Gott verð en með augljósu markmiði

Skiljanlegt er að matur í Ikea sé vinsæll meðal landsmanna enda mun láta nærri að hann sé seldur nálægt kostnaðarverði.

En tilgangurinn er auðvitað sá að fá viðskiptavini inn í búðina enda kaupa flestir eitthvað fyrst þeir eru komnir á annað borð þangað.

Í fréttaskrifunum er ein afleit ambaga sem kemur fram í þessari setningu: „Veitingastaðurinn er staðsettur í Garðabæ, nánar tiltekið í húsgagnaversluninni Ikea“. Er ekki nóg að segja að veitingastaðurinn sé í Ikea sem er í Garðabæ?

Þetta orð „staðsettur“ og ýmsar aðrar myndir hans veður uppi m.a. í fasteignaauglýsingum. Það eru ekki mikil rök að fullyrða um eitthvað, fasteign eða aðra eign sem er ætíð á sama stað.

Hins vegar er eðlilegt að tala um að bifreiðar, skip og flugvélar séu staðsettar hér og þar hverju sinni. Eðli þeirra og tilgangur er að vera ekki alltaf á sama stað sem er fráleitt að tala um þegar fasteignir er um að ræða.

Þess má geta í lögfræði er fasteign skilgreind sem ákveðinn hluti af yfirborði jarðar sem er afmarkaður með þar til ákvörðuðum hnitum eða á annan hátt. Hús og þ.h. eru þá „fylgiufé fasteignar“.

Góðar stundir.


mbl.is Íslendingar eru sólgnir í Ikea-mat
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Des. 2019
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

 • IMG_1616
 • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
 • Bútur af járnbrautarteinum?
 • ...259_1074252
 • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (6.12.): 1
 • Sl. sólarhring: 1
 • Sl. viku: 22
 • Frá upphafi: 238990

Annað

 • Innlit í dag: 1
 • Innlit sl. viku: 21
 • Gestir í dag: 1
 • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband