Kveđja frá Denver í Bandaríkjunum

Ţví miđur er svo ađ Bandaríkjamenn hafa lengi lifađ um efni fram. Sem stendur er eg staddur ţar vestra og mér blöskrar bruđliđ međ einnota umbúđir og allt of stóra matarskammta sem ýmist lenda í ruslinu eđa valda offitu međ Bandaríkjamönnum.

Mér finnst undarlegt ađ ţegar fariđ er í búđ og einhver varningur keyptur hvort sem er póstkort, bók eđa annađ, ţá er lokaverđiđ ekki alltaf uppgefiđ, heldur verđ án skatts. Skatturinn er fremur lágur en ţarna er eitthvađ sem Bandaríkjamenn gćtu lagađ. Ţađ er alveg ljóst ađ skattfé dugar hvergi fyrir núverandi rekstri samfélagsins. Alla vega ţarf ađ spara en hvar? Niđurskurđur til hermála vćri sennilega fljótvirkasta leiđin en ţar vćri komiđ viđ kaun hagsmuna Rebúblikana sem vilja helst afnema alla skatta einkum á hátekjumenn. Í öllum nútíma samfélögum ţarf ađ leggja megináherslu á grunnţjónustu samfélagsins: heilbrigđismál, menntamál, félagsmál og öryggismál. Fékk mér smákvöldgöngu um miđbć Denver. Víđa á götunum er fólk á ferli en sums stađar liggur fólk í skúmaskotum í anddyrum húsa viđ 16. strćti eins og ţađ eigi sér hvergi samastađ. Mjög sennilegt er ađ atvinnuleysi og húsnćđisleysi fátćkari hluta Bandaríkjamanna hrjái allt of marga. Í ţessari sömu gönguferđ rak eg augun í gríđarstórt rými innan viđ anddyri bankastofnunar. Ćtli ekki nánast ţriđjungur hússins hafi ekki veriđ ráđstafađ einungis til ţess ađ undirstrika ríkidćmi viđkomandi ađila. Sjálfsagt er veraldarauđnum jafn misjafnt skipt og í Bandaríkjunum. Ţar eru margir vel fjáđir međan allt of margir hafa ţađ virkilega „skítt“.

Hef veriđ í rúma viku á vegum Skogrćktarfélags Íslands. Viđ höfum lagt mikla ferđ um Colarado ađ baki og dveljum í Denver fram á laugardag. Hlakka ađ mörgu leyti til ađ komast heim eftir annars mjög ánćgjulega dvöl í ţessu fagra landi.  


mbl.is Grafalvarleg stađa í Bandaríkjunum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband