Á forseti lýðveldisins að sæta ritskoðun?

Það væri mjög óeðlilegt í alla staði ef forseti lýðveldins væri settur undir ritskoðun. Þó er rétt að forseti þurfi að gæta hófs enda verður að gera svipaðar kröfur til og annarra æðstu embættismanna þjóðarinnar. Við verðum að skoða að ekki hafa allar ákvarðanir ríkisstjórnar verið til þess fallnar að allir séu ánægðir. Þannig voru teknar mjög umdeildar ákvarðanir fyrir 5-6 árum af örfáum mönnum án þess að það væri borið undir þjóðina. Við erum að súpa seyðið af þeim afglöpum.

Hvað Ólafur Ragnar sagði á fundi í danska sendiráðinu þarf auðvitað að staðfesta,hvað hann raunverulega sagði en ekki hvað hann kunni að hafa sagt. Auðvitað er hernaðarlega aðstaða á Keflavíkurflugvelli mjög viðkvæmt mál á Vesturlöndum og að bjóða Rússum slíka aðstöðu á Íslandi.

En hvaða önnur meðul höfum við gagnvart óheyrilegri framkomu Breta gagnvart Íslendingum að stimpla okkur sem hermdarverkamenn? Kannski við höfum engu að tapa: Bretar hafa séð fyrir því að grafa undan fjárhagslegri tilveru okkar. Kannski að þeirra framkoma gagnvart okkur verði til að stórveldin grípi til sinna ráða en þau verða sjálfsagt dýrari en að þessi uppgjörsmál hefðu sætt diplómatískri lausn en ekki ofbeldi.

Óskandi er að Ísland sæti ekki sömu örlögum og Kúba, nóg er af því góða.

Mosi


mbl.is Ræða ekki borin undir ráðuneyti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Sæll.

Samkvæmt Stjórnarskrá ber ráðherra ábyrgð á athöfnum forsetans hverju sinni og þess vegna eru ræður bornar undir ráðuneyti/ráðherra þegar forsetinn kemur fram þar sem máli skiptir enda slíkar ræður á ábyrgð ráðherra.

Í svona málsverði tíðkast ekki umræður á alvarlegum  nótuim og allra síst af eldfimum pólitískum toga og því þykir ekki þörf á að bera ræður undir þann sem fer með valdið. Það er kannski orðin full þörf á því enda hvatvísi forsetans mikil eins og sagan sannar.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 12.11.2008 kl. 12:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband