Gervigóðærið

Í gamla testamenti Biflíunnar er sagt frá góðærunum og hallærunum. Þar er einnig greint frá plágunum tíu. Fyrsta plágan var að vatnið varð að blóði. Önnur plágan var offjölgun froska að ekki var þverfótað í Egyptalandi fyrir þeim. Þriðja plágan var mýbitið, sú fjórða flugurnar, fimmta fjársýkin, sjötta kýlin, sjöunda haglið, áttunda engispretturnar, sú níunda myrkrið og sú tíunda þegar allir frumburðir voru deyddir (2. Mósesbók 7-11). Forvitnilegt er að bera saman þessi fyrirbæri í fortíð Egypta og Ísraela við aðstæður á Íslandi. Allar verða plágurnar skýrðar við náttúrulegar ástæður. Þar er um að ræða afleiðingu á breytingum í náttúrunni. Þær eiga sér hliðstæður á Íslandi nema ef vera skyldi froskaplágan og engispretturnar en hér eru engin dæmi um að þau dýr hafi nokkru sinni lifað hér. Við þekkjum hvernig eðli sjúkdóma er að breiðast mjög hratt út þar sem aðstæður eru hagstæðar hvort sem er meðal dýra eða manna. Myrkrið verður að öllum líkindum vegna gríðarlegs öskufalls af völdum mjög kröftugs eldgoss. Hafa jarðfræðingar minnst á að líklegt hafi orðið feyknamikið gos á austanverðu Miðjarðarhafi samfara norðlægri átt sem borið hefur öskuna til Egyptalands.   Við höfum oft búið við eldgos á Íslandi. Fjársýki og pestir hafa oft geysað. Og nú á síðustu öldum hafa efnahagskreppur orðið til að valda mikilli röskun á hag mannkyns.Á miðöldum var gagnrýnt mjög af kaþólsku kirkjunni að taka rentu eða vexti af dauðu fé. Eðlilegt væri að mannkynið nýtti sér jarðargróða hvort sem það voru afurðir af dýrum eða akrinum. Þetta var nefnt náttúrulegur arður. Því var jörðin upphaf alls hagnaðar, arðurinn var náttúrulegur. Á miðöldum tíðkaðist töluvert að taka vexti af dauðu fé, þ.e. fjármunum sem ýmist voru taldir eða vegnir. Stétt víxlara verður víða áberandi og voru það einkum Gyðingar sem atvinnu þessa stunduðu. Mun andúð gagnvart Gyðingum hafa lengi verið mótað af þessum viðhorfum ásamt því að þeir vildu gjarnan vera út af fyrir sig og einungruðu sig frá öðrum borgurum.Frumkapítalismann má rekja til siðbótamannsins Kalvíns. Hann var uppi á 16.öld og starfaði einkum í Sviss. Kalvín boðaði að maðurinn ætti að stunda daglegt líf þannig að hann skyldi vera bæði iðinn og sparsamur. Hann skyldi stunda þau störf við iðnað og framleiðslu sem kæmi öllu samfélaginu að gagni. Hann rökstuddi það með því að slík iðja væri í samræmi við góða siði og kristna trú. Áhrif Kalvíns urðu gríðarleg einkum Sviss og á Niðurlöndum þar sem varð mjög mikil efnahagsuppbygging sem bæði Svissarar og Hollendingar njóta nú góðs af.En Íslendingar hugðust verða fljótt ríkir. Þeir vildu stytta sér leiðina að auðnum sem tók aðrar þjóðir aldir. Við horfum upp á skelfilegar afleiðingar þessa. Gríðarleg lán voru tekin til eyðslu, gervigóðæri var bókstaflega búið til. Með ákvörðun íslenskra stjórnvalda um byggingu Kárahnjúkavirkjunar var eins og allri skynsemi væri fleygt fyrir róða. Þjóðin varð uppfull af hóflausri bjartsýni, gríðarlegt fé streymdi um allt samfélagið og var sömuleiðis fljótt að fara. Á meðan „góðærið“ stóð yfir, greip um sig þvílík efnishyggja að sennilega hefur aldrei annað eins verið meira.En „nú er hún Snorrabúð stekkur“. Við súpum núna af hinum beiska kaleik óskammsýni og heimsku landsfeðra okkar sem ráðdeildarleysis. Bjartsýnisæðið hefur smám saman verið að breytast í martröð.Nú heyrist t.d. ekkert í þeim Landsvirkjunarmönnum um mikinn og verulegan hagnað af rafmagnssölu til álveranna. Skýringin er auðvitað sú að verð á áli hefur hríðfallið vegna minni eftirspurnar en aukins framboðs. Bílainaðurinn í Bandaríkjunum er nú nánast rjúkandi rúst og ekki bætir fjárhagsástandið úr á þeim bæ. Rándýrt árásarstríð í Írak er að breytast í martröð. Sennilega er nú þegar tap á rafmagnssölu til álversins við Reyðarfjörð. Þá er lokareikningurinn frá Imprégíló enn ókominn. Ef sama verður upp á teningnum og þegar ítalska systurfélag Imprégíló sendi Kaupmannahöfn lokareikning vegna Metróverkefnisins, þá má reikna jafnvel með að reikningurinn hljóði upp á fjórfalda tilboðsfjárhæð. Danir urðu hvumsa rétt eins og þeir kæmu af fjöllum, svo undrandi urðu þeir hve hækkunin nam miklu. Ítalarnir kváðu útboðsgögn hafa verið meira og minna vitlaus og ónákvæm, verkið hafi orðið mun umfangsmeira en þeir töldu sig hafa boðið í. Verður ekki svipuð rök sett fram? Það kæmi mér ekki á óvart enda fyrirtækið sagt vera mjög fylgið sér um að halda uppi ítrustu kröfum gagnvart viðsemjendum sínum. Hætt er við að þetta Kárahnjúkaævintýri verði okkur Íslendingum afar dýrt spaug. Meðan allt var á fullu, varð hér gervigóðæri sem við erum núna að súpa seyðið af. Því miður.Mætti mæla með að landsmenn taki sér boðskap og kenningar Kalvíns sér  til fyrirmyndar: Iðni, sparsemi og nýtni í þágu samfélagsins kemur öllum að góðu gagni, líka ráðamönnum þjóðarinnar og útrásarvíkingunum sem kappsigldu langskipum sínum í hafi en skila sér vonandi í land fyrr eða síðar.

Mosi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband