Lítil og stór mál

Lítil mál geta skyndilega orðið að stóru máli. Lítil frétt um lítið skot á Faxaflóa getur valdið því að grafið sé undan hvalaskoðun frá höfnum Faxaflóans. Hvalveiðimenn fara eins og bankarnir stystu leiðina að því sem þeir sækjast eftir: hvalveiðimenn að skjóta hvali og bankarnir að sækja peninga til þeirra sem ekki borga afborganir og okurvexti á réttum tíma.

Forsætisráðherrann virðist vera ekki í neinum tengslum við raunveruleikann. Hann er í glerhúsi og telur sig vera langt hafinn yfir venjulegt fólk. Þó svo hann virðist vera verkstjóri í ríkisstjórn tveggja flokka þá virðist eins og hver ráðherra geti komist upp með nánast hvað sem er í trássi við aðra ráðherra. Einn segir þetta í dag og þegar sami ráðherra er kominn til útlanda daginn eftir hefur hann gjörbreytt um skoðun án þess að nokkuð sé talað um það.

Ríkisstjórnin er stjórn vandræða sem hún stöðugt bakar hvern einasta dag. Lítið er tekið á þeim málum sem þarf raunverulega að taka á. Vandræðastjórnin hefur komist upp með það að gera ekkert neitt þegar um velferð vissra þjóðfélagsþegna er að ræða. Eldra fólkið er mjög gott dæmi um þetta. Nánast ekkert er gert til þess að leiðrétta vísvitandi blekkingaleik og undanslátt að rétta kjör þeirra sem hafa þó lagt hönd á plóg til að koma þessu samfélagi í það horf sem það er nú. Á það að vera hlutskipti hversdagshetjanna að þurfa að sjá stóran hluta eftirlauna sinna í skattahítina til þess að unnt sé að fá fleiri flugsýningar og leikaraskap tengdu einhverju sem nefnt hefur veið því fína nafni: varnarmál. Fyrir hverjum er verið að verja okkur? Mér þykir leitt en engan sé eg óvin hvorki liggja á fleti fyrir né búa sig undir einhver voðaverk. Lögreglan er upptekin við að eiga við þungaflutningabílsstjóra sem mótmæla háu eldsneytisverði sem ríkisstjórnin þverskallast að taka á. Væri þó meiri þörf að lögreglan hefði uppi á þjófum, eiturlyfasölum, ofbeldismönnum og áþekku hyski. Og lítið hefur borið á minni löggæsluverkum sem hafa verið óvenju lítil á þessu vori, t.d. að sekta þá ökumenn sem enn eru að aka hundruðum saman á nagladekkjum, öllum til armæðu en þeim sjálfum auðvitað til tjóns.

Hvað varð um öll kosningaloforðin?

Þetta er orðin kannski of löng þula og kannski kominn tími til að segja amen eftir efninu. Auk þess legg eg til að ríkisstjórnin fari að athuga sinn gang, eða segja af sér.

Mosi

 


mbl.is Ágreiningur um hvalveiðar lítið mál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tekist á Álftanesi

Það hlaut að koma að þessu uppgjöri. Alltaf er dapurlegt að til þess þurfi að koma en einhvern tíma er komið meira en nóg. En þessar deilur eru tilkomnar vegna þess að menn líta misjöfnum augum á staðreyndir, sumum gengur einnig illa að sætta sig við að aðrir nái betri árangri í störfum sínum.

Álftnesingar eiga annars allt gott skilið og Mosi er á því að þeir hafi mjög góðan og réttsýnan bæjarstjóra. Hann er auk þess mjög varkár og vill gjarnan fara varlega í framkvæmdir sem ekki verða aftur teknar, kostur sem því miður of fáir stjórnmálamenn okkar hafa.

Mosi


mbl.is Bæjarfulltrúi víttur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Elsti flugvöllur á Íslandi?

Sennilega er flugvöllurinn í Kópavogi, réttara: á Sandskeiði elsti flugvöllur landsins. Þarna á melnum var góð aðstaða fyrir frumkvöðla flugs á Íslandi en meðal þeirra voru tveir Íslendingar sem sótt höfðu sér framhaldsmenntun til Þýskalands, voru einkum tveir menn nefndir sérstaklega til sögunnar: Alexander Jóhannesson háskólarektor sem hafði numið Germanistic sem er hliðstætt norrænu. Alexander var skáldmæltur og þýddi ljóð eftir Schiller og Goethe og fleiri þekkt skáld þýsk. Hann rannsakaði mjög mikið upphaf og þróun indóevrópska tungumála og grennslaðist fyrir uppruna orðanna. Fyrir um 60 árum var prentuð gríðarlega stórt verk sem nefnist á þýsku: Isländisches etymologisches Wörterbuch, náma fróðleiks þeim sem gaman hefur af að grúska í heimi orða og tungumála en þar rekur Alexander tengsl íslenskunnar gegnum margar tungur og aftur til grárrar forneskju. Hinn Íslendingurinn, Agnar Kofoed Hansen, hafði hins vegar ekki jafn friðsamlega menntun sem Alexander. Hann hafði sótt sér menntun í hernaðarfræðum, útskrifaður liðsforingi úr konunglega danska sjóflugskóla og síðar sótt nánari framhaldsmenntun í Þýskalandi á árunum 1936-37. Heimkominn er hann skipaður snemma árs 1940 lögreglustjóri í Reykjavík.

Báðir þessir menn voru haldnir gríðarlegum flugáhuga og má sennilega rekja tengsl þeirra við Þýskaland að hingað komu nokkrir þýskir liðsforingjar úr þýska Luftwaffe með nokkrar svifflugur og eina flugvél. Haustið 1939 urðu þeir frá að hverfa vegna hins eldfima póitíska ástands í Evrópu en flugvélunum var komið fyrir í skúr sem byggður hafði verið.

Þegar Bretarnir hernámu landið 10.maí 1940 var eitt fyrsta verk þeirra eftir að hafa handtekið dr.Gerlach og komið sér fyrir á öllum hernaðarlega mikilvægum stöðum, sent herflokk austur á Sandskeið og kanna aðstæður þar. Sennilega hefur þeim brugðið í brún að finna það sem þar leyndist, líklega fyrsta stríðsgóssið sem þeim tókst að hreppa. Og að öllum líkindum hafa Bretarnir verið mjög tortryggnir gagnvart Íslendingum almennt þar eð hve tengslin þeirra við Þýskaland virtust sterk. Borgarstjórinn í Reykjavík hafði einnig sótt framhaldsmenntun í lögspeki til háskólans í Berlín. Hann reyndist Bretum n.k. ljár í þúfu þegar þeir vildu hefja undirbúning að flugvallargerð í Vatnsmýrinni en Bjarni Benediktsson hafði þá framtíðarsýn að flugvöllurinn yrði eðlilegri byggðaþróun alvarlegur þrándur í götu og vildi flugvallargerðina e-ð annað. Einnig óttaðist Bjarni að með þessu væru Bretar að gera Reykjavík að hugsanlegu skotmarki Þjóðverja. Með þessu sýndi Bjarni fyrst og fremst mikið raunsæi: í stríði er ekki spurt um líf og limi almennra borgara þegar um hernaðarleg mikilvæg skotmörk er að ræða.

Það mun sennilega hafa verið 1937 þegar svifflugvöllurinn á Sandskeiði var tekinn í notkun. Í Morgunblaðinu 21. september 1937 má lesa frétt en fyrirsögnin er þessi: Renniflugsæfingar á Sandskeiði. Renniflugur eru einfaldari gerð sviffluga og er rennt á loft með dráttarvír. Vörubíl var komið fyrir á gömlum sykurkössum og er annað afturhjólið notað sem n.k. trissa fyrir vír sem notaður er til að draga flugurnar á loft.

Líklega er þetta ein elsta heimildin um flug á Sandskeiði.

Mosi


mbl.is Ný flugbraut á Sandskeiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Brandarastjórnun

Þegar eitt ár er að baki þá eru ýmsir brestir farnir að koma í ljós. Hveitibrauðsdagarnir að baki. Þessi ríkisstjórn er margklofin bæði langsum og þversum. Svo virðist sem annar armurinn grípi til einhvers sem hinn armurinn vill ekkert kannast við. Á dögunum kom þetta berlega í ljós varðandi mismunandi afstöðu til hvalveiða: Sjálfstæðisflokkurinn telur sjálfsagt að veiða hvali meðan Samfylkingin sýnir varkárni. Og orkumálin og afstaða til frekari stóriðju virðist vera allt á krossgötum og óvissu enda er orkuverð hækkandi og kannski er búið að virkja nóg að svo stöddu.

Timburmennin eftir stærsta virkjanabrjálæðið stendur núna yfir. Það er ekki auðvelt að koma lagi á efnahagsmálin, launþegahreyfingin er til taks ef þessi mikilverðu mál fara í handaskol og ekki tekst að hemja dýrtíðardrauginn sem nú ríður húsum.

Á dögunum var mikið hlegið í þingsölum. Geir Haarde reitir af sér brandara þegar hann er í erfiðri stöðu. Það gerði Davíð líka, - og alltaf er gott að hafa trúð nærri til að bjarga sér frá erfiðum málum  og skemmta þingi og þjóð eins og þegar fyrrum sakamaður frá Suðurlandi gerði stormandi lukku í ræðupúlti þingsins í vikunni.

Kannski má nefna þennan stjórnunarstíl brandarastjórnun.

Mosi


mbl.is Ríkisstjórnin ársgömul
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. maí 2008

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.10.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 244238

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband