9.4.2010 | 17:40
Smá ráðlegging til formanns Sjálfstæðisflokksins
Formaður Sjálfstæðisflokksins ber sig mannalega þessa dagana. Þegar fréttist um að forystusauður Sjálfstæðisflokksins sem bæði lagalega og siðferðislega ber ábyrgð á öllu klúðrinu sé flúinn úr landi, þá kemur þessi yfirlýsing formannsins í dag nokkuð einkennilega fyrir sjónir.
Bjarni Benediktsson oddviti Sjálfstæðisflokksins fór mikinn í þessu Icesave máli bæði í fyrrasumar sem í vetur. Í boðskap hans í dag sem ætlaður er sótsvörtum almúganum innan sem utan Sjálfstæðisflokksins að nú eigi að sýna hlutaðeigandi sem misstigu sig svo hrapalega bæði umburðarlyndi sem skilning. Meðal syndaselanna steyta þeir sömu hnefana og hafa í hótunum um málssóknir vegna ærumeiðinga og himinháar fébætur gagnvart fjölmiðlamönnum sem hafa haft ærinn starfa að upplýsa syndir þessara sömu aðila.
Boðskapur Bjarna Benediktssonar oddvita Sjálfstæðisflokksins og Engeyjarættarinnar á heimasíðu Sjálfstæðisflokksins um ráðleggingar hvernig landsmenn taka beri bankahrunsskýrslunni lýkur þannig:
"Frá því að ég tók að mér að leiða Sjálfstæðisflokkinn hef ég litið svo á að eitt helsta verkefni mitt sé að endurheimta það traust sem flokkurinn glataði við síðustu alþingiskosningar. Ég tel að við séum á réttri braut og að viðbrögð okkar við skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis skipti miklu um það hversu vel okkur mun takast það ætlunarverk".
Í þessu innihaldslitla hjali kemur hvorki nein yfirbót né iðrun og þaðan af síður fyrirheit um að aðstoða yfirvöld að hafa uppi á þessu góssi sem hefur verið stungið undan. Þætti flestum klerkum það vera fremur rýrt í roðinu sem formaðurinn hefur fram að færa. Hins vegar telur Bjarni formaður að þeir Sjálfstæðismenn séu á "réttri braut" án þess að það sé útskýrt nánar! Telur formaður Sjálfstæðisflokksins að hlutverk sitt sé að halda áfram að grafa undan ríkisstórninni og koma henni frá völdum eins og hann hefur í orði og verki verið að sýna allt síðastliðið ár?
Það eru gömul sannindi að leiðin til glötunar er vörðuð mörgum og fögrum fyrirheitum.
Hvernig væri að þjóðin sendi Icesave reikninginn til Sjálfstæðisflokksins í Valhöll? Bjarni og félagar hans í Sjálfstæðisflokknum yrðu meiri fyrir vikið ef þeir rótuðu við öllum rottuholunum þar sem vinir og vandamenn Sjálfstæðisflokksins hafa komið fyrir ránsfengnum úr bönkunum og fyrirtækjum landsins. Sjálfsagt mætti margborga Icesave reikninginn ef öll kurl yrðu dregin fram úr öllum skúmaskotunum í Tortúlum og aflandsparadísum fjárglæframanna.
Þá mætti Bjarni Benediktsson oddviti Sjálfstæðisflokksins styðja framkomnar hugmyndir um tillögur að setja í lög ákvæði að takmarka áhrif braskara í íslensku efnahagslífi sem væri til þess að koma í veg fyrir í eitt skipti fyrir öll alla fjárglæfra undir pilsfaldi frjálshyggjunnar.
Mosi
![]() |
Varist dómhörku og sleggjudóma |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 11.4.2010 kl. 16:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.4.2010 | 11:34
Flýja aðstandendur hrunsins land?
Í vefútgáfu Vísis segir:
Davíð Oddsson farinn úr landi
Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra og seðlabankastjóri og núverandi ritstjóri Morgunblaðsins, verður staddur í útlöndum þegar rannsóknarskýrsla Alþingis verður gerð opinber á mánudaginn.
Ekki er vitað hvert hann fór eða hversu lengi hann verður í útlöndum en Vísir hefur það eftir heimildum að hann verði ekki á landinu þegar skýrslan verður kynnt landsmönnum.
Í ljósi þess að Davíð var seðlabankastjóri þegar bankahrunið varð og nokkra mánuði eftir hrunið þá má gera ráð fyrir því að drjúgur hluti skýrslunnar muni fjalla um hans embættisverk.
Eins og fyrr segir þá er Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins þannig hann mun ekki vera staddur á ritstjórn blaðsins þegar það fjallar um skýrsluna.
Athygli vekur að netútgáfa Morgunblaðsins þegir þunnu hljóði.
Spurning er hversu margir nánustu aðstandenda bankahrunsins telji sig vera betur komna erlendis þegar skýrslan um bankahrunið verður loksins birt? Hvað telja þeir nauðsynlegt að vera lengi og hvað hyggjast þeir aðhafast á meðan? Ef þeir hyggjast dvelja lengur en eðlilegt má telja, af hverju lifa þeir? Væntanlega verða þeir ekki með betlistafi í höndunum erlendis.
Armur réttvísinnar reynist oft vera furðu langur. Þó svo menn telji sig vera hólpna í myrkustu skúmaskotum heims þá nær hrammur laganna þeim fyrr eða síðar. Með nútímatækni er unnt að rekja slóð þeirra sem grunaðir eru um afbrot, þó svo að þeir telji slóðina vandlega falda. Best og vænlegast af öllu væri að þeir kæmu heim með herfangið sem þeir höfðu út úr íslenskum almenningi, bönkum og fyrirtækjunum sem þeir nýttu sem féþúfu á undanförnum árum.
Mosi
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.4.2010 | 11:06
Virðingaverð hvatning
Byskupinn okkar hvetur sóknarpresta og djákna að kaupa skýrsluna um bankahrunið. Sjálfsagt hafa Íslendingar sjaldan eða jafnvel aldrei staðið frammi fyrir jafnmiklum erfiðleikum vegna þessara gríðarlegu umskipta í sögu sinni. Þá var bönkunum breytt í ræningabæli í aðdraganda hrunsins og siðleysi alls ráðandi.
Sem yfirsálnahirðir þorra þjóðarinnar þá vill byskupinn okkar greinilega hvetja undirmenn sína til umræðu um þessi mál. Til þess að sú umræða verði byggð sem mest á rökum þá kemur þessi hvatning til, að gera skýrsluna sem mest aðgengilega fyrir sem flesta. Þá er meira en líklegt að sem flest og vonandi öll bókasöfn landsmanna hafi frammi eintak, bæði til afnota á söfnunum sem og til útláns.
Herra byskup Karl Sigurbjörnsson á allt lof skilið. Þökk sé víðsýni hans.
Mosi
Post scriptum: Sjálfsagt rekur einhvern í rogastans að hnjóta um orðið byskup ritað með y. Áhöld eru um hvort er upprunalegra en afburða fræðimenn á borð við Jón Sigurðsson (1811-1879) og Pál Eggert Ólason (1883-1949) rituðu að jafnaði byskup en ekki biskup. Að sjálfsögðu má rökræða lengi um hvort sé réttara og upprunalegra í íslenskri málnotkun.
![]() |
Söfnuðir kaupi rannsóknarskýrslu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 9. apríl 2010
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
-
Aðalsteinn Sigurgeirsson
-
Alfreð Símonarson
-
Andrea J. Ólafsdóttir
-
Andrés Kristjánsson
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Benkovic Mikaelsdóttir
-
Arnar Pálsson
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Ágúst Ólafur Ágústsson
-
Árni Þór Sigurðsson
-
Ásgeir Eiríksson
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Baldur Hermannsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Baldvin Jónsson
-
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
-
Berglind Steinsdóttir
-
Birgir R.
-
Bjarki Steingrímsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Björgvin Björgvinsson
-
Björgvin Guðmundsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
busblog.is
-
Bwahahaha...
-
Dagný
-
Einar Ólafsson
-
Gammur drils
-
Guðfríður Lilja
-
Guðjón Baldursson
-
Guðjón Petersen
-
Guðmundur Steingrímsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Halldór Sigurðsson
-
Hallvarður Ásgeirsson
-
Haraldur Haraldsson
-
Heidi Strand
-
Helga Auðunsdóttir
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Þorvaldsdóttir
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Hjörleifur Guttormsson
-
Hlynur Hallsson
-
Hrannar Björn Arnarsson
-
Hvíti Riddarinn
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Jens Guð
-
Jón Bjarnason
-
Jón Halldór Guðmundsson
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Kaffistofuumræðan
-
Karl Tómasson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
-
Kristbjörn Árnason
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Lára Stefánsdóttir
-
Loftslag.is
-
Lúðvík Júlíusson
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
María Kristjánsdóttir
-
Máni Ragnar Svansson
-
Morgunblaðið
-
Ólafur Ingólfsson
-
Ólafur Þór Gunnarsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Ómar Ragnarsson
-
Ósk Vilhjálmsdóttir
-
Perla
-
Pjetur Hafstein Lárusson
-
Rúna Guðfinnsdóttir
-
Sigurður Hreiðar
-
Sigurður Ingólfsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Steingrímur Helgason
-
Svanur Jóhannesson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Theo
-
Torfusamtökin
-
Trausti Jónsson
-
Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
-
Úrsúla Jünemann
-
Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
-
Vefritid
-
Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
-
Þorsteinn Briem
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Þorsteinn Siglaugsson
-
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
-
Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.10.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar