Próf í tungumálum fyrir ráðherra

Greinilegt er að tungumálakunnátta sumra ráðamanna virðist vera nokkuð áfátt. Það er t.d. mjög dýrt spaug fyrir okkur íslenska skattborgara misskilningur og afglöp Árna Mathiesen fjármálaráðherra þegar hann ræddi símleiðis nú í haust við Alistar Darling hinn enska starfsfélaga sinn. Í stað þess að bjóða Bretum að koma til að ræða þessa alvarlegu stöðu, tekur Árni sér það bessaleyfi að svara Darling símleiðis með allt að því hrokafullum hætti. Bretar beittu hryðjuverkalögum á Íslendinga þegar í stað. Þetta símtal er líklega eitt það dýrasta í sögu nokkurs lands, alla vega hér norðan Alpafjalla.

Spurning er hvort ekki sé rétt að ráðherrar séu látnir í próf áður en þeim sé treyst fyrir ráðherrastólunum. Þórbergur Þórðarson segir í Bréfi til Láru að skósmiður þurfi að sitja 4 ár á skólabekk áður en honum er treyst fyrir skósólum landsmanna. Nú er sú iðngrein hluti af sögunni.

Saga afglapa verður seint að fullu skráð. En fyllsta ástæða er að velta fyrir sér orðum Þórbergs um skósmiðinn og skósólana. Mun meiri hagsmunir eru að ráðamenn verði ekki að oftar að viðundri heimsins en nauðsynlegt er. Afglapaháttur hafnfirska dýralæknisins ætti að vera gott tilefni að gerðar séu lágmarkskröfur um þekkingu og leikni þeirra í tungumálum.

Mosi


mbl.is Frétt um álver ekki allskostar rétt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bæði Árni og Össur eru menntaðir í Bretlandi. Finnst þér virkilega líklegt að þeir skilji ekki ensku?

Ari (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 12:05

2 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Ari, ef það er þannig þá "hagræða" þessir ráðherrar sannleikann talsvert, þora ekki að standa fyrir því sem þeir í fljótfærni hafa sagt eða gert.

Úrsúla Jünemann, 15.12.2008 kl. 12:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 242969

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband