16.5.2007 | 10:59
Fordæmum ekki of snemma
Þessi erfiða deila er að taka nýja og verri stefnu. Þó svo að grunur beinist að þeim sem látið hafa ti sínl taka í þessum mótmælum er ekki útilokað að einhverjir aðrir en sem fylgja Varmársamtökunum hafi gripið tækifærið til að klína skömmina á þau. Að sjálfsögðu þyrfti að rannsaka þessi skemmdarverk eins og hvert annað lögreglumál. Því skulum við varast að hafa stór orð meðan ekki liggur ljóst fyrir hver eigi hlut að máli. Svona tilfelli þekkist í refsirétti og má minnast eins af bestu Derrick þáttunum þar sem morðingi gekk laus en grunurinn beindist eðlilega fyrst að þeim sem hafði látið hafa eftir sér stór hatursorð til þess sem myrtur var.
Eignarspjöll ber að líta grafalvarlegum augum. Til þeirra er stundum gripið í stundaræði og er málstað aldrei til nokkurs framdráttar. Einhvern tíma á dögum Þorskastríðsins við Breta veturinn 1972-1973 réðst sannkallaður skríll á sendiráð Breta við Laufásveg og linnti ekki látum fyrr en nánast hver einasta rúða hafði verið mölvuð. Sú saga fylgdi að starfsmaður sendiráðsins mátti fjör sitt að launa að hann skreið undir sterklegt eikarborð meðan grjótið og öll glerbrotin bókstaflega rigndu inn í herbergið þar sem hann var staddur. Þessar aðgerðir voru Íslendingum ekki til framdráttar og urðum við eðlilega að bæta Bretum skaðann. Þar fóru miklir fjármunir í súginn sem betur hefðu veriði nýttir í annað þarflegra.
Sjálfur var eg áhorfandi að þessum viðburði og mátti sjá þar ýmsar kunnugar persónur í þjóðlífinu í dag. Þar voru bæði Heimdellingar, ungir Framsóknarmenn og félagar úr Æskulýðsfylkingunni sem urðu í þetta skipti sammála þennan dag, að vera sammála um að brjóta rúður! Mér fannst sem ungur maður þetta nokkuð einkennilegt enda var mikið rifist um málefni sem í dag þættu léttvæg fundin. Óskandi væri að ungt og tápmikið fólk sem og þeir sem eldri erum, séum sammála um eitthvað sem er til gagns.
Kannski þessa deilu um tengibrautina ofan við Álafoss mætti skoða í ljósi annarra viðburða. Við gætum að öllum líkindum dregið af þeim ýmsa lærdóma.
Mosi
Skemmdarverk unnin á vinnuvélum í Álafosskvos | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 243409
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góður pistill
Haukur Viðar, 16.5.2007 kl. 19:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.