Hraðferð til glötunar í boði Framsóknar

Þeir sem staðgreiða eiga rétt á afslætti. Ef eg ætla mér að kaupa eitthvað hvort sem er vara eða þjónusta vil eg staðgreiða en ekki kaupa út á krít með því að borga einhvern tíma seinna og kannski aldrei, - kannski með 20% niðurfærslu skulda í boði Framsóknarflokksins undir stjórn Sigmundar Davíðs.

Þessi forsætisráðherra er einhver furðulegasta sending sem við Íslendingar sitjum núna uppi með. Hann er auðugasti þingmaðurinn, hefur verið og er stöðugt í fjölmiðlum að gaspra um eitthvað sem hann virðist ekki hafa fullkomlegan skilning á. Hans verður sennilega minnst sem eins mesta lýðskrumara innihaldlausra kosningaloforða og loðnasta stjórnmálamanns Íslandssögunnar nema einhver kemur á eftir honum og yfirbýður hann.

Sigmundur á ótrúlega margt sameinginlegt með Silvio Berluskoni. Báðir eru auðmenn, hafa hreðjartök á fjölmiðlum og eru ansi brattir í kosningaloforðum og öðrum yfirlýsingum. En staðreyndin reynist önnur en sá sýndarveruleiki sem þessara stjórnamálamanna er.

Staddur í Denver, Colorado í BNA.

 


mbl.is Þykir óréttlátt að þeir sem staðgreiði borgi álag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rafn Guðmundsson

þetta er/verður sennilega rétt "lýðskrumara innihaldlausra kosningaloforða og loðnasta stjórnmálamanns Íslandssögunnar"

Rafn Guðmundsson, 4.10.2013 kl. 23:58

2 identicon

að sigmundur sé vel giftur er varla hans sök

um ríka stjórnmálamenn þá er framsóknarflokkurinn með fátækustu þíngmennina svo þú ættir kanski að snúa þér að þínum flokki um að þingmen séu að gaspra um eitthvað sem þeir skilja ekkert um

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 5.10.2013 kl. 09:39

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Hvort lýðskrumarar séu vel giftir eða ekki, Kristinn Geir, skiptir ekki neinu máli heldur yfirlýsingar þeirra, verklag og efndir. Sigmundur skipar óteljandi nefndir sem eru rándýrar og þær eiga að finna leiðir til efnda kosningaloforða sem hann kemur sjálfur ekki auga á. Þegar ekkert verður úr efndunum má auðvitað kenna nefndunum um.

Sigmundur hefur sýnt af sér óvenjulega léttúð með kosningaloforð sem fáir ef nokkur telur vera unnt að hann uppfylli.

Hann vill lækka skatta á hátekjumönnum og skera sem mest niður.

Guðjón Sigþór Jensson, 8.10.2013 kl. 18:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 8
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 243001

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband