Fjárlagafrumvarp broskallanna

Fjárlagafrumvarp „Broskallastjórnarinnar“ er um margt einkennileg. Framlag til Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða er lækkað verulega og er gert ráð fyrir að 216,6 milljónir nægja en framlagið á þessu ári er 575,6 milljónir sem er í raun eina skiptið sem umtalsvert fé hefur verið sett í þennan málaflokk. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur sýndi skilning í verki að ferðaþjónustan er stærsti vaxtabroddurinn í íslensku samfélagi. Þá hyggjast broskallarnir lækka framlag til átaksins „Ísland allt árið“ úr 300 milljónum í 200 milljónir og telja sennilega það framlag nægja.

Þess má geta að aðgengi að vinsælum ferðamannastöðum er víða mjög slæmt eða bágborið. Þannig eru slóðirnar að vinsælum skriðjöklum, Sólheimajökli og Svínafellsjökli að öllu leyti ófullnægjandi. Núna um miðjan september neitaði bílsstjóri minn að aka þangað með ferðahóp enda vegurinn nánast ófær bæði smáum sem stærri bílum. Skal engum bílsstjóra með ríka ábyrgðartilfinningu núið um nasir að bregðast þannig við enda hefur veghefill ekki sést á þessum slóðum árum saman. Þessir vegaspottar teljast ekki vera með þeim lengri, einungis örfáir kílómetrar. Vegagerðinni er til vansa að forgangsraða verkefnum þannig að lagt er út í rándýra og umdeilda vegagerð um Gálgahraun í Garðabæ en láta vegheflana fremur standa ónotaða í skúrum Vegagerðarinnar úti á landi. 

Ferðaþjónustan er langstærsti vaxtabroddurinn íslensks þjóðlífs sem þarf að hlúa að fremur en að grafa undan með vísvitandi hætti eins og núverandi ríkisstjórn vill. 

 


mbl.is Grunnþjónustan varin með hallalausum fjárlögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 242983

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband