12.12.2012 | 11:29
Ríkisstyrktur sóðaskapur?
Ömurlegt er til þess að vita að menn eru það brattir að ætla sér að hýsa um helmingi (50%) fleiri kýr í fjósi en það er hannað og byggt fyrir. Þetta ástand virðist hafa verið varandi um allanga hríð en farið versnandi. Eftirlit virðist ekki vera fullnægjandi.
Spurning er hvernig þessum málum sé háttað innan Efnahagssambands Evrópu. Þar er að öllum líkindum mun virkara eftirlitskerfi þar sem menn vinna meira eftir verklagsreglum og stöðlum. Hvernig má þetta gerast hér? Kannski þetta sé enn ein ástæðan fyrir því að ganga í ESE og tengjast betur nútímareglum varðandi matvæli og dýravernd.
Augljóslega stafa þessi vandræðamál vegna kunningjaskapar og nálægðar íslensks samfélags. Menn vilja síður grípa inn í með afskiptasemi og kærum þó fyllsta ástæða sé til.
En þetta mál er í eðli sínu þannig að mjög slæm auglýsing er fyrir mjólkurframleiðslu og ímynd hreinleika og heilbrigðis.
Ein hlið þess víkur að ríkisstyrkjum til landbúnaðar. Þeir eru gríðarlega miklir og margt furðulegt sem verið er að styrkja með opinberu fé. Þannig hefur verið sýnt fram á með mörgum dæmum hvernig framleiðsla og flutningar á kostnað skattfjár er á vægast sagt mjög óhagkvaæman hátt hér á landi. Dæmi um mjög langar flutningaleiðir.
Og ekki þarf að styrkja sóðaskap sérstaklega!
Ríkisstyrki þarf að veita með sanngjörnum og skýrum skilyrðum. Þannig ætti tafarlaust að svipta menn greiðslum fari þeir ekki eftir verklagsreglum, sem og lögum og reglugerðum.
Sem betur fer eru þessi mál í góðu lagi hjá langsamlega flestum bændum. Þar er lögð áhersla á hreinlæti og þeir meðvitaðir um eins og góður kaupmaður: aðeins einu sinni er léleg framleiðsla afhent og seld.
Skussunum í landbúnaðinum má fækka umtalsvert sem og öllum öðrum atvinnugreinum.
Góðar stundir en án sóðaskaps.
Þetta er hörmulegt mál | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ætli mjólkursala dragist saman um nokkur prósent eftir þennan fréttaflutning ? Fróðlegt væri að sja´það.
pollus (IP-tala skráð) 12.12.2012 kl. 12:41
Kæmi ekki á óvart.
Þessi mál VERÐA að vera í góðu lagi.
Guðjón Sigþór Jensson, 12.12.2012 kl. 16:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.