki þessi veiki gjaldmiðill þá er spurning hvort ekki eigi að hvetja fleiri að taka upp evrur í reikningsskilum sínum?
Þá er spurning hvort upptaka evru ásamt ósk um inngöngu í Efnahagsbandalag Evrópu gjörbreyti ekki mörgu í okar samfélagi? Hvergi í heiminum þekkist t.d. verðbótareikningur á húsnæðislán nema í Brasílíu og Ísrael. Í þessum löndum situr fólk uppi með ónýtan gjaldmiðil eins og við.
Stéttarfélög eiga að krefjast þess að skjólstæðingar sínir fái greitt í evrum. Með því er unnt að hverfa frá vítahring dýrtíðarreikninga sem engum gagnast nema ef vera skyldi hagspeki andskotans. Með evru í höndunum leysum við fjölmörg mál. Lykillinn að því er auðvitað beiðni um inngöngu í EBE. Við Íslendingar verðum að láta reyna á að okkar hagsmunir á sviði fiskveiða verði virtir og að við höfum þann rétt sem við teljum að okkur ber fram yfir aðrar þjóðir.
Mosi
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 243409
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.