13.3.2013 | 23:07
Verstu afglöp í sögu Íslands
Ákvörðunin um Kárahnjúkavirkjunar verður sennilega talin vera umdeildasta ákvörðun í sögu landsins þar sem ákvörðun var tekin gegn betri vitund um að allt væri með felldu um sennilega afleiðingu á náttúru landsins. Þessi ákvörðun tengdist atkvæðaveiðum Framsóknarflokksins á Austurlandi, höfuðvígi Halldórs Ásgrímssonar fyrrum forsætisráðherra, sennilega eins af spilltustu stjórnmálamönnum síðustu áratuga.
Alltaf höfðu náttúrufræðingar gert sér grein fyrir senniegum afleiðingum virkjunarinnar en stjórnmálamenn tóku ákvörðunina, þrátt fyrir margfaldar aðvaranir. Skipulagsstofnun lagðist gegn virkjuninni enda á þeim bæ talið betra að láta náttúru njóta vafans. En Siv Friðleifsdóttir þáverandi umhverfisráðherra snéri úrskurði Skipulagsstofnunar við og leyfði virkjun með örfáum klasturslegum breytingum. Og hún fullyrðir í viðtali í dag að ákvörðun sín hafi verið vel ígrunduð eða eins og segir á heimasíðu RÚV: Siv ... telur að það hafi verið rétt ákvörðun hjá sér að heimila Kárahnjúkavirkjun, þrátt fyrir neikvæð umhverfisáhrif.
Sagt er að silfurpeningarnir 30 hafi stöðugt verið í umferð síðan Júdas Ískaríot fékk þá í hendur á sínum tíma. Þeir eru sagðir hafa ávaxtast einna best af öðrum sjóði gegnum aldirnar, farið um blóðugar hendur margra og ætíð leitað uppi bestu ávöxtunarkosta.
Spurning er hvort þeir hafi verið í umferð hér á landi skal ósagt látið. Ekki kæmi það á óvart þar sem einstakur skilningur fyrir þörfum stóriðju hefur verið sýndur af ýmsum stjórnmálamönnum íslenskum. Víða um heim þykir það jafnvel jaðra við ókurteysi sé þessum stjórnmálamönnum verið hyglað ríkulega. Þess má geta að Alkóa hinn ameríski er stórtækur aðili sem tengist hergagnaiðnaðinum ameríska og braskinu kringum vopn og vopnasölu þrátt fyrir fullyrðingar um annað. BNA hefur um 70% af vopnasölu heimsins á sínum snærum!
Þeim sem tóku ákvörðunina um byggingu Kárahnjúkavirkjunar verður ekki fyrirgefið því þeir vissu hvað þeir voru að gera!
Góðar stundir en án afglapa Framsóknarflokksins!
![]() |
Vilja fund með Landsvirkjun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.3.2013 | 22:43
Einföldun blekkingarmannsins mikla
Sigmundur Davíð er ekki af baki dottinn, áfram heldur hann við sinn keyp og reynir hvað hann getur að setja fram vafasamar fullyrðingar sem ekki eiga sér nein rök í þeim tilgangi að næla í atkvæði þeirra sem ekki varast blekkinguna.
Að fullyrða að þessi ríkisstjórn hafi viljað axla einhverja Icesave ábyrgð er rugl. Auðvitað voru gerðir samningar, reyndar sá fyrst í október 2008 og seinni samningar byggðust á enda ríkisstjórnin bundin af honum. En nú hefur komið í ljós, að aldrei hefði fallið ein einasta króna á ríkissjóðs vegna Icesave vegna þess að nægar innistæður af útistandandi skuldum Landsbankans munu skila sér betur en talið var.
Í heil þrjú ár hefðu Íslendingar notið betri viðskiptakjara í skjóli hærra lánshæfismats. Björgvin Guðmundsson viðskiptafræðingur hefur reiknað út, að hefði Ólafur Ragnar undirritað Icesave, þá hefi þjóðarbúið staðið a.m.k. 60 milljörðum betur. Það eru hátt í 200.000 á hver´t mannsbarn í landinu.
Sigmundur Davíð þusar um að skuldir heimilanna eigi að greiðast af gróða bankanna. Hvernig hann vill fara þessa leið þegir hann um enda telja þeir sem hafa þekkingu á þessum málum hana vera ófæra þó hún kunni að líta vel út á pappír. Má vísa í leiðara Fréttablaðsins mánudaginn 11.3. s.l.
Þessi formaður Framsóknarflokksins er rökþrota þó hann slái um sig vikurnar fyrir kosningar. Hann mun þegju þunnu hljóði eftir kosningar. Allt er lagt undir til að afla atkvæða þó svo að hann veit eða megi vita, að þetta gengur ekki upp.
Lýðskrumarar hafa því miður oft náð furðu miklum árangri. Sigmundur er einn af þeim varhugaverðustu sem þjóðin ætti að varast!
Góðar stundir en án lýðskrumara!
![]() |
Voru til í að taka á sig Icesave-skuldirnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.3.2013 | 18:18
Skynsamlegt að setja ný náttúruverndarlög
Þrátt fyrir ýmsa annmarka í frumvarpinu þá verður að telja mikilsvert að setja ný náttúruverndarlög m.a. til að koma að virkari viðurlögum vegna utanvegaaksturs og annarra efnisatriða.
Annmarkarnir eru m.a. þeir að í 21. gr. frumvarpsins er ekki tekið nægjanlega á að koma í veg fyrir rask sem getur orðið allan sólarhringinn á vötnum landsins en ekki aðeins yfir blánóttina! Eg vil banna notkun og umferð báta og annarra farartækja sem sum hver er ætlað jafnað til úthafssiglinga! Notkun slíkra farartækja er mikil sums stasðar eins og Skorradalsvatni og hefur afdrifaríkar afleiðingar á fjölbreytt fuglalíf.
Þá er mjög umdeild ákvæði um nánast einræðisrétt Náttúrufræðistofnunar um hvað megi rækta, hvernig og hvar sem setur atvinnustarfsemi í uppnám, eins og garðyrkju og skógrækt.
Æskilegt væri að þessi ákvæði væru endurskoðuð en í versta falli mætti leiðrétta þau síðar á næsta þingi ef tími dugar ekki til vegna anna.
Góðar stundir!
![]() |
Vilja afgreiða frumvarp um náttúruvernd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 13. mars 2013
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
-
Aðalsteinn Sigurgeirsson
-
Alfreð Símonarson
-
Andrea J. Ólafsdóttir
-
Andrés Kristjánsson
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Benkovic Mikaelsdóttir
-
Arnar Pálsson
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Ágúst Ólafur Ágústsson
-
Árni Þór Sigurðsson
-
Ásgeir Eiríksson
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Baldur Hermannsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Baldvin Jónsson
-
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
-
Berglind Steinsdóttir
-
Birgir R.
-
Bjarki Steingrímsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Björgvin Björgvinsson
-
Björgvin Guðmundsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
busblog.is
-
Bwahahaha...
-
Dagný
-
Einar Ólafsson
-
Gammur drils
-
Guðfríður Lilja
-
Guðjón Baldursson
-
Guðjón Petersen
-
Guðmundur Steingrímsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Halldór Sigurðsson
-
Hallvarður Ásgeirsson
-
Haraldur Haraldsson
-
Heidi Strand
-
Helga Auðunsdóttir
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Þorvaldsdóttir
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Hjörleifur Guttormsson
-
Hlynur Hallsson
-
Hrannar Björn Arnarsson
-
Hvíti Riddarinn
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Jens Guð
-
Jón Bjarnason
-
Jón Halldór Guðmundsson
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Kaffistofuumræðan
-
Karl Tómasson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
-
Kristbjörn Árnason
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Lára Stefánsdóttir
-
Loftslag.is
-
Lúðvík Júlíusson
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
María Kristjánsdóttir
-
Máni Ragnar Svansson
-
Morgunblaðið
-
Ólafur Ingólfsson
-
Ólafur Þór Gunnarsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Ómar Ragnarsson
-
Ósk Vilhjálmsdóttir
-
Perla
-
Pjetur Hafstein Lárusson
-
Rúna Guðfinnsdóttir
-
Sigurður Hreiðar
-
Sigurður Ingólfsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Steingrímur Helgason
-
Svanur Jóhannesson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Theo
-
Torfusamtökin
-
Trausti Jónsson
-
Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
-
Úrsúla Jünemann
-
Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
-
Vefritid
-
Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
-
Þorsteinn Briem
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Þorsteinn Siglaugsson
-
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
-
Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.9.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar