Ólíkt aðhafast líkir að

Að Angela Merkel vill ráðfæra sig við ráðherra, stjórnenda fyrirtækja og verkalýðsleiðtoga er ólíkt aðferðum þeim sem Geir Haarde virðist vera þekktur fyrir. Þar er pukrið og samráð við gamla vini á borð við Davíð þrásetubankastjóra vera eitt megin einkennið. Allt á að vera við sama heygarðshornið, öllu á að koma þannig fyrir að afhenda megi stjórnendum gjaldþrotafyrirtækja fyrirtækin að nýju en gjaldþrotið verði þjóðnýtt og við skattgreiðendur megi greiða upp skuldir skussanna.

Í viðtali við Geir Haarde í Fréttablaðinu í dag, sunnudag er hann spurður um hvort möguleiki sé á klofningi Sjálfstæðisflokksins, les:Sjálftökuflokksins, á n.k. landsfundi vegna málefna sem tengist Evrópusambandinu. Hann svarar því til að íslenski Sjálftökuflokkurinn sé miklu merkilegri en einhverjar deilur sem tengjast Evrópusambandinu.

Með þessu er Geir að segja að hann sé óttalegur horkagikkur sem telji flokkræði Sjálftökuflokksins æðra en hagur og framtíð íslensku þjóðarinnar.

Við skulum skunda á Austurvöll alla næstu laugardaga og mótmæla þrásetu Sjálftökuflokksins.

Í gær skildi eg og mín spússa gömlu mótmælaspjaldin okkar við dyr Stjórnarráðshússins sem sjá má á meðfylgjandi mynd.

 


mbl.is Merkel fundar með sérfræðingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband