23.4.2008 | 13:47
Eyðilegging vega
Þessar leiðir um Hafravatn og Heiðmörk eru upphaflega ekki byggðar fyrir mikla umferð. Hætta er töluverð að þessar leiðir verði nánast eyðilagðar vegna aukinnar umferðar. Núna er frost að fara úr jörðu og þessir vegir eru börn síns tíma.
Mosi
![]() |
Hjáleiðir um Hafravatnsleið og Heiðmörk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.4.2008 | 13:42
Sturlungaöld?
Á myndbandi því sem fylgir fréttinni má í upphafi þess glögglega sjá mann lengst til vinstri í dökkum jakka og ljósbláum buxum beygja sig niður og taka upp stein. Þá kastar hann steininum í átt til lögreglumannanna og greinilega sést hvar grjótið lendir í andliti lögreglumannsins.
Þetta er grafalvarlegt lögbrot og er hvergi liðið. Á Sturlungaöld var grjót óspart notað. Það er vopn þeirra sem ekki hugleiða um afleiðingar þess sem þeir eru að gera.
Hygginn maður ígrundar vel og vandlega hvað hann gerir best. Góð rök og skynsemi hefði verið betra og árangursríkara vopn en grjót þess sem lætur frumstæðar hvatir sínar ráða för.
Við skulum minnast þess að Gandhi lagði breska heimsveldið nánast að velli með friðsamlegum mótmælum. Hann vildi fremur ná árangri fremur en að valda öðrum ranglæti.
Mosi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.4.2008 | 11:14
Borgaraleg skylda
Nú eru þessi mótmæli komin fyrir löngu langt út í móa. Alltaf mátti reikna með að lögreglan gripi til virkra úrræða. En þetta var ekki það sem venjulegur borgari bjóst við.
Undanfarnar vikur hefur hafa þessi mótmæli verið og margir hafa ekki verið sáttir við þau. Einkum hefur lögreglan verið gagnrýnd að hafa tekið á þessum mótmælm mjúklega fram að þessu, jafnvel með silkihönskum.
Borgaraleg skylda er að hlýða tilmælum lögreglunnar jafnvel þó maður sé ekki alltaf sáttur. Eina heimildin. Ljóst er að lögreglan hafði viðbúnað og hefur væntanlega óskað eftir því að þungaflutningabílsstjórarnir létu af þessum mótmælum ella væri gripið til virkra úrræða.
Það er auðvitað ákaflega dapurlegt ef lögregla þarf að beita ráðum á borð við táragasi. En var um nokkuð annað að ræða? Spurning hvort lögregla hefði haft heimild að láta draga þessa bíla út af akbrautunum á rampinn við hliðina á akbrautinni, innsiglað þá og eigendur gætu ekki fengið þá aftur í sínar vörslur nema greiða tilskilda sekt.
Óskani di er að þungaflutningabílsstjórar taki upp friðsamlegri aðgerðir því þær eru mun vænlegri til árangurs. Náði Gandhi hinn indverski að knésetja heilt heimsveldi með friðsamlegum mótmælum?
Mosi
![]() |
Lögregla beitir táragasi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
23.4.2008 | 10:42
Dýr sýndarmennska
Óskiljanlegt er með öllu að íslensk stjórnvöld eyði stórfé í svona sýndarmennsku meðan ekki eru nægir fjármunir til að reka eðlilega löggæslu í landinu. Og eru verkefnin mörg þar sem nægt fjármagn er ekki fyrir hendi.
Það er með öllu óþolandi að þátttaka í rekstri erlendra herflugvéla sé kostaður af skattfé íslenskra skattgreiðenda.
Við viljum forgangsraða öðru vísi: Herflugspeningana á að nota í annað þarflegra takk fyrir!
Mosi
![]() |
Danskar herþotur við æfingar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.4.2008 | 08:40
Atvinnumótmæli?
Eru menn alveg að tapa sér í þessum mótmælum? Hafa menn ekkert þarflegra fyrir stafni en að stunda rándýr mótmæli? Hver borgar brúsann? Viðskiptavinir mótmælenda? Leiðir þetta til dýrari framkvæmda?
Nú er aldeilis komið nóg! Blessaðir takið þið upp friðsamari mótmæli, þið eruð fyrir löngu búnir að fara yfir strikið með þessu ofbeldi ykkar að tefja aðra vegfarendur! Hvenær leiða þessar ólöglegu aðferðir til afdrifaríkra afleiðinga á borð við dauða og önnur grafalvarleg tilfelli á borð við eldssvoða eða annars slíks þegar alvarlegar tafir verða á helstu umferðaleiðum? Finnst þið vera góð fyrirmynd með þessu athæfi ykkar? Hvað mynduð þið segja ef aðrir tæku upp á því að þið kæmust ekki leiðar ykkar á ykkar risastóru bílum?
Mosi
![]() |
Bílstjórar á leið í Ártúnsbrekku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
23.4.2008 | 08:14
Bók er besti vinur
Merkilegt er að þetta fyrirbrigði, bækur. Bókin hefur lifað allar þær hremmingar og breytingar sem oft hefur grafið undan tilveru þeirra. Kvikmyndin og kvikmyndahúsin voru sögð einna fyrst ógna tilveru bóka, þá síminn og fjarskiptatæknin, útvarpið og síðar sjónvarpið. Enn síðar vídeóið, tölvurnar, internetið og allt hvað þessi tækniundur nú nefnast.
Einuhverju sinni á sokkabandsárum íslenska sjónvarpsins sat Indriði G. Þorsteinsson rithöfundur ásamt öðrum manni á rökstólum í sjónvarpssal. Þeir ræddu framtíð bókarinnar í nútímanum. Eigi man Mosi nú stundinni lengur hver var viðmælandi Indriða en hann taldi framtíð bókarinnar vera slæma framundan. Indriði barði sér á brjóst og kvað bókina hafa lifað allar tæknibreytingar fram að þessu og verður ekki séð annað en að Indriði hafi haft rétt fyrir sér.
En bókaútgáfa hefur breyst gríðarlega mikið. Á 80 ára tímabili eða á árunum 1887-1966 voru gefnir samtals tæplega 20.000 titlar á Íslandi. Nákvæmlega voru það 249 titlar árlega.
Undir lok 19. aldar og fram undir miðja síðustu öld voru bókamenn íslenskir sem gjarnan vildu safna öllum bókum sem útgefnar hafa verið á Íslandi. Eru margar áhugaverðar sögur sagðar af brellum sumra sem vildu ná í fágæti. Sennilega hefur engum tekist það og jafnvel ekki Landsbókasafni-Háskólabókasafni, stærsta og merkasta bókasafni landsins sem er eitt af svonefndum skylduskilasöfnum og nýtu prentskila. Í það safn vantar eðlilega í elsta prentið en af fyrstu bók sem prentuð var á íslandi, Brevensia Holencis, sem var kaþólsk bænabók frá því um 1530 eða dögum Jóns Arasonar byskups. Af þessari elstu bók er nú aðeins varðveitt örlítið brot eða sem nemur einni opnu sem varðveittist sem bókbandsefni í fornri skræðu. Sumir bókasafnarar komust nokkuð langt með söfnun bóka en sumir fóru e.t.v. full geyst eins og Gunnar Hall sem nánast fór á hausinn vegna þessarar ástríðu bókasafnarans. Hann vann þó það þrekvirki að skrá safnið áður en fógetinn lagði hald á það og það selt nauðungarsölu til fullnustu skulda. Jón Sigurðsson forseti var einn af mestu bókasafnari íslenskum sem sögur fara af. Þegar hann kom til Íslands annað hvert ár til að sitja Alþingi, þá gisti hann hjá bróður sínum, Jens rektor Lærða skólans. Jón heimsótti vini sína og kunningja og svo ástríðufullur var hann í sínum bókapraxís að eitt fyrsta verk hans var að skoða bókahillurnar þeirra og athuga hvort hafði bæst við eitthvert fágæti sem hann ekki átti fyrir. Var stundum sem vinir Jóns urðu að fela fyrir honum fágæti ef þeir sjálfir vildu halda en oft fékk frelsishetjan okkar góða bók og gott kver og naut þeirrar virðingar sem hann hafði meðal þjóðarinnar.
Og bækur eiga sér oft merka sögu sem rétt er að skrá á spjöld sögunnar, sum merk leyndarmál. Kannski að fyrsta bókin sé ein eftirminnilegust og einna merkust bernskuminning hvers einstaklings. Að gefa ungu barni bók sem er að byrja að stauta sig fram úr bókstöfunum og að lesa, getur orðið því mikilvæg verðmæti er fram líða stundir.
Mosi
![]() |
|
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 23. apríl 2008
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
-
Aðalsteinn Sigurgeirsson
-
Alfreð Símonarson
-
Andrea J. Ólafsdóttir
-
Andrés Kristjánsson
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Benkovic Mikaelsdóttir
-
Arnar Pálsson
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Ágúst Ólafur Ágústsson
-
Árni Þór Sigurðsson
-
Ásgeir Eiríksson
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Baldur Hermannsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Baldvin Jónsson
-
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
-
Berglind Steinsdóttir
-
Birgir R.
-
Bjarki Steingrímsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Björgvin Björgvinsson
-
Björgvin Guðmundsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
busblog.is
-
Bwahahaha...
-
Dagný
-
Einar Ólafsson
-
Gammur drils
-
Guðfríður Lilja
-
Guðjón Baldursson
-
Guðjón Petersen
-
Guðmundur Steingrímsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Halldór Sigurðsson
-
Hallvarður Ásgeirsson
-
Haraldur Haraldsson
-
Heidi Strand
-
Helga Auðunsdóttir
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Þorvaldsdóttir
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Hjörleifur Guttormsson
-
Hlynur Hallsson
-
Hrannar Björn Arnarsson
-
Hvíti Riddarinn
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Jens Guð
-
Jón Bjarnason
-
Jón Halldór Guðmundsson
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Kaffistofuumræðan
-
Karl Tómasson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
-
Kristbjörn Árnason
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Lára Stefánsdóttir
-
Loftslag.is
-
Lúðvík Júlíusson
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
María Kristjánsdóttir
-
Máni Ragnar Svansson
-
Morgunblaðið
-
Ólafur Ingólfsson
-
Ólafur Þór Gunnarsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Ómar Ragnarsson
-
Ósk Vilhjálmsdóttir
-
Perla
-
Pjetur Hafstein Lárusson
-
Rúna Guðfinnsdóttir
-
Sigurður Hreiðar
-
Sigurður Ingólfsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Steingrímur Helgason
-
Svanur Jóhannesson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Theo
-
Torfusamtökin
-
Trausti Jónsson
-
Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
-
Úrsúla Jünemann
-
Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
-
Vefritid
-
Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
-
Þorsteinn Briem
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Þorsteinn Siglaugsson
-
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
-
Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.10.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 244238
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar