Brekkukotsannáll

Óskandi er að Brekkukotsannáll fái jafngóðar móttökur og Sjálfstætt fólk fyrir um 60 árum. Þekktur gagnrýnandi þar vestra lýsti bókinni sem að þar væri skáldsaga sem lýsti sterkum einstakling, hliðstæðu sem um það bil 10 milljónir eintaka væru til af aðeins í New York! Sagan af Bjarti í Sumarhúsum bókstaflega slóg í gegn.

En í þann tíð var kalda stríðið í uppsiglingu með allri þeirri tortryggni og ástar-hatri á öllu og engu sem til var í samfélaginu þá. Því miður var þessi frábærlega góði íslenski rithöfundur Halldór Laxness bitbein pólitíkurinnar en hann hafði orðið fyrir því óhappi að rita Atómstöðina sem þáverandi íslensk stjórnvöld vru ekki par hrifin af og skal það ekki vera undarlegt því þar var gert óvenjumikið grín af stjórnmálamönnum sem kannski er ekki vanþörf á. En þessi nýjasta skáldsaga átti eftir að vera Halldóri dýrt spaug því skattyfirvöldum var bókstaflega sigað á hann og störf hans sem rithöfundur gerð tortryggileg.

Nú er kalda stríðið löngu liðið og kemur vonandi aldrei aftur og komin er ný útgáfu af einni af bestu skáldsögum Halldórs Laxness í Bandaríkjunum.  Óskandi er að lesendur þar vestra taki þessari nýju útgáfu fegins hendi enda er um eina af allra skemmtilegustu sögum íslenska nóbelsskáldsins.

Fróðlegt verður að frétta hvernig hinir bandarísku lesendur taka þessari hálfu aldar gömlu skáldsögu.

Mosi 

 

 


mbl.is Brekkukotsannáll gefinn út á ný í Bandaríkjunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veit Vilhjálmur Egilsson um bullið?

Þegar rætt er um prósentuhækkanir fær Mosi gæsahúð. Hvenær hafa lágar  prósentulækkanir komið láglaunafólki að einhverju gagni? ALDREI! Hinsvegar færa 3% þeim sem er með 2 milljónir á mánuði 60 þús. eða meira en hálfsmánaðar laun þeirra lægstu í samfélaginu.

Hátekjumenn hafa því hinsvegar ALLTAF haft hag af prósentuhækkunum þó svo að þær séu tiltölulega lágar. Þá er merkilegt að alltaf hefur ríkisstjórnin sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur leitt, hyglað vel hátekjumönnum varðandi skattalækkanir. Og þá er lækkað í prósentum. Prósentumerkið ætti Sjálfstæðisflokkurinn að taka upp í gunnfána sinn við hliðina á hrægamminum sem bíður þess að hremma saklausa rjúpu sem tyllir sér á næstu þúfu.

Svona er gangvirkið hjá stjórnmálaflokki sem vill ýmist guma af því að vera „flokkur allra stétta“ eða að á Íslandi sé stéttaskipting í lágmarki þannig að hún sé nánast engin!

Gott er að hafa ungur tvær og tala sitt með hvorri.

Mosi


mbl.is Aukinn persónuafsláttur kostar 40 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að tempra óspaka

Í fornum bókum íslenskum stendur að markmið laganna sé „að tempra óspaka“og má það vissulega til sanns vegar færa. Uppivöðsluseggir í samfélaginu sem fara um berjandi, sláandi, sparkandi og meiðandi eru eins og hvers konar verstu landeyður sem þarf að koma lögum yfir. Þá þarf að gera þá  ábyrðarmenn þess tjóns sem þeir hafa gert samborgurum sínum sem og samfélaginu.

Víða um heim eru til heimildir um mjög virk úrræði. Sérstök „skuldafangelsi“þar sem viðkomandi eru í vinnu undir ströngu eftirliti við oft líkamlega vinnu. Vísir að þessu er Vinnuheimilið á Litla Hrauni. En þar er munurinn að í skuldafangelsi hafa afplánunarfangar ekki ráðstöfunarrétt á þeim tekjum sem þeir afla nema að litlu leyti.

Hugsunin á bak við þessi skuldafangelsi er ágæt svo langt sem hún nær en á þessu eru auðvitað ýmsir annmarkar. Skuldafangelsin voru t.d. lengi vel við lýði í Bretlandi en með aukinni persónuvernd hefur yfirleitt verið horfið frá rekstri þeirra. En e-ð róttækt þarf að gera gagnvart þeim óspöku. Þeir eru margir hverjir undir áhrifum frá eiturlyfjum við verknaðinn og þyrftu að komast í afeitrun sem allra fyrst ef þörf er á og hún er oft mjög mikil. Og þar stendur hnífurinn í kúnni: okkur vantar tilfinnanlega í okkar samfélagi öfluga stofnun sem gæti tekið almennilega á þessum málum. Og í framhaldi að þessir illa hegðandi herramenn greiddu þeim skaðabætur sem þeir hafa valdið tjóni. E.t.v. væri unnt að koma þessu í kring með n.k. skuldafangelsi sem gæti þegar fram liðu stundir haft ýms mjög góð jákvæð áhrif.

Mosi


mbl.is Sérsveitin kölluð út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ólík sjónarmið

Ólík sjónarmið takast á: annars vegar varðveislustefna sem getur birst í ýmsum myndum, hins vegar nýtingarstefna með hliðsjón af verðmæti fasteigna, þ.e. byggingalóða.

Mosi hefur verið á sveif með þeimm fyrrnefndu: að áherslu beri að leggja á að varðveita eða endurgera hús við Laugaveg eftir því sem efni og ástæður gefa tilefni til.

Rökstuðningur er þessi:

Með aukinni landnýtingu á þessum slóðum er verið að auka álag vegna umferðar. Laugavegurinn væri tilvalin göngugata en verslunareigendur eru yfirleitt ekki til viðtals um slíkt. Því er fyrirsjáanlegt að umferðarþungi verði meiri og vandasamara að koma allri þeirri bílamergð fyrir með góðu móti. Rekstur og starfsemi hótels í þröngri götu er ekki það heppilegasta fyrir Laugaveginn. Nú eru hótel og gististaðir oft bókaðir af hópum sem eru ýmist að koma eða fara. Hóparnir ferðast yfirleitt með hópferðabílum og það sér hver viti borinn maður að ýms vandkvæði eru fylgjandi hótelrekstri á þessum stað. Meðan verið er að afferma rútu eða ferma getur liðið nokkur tími, kannski stundarfjórðungur. Hvað ætlast viðkomandi hótelhaldari gagnvart öðrum þeim sem eru á leið niuður Laugaveg? Á fólk að bíða meðan hópferðabíllinn er þarna fyrir í þröngri götunni? Hvað með almennt öryggi t.d. ef slys, eldsvoði eða annað ber upp á sama tíma? Þegar eldssvoðar hafa orðið við Laugaveg hefur verið töluverð vandkvæði að koma slökkvibílum greiðlega að vettvangi.

Það eru því ýms ólík sjónarmið sem borgaryfirvöld þurfa að taka tillit til. Laugavegurinn sem upphaflega var hestakerruvegur úr miðbæ Reykjavíkur áleiðis inn í Þvottalaugar er nánast sá sami og var fyrir öld eða svo. Hann ber ekki þessa miklu umferð sem nú er og ef ekkert er gert til að takmarka umferðina eða draga úr henni þá er tómt mál að ætla að auka landnýtinguna með aukinni  starfsemi sem kallar á enn meiri umferð.

Því miður er allt of lítið gert af því að varðveita gamlar götur í Reykjavík með örfáum undantekningum. Mættu borgaryfirvöld líta til annarra borga og hvetja þá sem vilja byggja upp á þessum fasteignum að það er einnig góður kostur að endurgera þau hús sem fyrir eru og aðlaga sem best þeim sem þar eru í næsta nágrenni. En þar þarf einning að koma til að há fasteignagjöld hvetja mjög að meira byggingamagn verði og þá verða til þessi skelfilegu umhverfisslys sem við myndum gjarnan vilja nú vera án. Gamli miðbærinn í Reykjavík er nánast eins og samansafn af ólíkum byggingastefnum frá 18. og fram á þá 21.öld, þar sem ólíkum arkitektúr ægir saman. Mætti kannski hafa það til hliðsjónar hversu vel hefur tekist að endurgera gömul hús við Aðalstræti í Reykjavík? Þar hefur tekist vel til en kannski er of djúpt í árina tekið að rífa gamla Morgunblaðshúsið, Aðalstræti 6 sem er auðvitað barn síns tíma og ætti að vera ævarandi varnaðarmerki að láta gamla og rótgróna byggð vera í friði.

Mosi

Mosi 

 


mbl.is Margrét og Svandís ósáttar við flutning húsanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. janúar 2008

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.10.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 244241

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband