Fjáraustur prófkjöra

Prófkjörum hefur fylgt gríðarlegur fjáraustur einkum Sjálfstæðisflokknum. Athygli vekur hversu frambjóðendur hafi mikið fé úr að spila til að auglýsa eigið ágæti, hugmyndir og áhugamál. Lítið fer fyrir því hvernig þeir hafa staðið sig enda mun það skipta suma sáralitlu máli.

Það sem mjög miklu máli skiptir er hvort þeir sem tóku þátt í prófkjörum hvort sem er hjá Sjálfstæðisflokki eða einhverjum öðrum flokki hyggjast gera opinberlega grein fyrir uppruna og notum þess fjár sem þeir hafa haft undir höndum vegna prófkjöranna. Í langflestum réttarríkjum þykir þetta sjálfsagt mál og er litið grafalvarlegum augum ef út af ber. Sá sem treystir sér ekki að gera grein fyrir fjármálum sínum á ekkert erindi í stjórnmál enda á allt að vera gegnsætt og komið fram af heiðarleika en ekki slægð og undirferlum.

Við höfum haft nóg af slíkum stjórnmálamönnum. Þannig stjórnmálamaður hefur reynst okkur dýr! Já rándýr!

Mosi


mbl.is Listi sjálfstæðismanna í Reykjavík kynntur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sendiráð sem mætti spara

Ekkert lát virðist á útþenslu sendiráða. Er virkilega enn 2007 í Utanríkisráðuneyti Íslands? Er Össur enn fastur í 3ja ára almanakinu þegar allt lék í lyndi.

Í fréttinni er vikið að því að Lettland og Ísland hafi haft náið stjórnmálalegt samband. Til skamms tíma hafi íslensk fyrirtæki verið all umsvifamikil í Lettlandi en fæst þeirra starfi þar lengur.

Menningarleg samskipti þjóðanna hafa verið að aukast síðustu ár og er áhugi fyrir íslenskri menningu mikill í Lettlandi. Þetta er ágætt svo langt sem það nær. En hafa fleiri en friðsamir borgarar áhuga fyrir Íslandi?

Benda ber á að frá Lettlandi hafa á undanförnum árum komið umsvifamiklir hættulegir glæpamenn, nú síðast í umsvifamiklu óhugnanlegu mansalsmáli. Þetta er hræðileg þróun en glæpastarfsemi virðist vera allmikil bæði á Íslandi og Lettlandi og virðist fara vaxandi. Úr þessu þarf að bæta og vonandi stendur sendiherra okkar sig í stykkinu hvað þetta varðar við að hefja góða faglega samvinnu meðal lögregluyfirvalda í báðum löndunum. Ríkisborgarar frá Lettlandi sem gerst hafa sekir um alvarleg brot á Íslandi ættu að vera sendir umsvifalaust til afplánunar sem næst föðurhúsunum og fá ævilangt bann við endurkomu hingað.

Ráðstöfun þessa mikla fjár sem fylgir rekstri heils sendiráðs er að öðrum kosti ekki réttlætanleg þar sem fyririkomulag með ræðismenn kæmi sjálfsagt að jafnmiklum notum en kostar ekki nema örlítið brot af kostnaði við sendiráð.

Mosi


mbl.is Nýr sendiherra í Lettlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blekkingar og svik

Sjálfsagt er að allir þeir sem selja vöru sína eða þjónustu, upplýsi væntanlega viðskiptavini sína um verð og hvaða hagsmunir eru áskildir við afhendingu vörunnar eða veitingu þjónustu. Að „dulbúa“ verðlagsskrá sem ekki er unnt að varast eru hreinar og beinar blekkingar og svik sem ber að uppræta.

Það ætti vonandi ekki að þurfa nema örfáar kærur til þess að þetta verði opinbert mál og að lögreglan hafi hendur í hári þessara ósvífnu prúttnu viðskiptamanna sem hyggjast græða offjár á leik barna og unglinga.

Mosi


mbl.is Fjárhættuspil fyrir börn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. mars 2010

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband