23.5.2012 | 17:40
Að beita tilfinningarökum
Rökræðan um afstöðu okkar til Efnahagsbandalagsins byggist oft allt of mikið af tilfinningum. Þannig hafa hagsmunaöfl sem eru alfarið á móti aðild okkar að EBE spilað mikið inn á sjálfstæðismeðvitund og sitthvað sem ekki byggist á sérlega góðum faglegum forsendum.
Afstaða okkar á fyrst og fremst að byggjast á faglegu mati þar sem hagsmunir eru metnir með hliðsjón af gildismati því sem talið er gefa bestu yfirsýn um viðfangsefnið.
Ljóst er, að innganga í Efnahagsbandalagið myndi efla mjög boraralegan rétt okkar t.d. gagnvart mörgum af þeim hagsmunagæsluaðilum sem nú hamast einna mest gegn aðildarviðræðunum.
Þess má einnig geta að það er t.d. kínverskum stjórnvöldum og öðrum hagsmunaaðilum mikill akkur að halda okkur utan við EBE. Ísland er tiltölulega stór en fámenn eyja sem er kjörið markmið fyrir fjölmenna þjóð að koma sér fyrir á, þjóð sem býr við þröng lífsskilyrði heima fyrir og takmarkaðan borgaralegan rétt að koma sér hér fyrir og efla hagsmuni sína.
Ælti mörgum smábændunum á Íslandi þætti ekki nokkuð þröngt fyrir dyrum sínum ef hér yrði fjölmenn kínversk nýlenda sem fyrr en varði yfirtekur landið með manni og mús með aðstoð sporgöngumanna þeirra?
Þýski sendiherranum hefur væntanlega blöskrað tilfinningavaðallinn og séð ástæðu til að vanda fyrir aðalritstjóra Morgunblaðsins sem og öðrum þeim sem hrópað hafa hæst í þessari tilfinningaumræðu. Hann á miklar þakkir skildar fyrir skynsamleg sjónarmið byggð á traustum og góðum gildum.
Mörg skynsamleg rök styðja hugmyndir um að tengjast betur nágrannaríkjum okkar í Evrópu. Þar er unnt að styðjast við atvinnuhætti, efnahagsmál, samgöngur og viðskipti að ekki sé gleymd sameiginlegri menningu og stjórnarhætti sem þróast hafa í aldir.
Góðar stundir!
Vilja funda með sendiherra Þýskalands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 243409
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Kæri Guðjón.
Hér er ekkert tilfinningamál heldur vill íslanska þjóðinn ekki innlimast í ESB. Ferillið var ólöglegur og landráð og er það enþá. Fyrir utan það þá vildi þjóðin fá að kjósa áður en farið var út í að senda inn umsókn. Umsóknin var stjórnarfrumvarp og þurfti undirritun forseta okkar. Þingsályktuninn var ekkert aððan en umboð að ríkisstjórni höndlaði þetta mál samkvæmt lögum. Hún gerði það ekki. Þú ert örugglega skynsamur maður svo lestu kafla X um landráð. Grein 86 plús... http://www.althingi.is/lagas/nuna/1940019.html
Valdimar Samúelsson, 23.5.2012 kl. 22:02
Hver hefur talið þér trú Valdimar að viðræður við EBE séu landráð í skilningi þess kafla hegningarlaganna sem þú tiltekur?
Það mætti æra óstöðugan að telja upp öll þau dæmi sem tæknilega gæti vera einhver möguleiki að færa undir landráð. Hvað með Keflavíkursamninginn 1946? Inngöngu í Nató 1949. Samningar um hersetu 1951, samningar um landhelgina við Breta 1961, afglapasamning við Aluswiss 1966 sem áratugi tók að leiðrétta, Kvótakerfið sem leiddi að mesta fjármálasvindli þjóðarinnar, EES samningna, einkavæðing bankanna sem endaði með ósköpum, Kárahnjúkaafglöpin og eyðing náttúruminja, yfirlýsing tveggja pólitíkusa um stuðning við einkastríð Bush og Blair í Írak 2003, öll afglöðin í aðdragandanum að bankahruninu, sala á HS orku til erlends aðila og sitt hvað fleira.
Þú ert greinilega ekki vel lesinn og ættir að kynna þér söguna betur.
Það dugar skammt að grípa einhverja tuggu upp frá einhverjum íhaldsmönnum sem nú eru fjarri Stjórnarráðinu og fá engu að ráða nema gegnum fremur ómerkilegan hatursáróður gegn ríkisstjórninni. Verðum við ekki að treysta því fólki sem hefur staðið sig nokkuð vel, þó svo margt mætti hafa verið gert betur?
Góðar stundir!
Þó svo að samningur verði gerður við EBE þá er hann með venjulegum fyrirvara um samþykki þings og þjóðar. Þetta er ekki einkamál nokkurra
Guðjón Sigþór Jensson, 23.5.2012 kl. 23:07
Guðjón
Taktu daginn í dag en ekki fortíð og lestu lögin aftur.Mundu að þjóðin bað um þjóðarkosningar áður er umsóknin var send inn. Líttu líka á vilja fólksins um að rjúfa þingið en á hálfum sólarhring eru komnar 3000 undirskriftir. Góðar stundir.
Valdimar Samúelsson, 24.5.2012 kl. 00:37
Hér er notað úrelt hugtak. Það er langt síðan eitthvað sem kalla megi "efnahagsbandalag Evrópu" hætti að vera til. Það sem nú er tekið við er fyrst og fremst skuldabandalag. Btw þá er árið núna 2012.
Guðmundur Ásgeirsson, 24.5.2012 kl. 06:03
Valdimar: um hvað á þjóðaratkvæðagreiðslan að ganga út á: já eða nei við viðræður? Ef NEI er þá verið að útiloka samvinnu og samstarf við nágrannalönd okkar og helstu viðskiptaaðila okkar um aldur og ævi.
Ljóst er að nokkrir fyrirferðamiklir hagsmunaaðilar vilja ekki undir neinum kringumstæðum ganga í EBE.
Hins vegar er mjög eðlilegt að leggja samning sem fyrir liggur eftir umræður þar sem kemur skýrt fram það sem hefur náðst í viðræðunum, hafa faglegar og skynsamar umræður um kosti og galla samningsins og ganga síðan til kosninga um hann.
Efnahagsbandalag eða e-ð annað gengur út á eitt, bæði heitin merkja nánast það sama eins og skammsöfunin EBE. Við sem eldri erum og munum inngöngu okkar í Efta um 1970 munum vel þessa togstreytu sem var milli þessara tveggja blokka.
Góðar stundir!
Guðjón Sigþór Jensson, 24.5.2012 kl. 09:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.