Ólík sjónarmið

Ólík sjónarmið takast á: annars vegar varðveislustefna sem getur birst í ýmsum myndum, hins vegar nýtingarstefna með hliðsjón af verðmæti fasteigna, þ.e. byggingalóða.

Mosi hefur verið á sveif með þeimm fyrrnefndu: að áherslu beri að leggja á að varðveita eða endurgera hús við Laugaveg eftir því sem efni og ástæður gefa tilefni til.

Rökstuðningur er þessi:

Með aukinni landnýtingu á þessum slóðum er verið að auka álag vegna umferðar. Laugavegurinn væri tilvalin göngugata en verslunareigendur eru yfirleitt ekki til viðtals um slíkt. Því er fyrirsjáanlegt að umferðarþungi verði meiri og vandasamara að koma allri þeirri bílamergð fyrir með góðu móti. Rekstur og starfsemi hótels í þröngri götu er ekki það heppilegasta fyrir Laugaveginn. Nú eru hótel og gististaðir oft bókaðir af hópum sem eru ýmist að koma eða fara. Hóparnir ferðast yfirleitt með hópferðabílum og það sér hver viti borinn maður að ýms vandkvæði eru fylgjandi hótelrekstri á þessum stað. Meðan verið er að afferma rútu eða ferma getur liðið nokkur tími, kannski stundarfjórðungur. Hvað ætlast viðkomandi hótelhaldari gagnvart öðrum þeim sem eru á leið niuður Laugaveg? Á fólk að bíða meðan hópferðabíllinn er þarna fyrir í þröngri götunni? Hvað með almennt öryggi t.d. ef slys, eldsvoði eða annað ber upp á sama tíma? Þegar eldssvoðar hafa orðið við Laugaveg hefur verið töluverð vandkvæði að koma slökkvibílum greiðlega að vettvangi.

Það eru því ýms ólík sjónarmið sem borgaryfirvöld þurfa að taka tillit til. Laugavegurinn sem upphaflega var hestakerruvegur úr miðbæ Reykjavíkur áleiðis inn í Þvottalaugar er nánast sá sami og var fyrir öld eða svo. Hann ber ekki þessa miklu umferð sem nú er og ef ekkert er gert til að takmarka umferðina eða draga úr henni þá er tómt mál að ætla að auka landnýtinguna með aukinni  starfsemi sem kallar á enn meiri umferð.

Því miður er allt of lítið gert af því að varðveita gamlar götur í Reykjavík með örfáum undantekningum. Mættu borgaryfirvöld líta til annarra borga og hvetja þá sem vilja byggja upp á þessum fasteignum að það er einnig góður kostur að endurgera þau hús sem fyrir eru og aðlaga sem best þeim sem þar eru í næsta nágrenni. En þar þarf einning að koma til að há fasteignagjöld hvetja mjög að meira byggingamagn verði og þá verða til þessi skelfilegu umhverfisslys sem við myndum gjarnan vilja nú vera án. Gamli miðbærinn í Reykjavík er nánast eins og samansafn af ólíkum byggingastefnum frá 18. og fram á þá 21.öld, þar sem ólíkum arkitektúr ægir saman. Mætti kannski hafa það til hliðsjónar hversu vel hefur tekist að endurgera gömul hús við Aðalstræti í Reykjavík? Þar hefur tekist vel til en kannski er of djúpt í árina tekið að rífa gamla Morgunblaðshúsið, Aðalstræti 6 sem er auðvitað barn síns tíma og ætti að vera ævarandi varnaðarmerki að láta gamla og rótgróna byggð vera í friði.

Mosi

Mosi 

 


mbl.is Margrét og Svandís ósáttar við flutning húsanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 243046

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband