Hverju má treysta í dag?

Í frjálsu samfélagi ríkir samningsfrelsi. Allir geta ráðstafað fé sínu án þess að einhver skipi honum að að hafast.

Margir eiga um sárt að binda. Sparnaður þúsunda Íslendinga í formi hlutabréfa í Glitni, Kaupþingi og Landsbanka er nú gjörsamlega glatað fé. Annar sparnaður í formi ýmissa sjóða er mjög skertur. Lífeyrissjóðir landsmanna hafa tapað hundrðum milljóna. Tugir þúsunda viðskiptamanna bankanna verða að taka á sig mjög mikla hækkun á höfuðstól skulda sem og vöxtum vegna íbúðahúsnæðis. Þrengt er að lífskjörum þeirra sem minna mega sín, elli- og annara lífeyrisþega.

Þessum hremmingum sparifjáreigenda í Lúxembourgh getum við íslenskir skattborgarar því miður ekki bætt á okkur. Við höfum tapað miklu og horfum upp á vaxandi skattheimtu vegna léttúðar og afglapa íslenskra fjármála- og ráðamanna á undanförnum misserum.

En þessi hópur innlánseigenda eru væntanlega ekki á flæðiskeri staddur. Því er miður ekki sama að heilsa hjá langflestum þeirra sem nú verða að taka á sig meiri álögur.

Alltaf er mikil áhætta að hafa mikið fé inni á bankareikning þegar svona hremmingar eiga sér stað. Margir Íslendingar tóku sparifé sitt út úr bönkunum þegar þeir féllu. Það hefur ekki treyst þeim.

Mosi


mbl.is Viðskiptavinir í Lúx telja sér mismunað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ægir

En var þessi peningur að flýa skatta á Íslandi?

Ægir , 13.12.2008 kl. 19:33

2 identicon

Auðvitað! Þarna voru "auðmenn" að færa eignir til Lux til að forðast 10% fjármagnstekjuskatt. Nú vilja þeir að öryrkjar og aðrir skattborgarar bjargi þeim og borgi þeim tapið.

Og líklega verður það raunin, við erum með bankamálaráðherra sem væri trúandi til að breyta kröfu gamla Landsbanka í víkjandi lán til að bjarga "ræflunum".

Spillingin lifi!

GJ (IP-tala skráð) 13.12.2008 kl. 20:54

3 Smámynd: Sævar Finnbogason

nkl þetta voru sjálfsagt án efa að megninu til Íslenskir peningar sem eru að fara Í súgin þarna. Peningar sem voru að flýja ísland.

Ólíklegt að með því að breyta þessu í víkjandi lán sé tryggt peningarnir skili sér hingað heim.

Sævar Finnbogason, 14.12.2008 kl. 03:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband