Færsluflokkur: Bloggar
7.6.2008 | 16:51
Góðra gjalda vert
Þessi þjóðgarðsstofnun er góðra gjalda verð. En athygli vekur að mörkin eru dregin nokkuð stórkarlalega: Langisjór er undanskilinn enda hyggst ríkisstjórnin hygla stóriðjunni með því að að fórna honum. Lónsöræfi fyrir austan Vatnajökul er nokkuð opið svæði enda er einhver jarðhiti. Ádtæðan er að ríkisstjórnin er búin að hafa þau af Stafafellsbændum með þjóðlendubramboltinu umdeilda og þó svo þeim Stafafellsmönnum voru seld öræfin af landssjóði eins og ríkissjóður nefndist í þann tíð, þá telur ríkisstjórnin það engu skipta. Allri orku skal halda í opinberri eigu til að ráðstafa til stóriðjunnar enda er það eini aðilinn sem núverandi ríkisstjórn virðist vilja standa reikningsskap gjörða sinna.
Um hraukana í Kringilsárrana er það að segja, að þeir voru friðlýstir fyrir nokkrum áratugum. Sá eiður til friðlýsingar var ekki metinn meira virði en svo að þeir voru ofurseldir eyðileggingunni miklu sem fylgir virkjanabramboltinu við Kárahnjúka. Vel hefði verið að verki staðið ef sú virkjun hefði aldrei byggð verið en þjóðgarður þessi teygður niður fyrir Dimmugljúfur og allir fossar Jökulánna á Brú og í Fljótsdal hefðu verið friðlýstir. Nú er það ekki lengur raunhæft og við sitjum uppi með mun minni fjölbreytni en upphaflega hefði verið fyrir hendi.
Það er því góðra gjalda vert að lýsa þjóðgarð einungis jökulhvelfið stóra og nærliggjandi fjöll sem hvort sem er verður ekki unnt að fórna á altari stóriðjunnar.
En greinilegt er einhver kotungsbragur á öllu þessu máli. Veita hefði þurft margfalt meira fé í þetta gríðarlega verkefni og það verður ekki auðvelt þegar virkjanafíknin veður uppi á nærliggjandi svæðum.
Mosi
Stór áfangi í náttúruvernd" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.6.2008 | 16:14
Til mikils að vinna
Þegar verð á olíu hækkar upp úr öllu valdi og rafmagnsverð fer væntanlega sömu leið í kjölfarið, þá er eðlilegt að sem flestir landsmenn vilji gjarnan hafa aðgang að nægu og góðu heitu vatni.
Á undanförnum árum hefur komið í ljós, að jarðhita er víða að finna en á þeim hluta landsins þar sem yfirborðshti hefur verið þekktur. Jafnvel á eldri hluta landsins, blágrýtissvæðinu hefur jarðhiti fundis, íbúum til mikilla hagsbóta. En það er með jarðhitann sem önnur gæði: þau eru takmörkuð auðlind og eyðist þegar af er tekið. Ljóst er er að ekki gengur að taka meira en fyrir er. Í Mosfellsbænum þar sem mjög mikill yfirborðshioti var áður, var virkjað sem kunnugt er. Um tíma var gengið mjög nærri þessari auðlind, grunnvatn lækkaði mjög mikið og dæla þurfti vatninu frá miera dýpi en áður hafði þekkst. Er nú svo komið að Reykjaveitan er sett í hvíld yfir sumartímann til að jarðhitinn neanjarðar nái að jafna sig. Þetta er mögulegt eftir að Nesjavallavirkjun kom í gagnið og nú mun brátt koma til heitavaitnsmiðlunar frá Hellisheiðarvirkjun.
Fjárveitingar eru fremur smáar til hvers verkefnis. En óhætt er að þeim sé skipt bróðurlega og systurlega milli sveitafélaga úti á landsbyggðinni sem enn njóta ekki hitaveitu.
Fróðlegt verður að fylgjast með hvernig til tekst.
Mosi
172 milljónir til jarðhitaleitar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.6.2008 | 15:08
Er stóriðjan með íslensku ríkisstjórnina í vasanum?
Frestun framkvæmda: á það aðeins við á höfuðborgarsvæðinu?
Fyrir nokkrum árum var Landsíminn seldur. Þáverandi ríkisstjórn gaf út yfirlýsingar um að nýta skyldi fjármunina miklu m.a. að byggja hátæknisjúkrahús og hefja framkvæmdir við Sundabraut. Hvorugt er komið lengra en á teikniborðið. Nú á að fara að spara og gefið í skyn að engir fjármunir séu til að nýta í þessar framkvæmdir. Já það er einkennilegt þegar rætt er um að spara og draga úr þenslu þá skulu alltaf hugmyndirnar um slíkt vera tengt höfuðborgarsvæðinu. Er það ekki mjög merkilegt?
Ekki er sparað þegar grafin eru göngu úti á landsbyggðinni. Ekki er sparað þegar ráðast á í nýjar virkjanir og ný fjárfetsingarævintýri. Þar ræður stóriðjan för enda virðist stóriðjan hafa ríkisstjórnina eins og hún leggur sig í vasanum.
Það má spyrja frómrar spurningar: til hvers var verið að selja Landsímann á sínum tíma? Var það vegna þessa að meira skipti að selja og koma þessu mikilvægafyrirtæki í hendurnar á vildarvinum Sjálfstæðisflokksins Símann fremur en að efna þau fyrirheit sem til stóðu?
Við Íslendingar sitjum uppi með einkennilega ríkisstjórn ekki aðeins einkennilegra heldur öllu fremurhóp viðsjárverða stjórnmálamanna. Þeir hafa komist upp með alls konar lygar og ómerkilegheit sem eru þeim ekki til mikillar framdráttar. Þeir hafa jafnvel um sig trúði, fyrrum tugthúslim til að slá ryki í þá sem kannski gætu fylgt þessum ótrausta stjórnmálaflokki að málum. Þeir segja eitt í dag en framkvæma allt annað á morgun.
Nú miklast þeir sig af því að hyggjast koma á fót stærsta þjóðgarði Evrópu á fót. Með brögðum hafa þeir þó undanskilið ýms þau landsvæði sem efalaust eru hluti af stærri heild merkilegra náttúruundra. Þannig eru undanskilin Langisjór, Kverkárrani og helst af öllu hefði þurft að taka allt Kárahnjúkasvæðið með Dimmugljúifrum með. Eins og kunnugt er, hefur Sjálfstæðisflokknum með Framsóknarflokknum tekist að eyðileggja nánast allar þessar merku jarðfræðiminjar með sínu glapræði. Og þessi stjórnmálaöfl ætla sér einnig að leggja Langasjó undir stóriðjuna. Ekkert er heilagt! Hvers vegna? Það skyldi þó ekki vera að stóriðjan er með íslensku ríkisstjórnina í vasanum?
Ýmislegt bendir til slíks:
Í fyrrasumar kom Alþingi Íslendinga saman til sumarþings. Meginverkefni þingsins var málefni skattaumhverfi stjóriðjunnar á Íslandi. Í árdaga stóriðju á Íslandi var lagður á álbræðsluna í Straumsvík sérstakur skattstofn: framleiðslugjald á hvert framleitt tonn af áli. Nú hefur Sjálfstæðisflokkurinn lagt sig sérstaklega fram að lækka stórlega tekjuskatt á fyrirtækin í landinu sem er góðra gjalda vert en nú er svo komið að tekjusakttur á fyrirtæki er óvíða jafn lágur og hér á landi. Hins vegar er tekjuskattur á einstaklinga óvíða jafn hár og hér á landi og kikna láglaunahópar undan skattpíningu Sjálfstæðisflokksins.
Það eru því engin undur og stórmerki að stóriðjan vildi gjarnan fá hagstæðara skattumhverfi. Og þegar í ljós kom að álbræðslan í Straumvík sparar sér um hálfan milljarð á ári með lægri skattgreiðslum þá var frumvarp samið en það var látið daga uppi fyrir síðustu þingkosningar til að draga ekki óþarflega mikla athygli að því! Svo var þettafrumvarp samþykkt og rann í gegn þó svo þar hefði verið fyllileg ástæða að leggja á stóriðjuna og einnig alla mengandi starfsemi sérstakt umhverfisgjald sem nýta mætti til skógræktar og annara ráðstafan til að binda koltvísýring og önnur mengandi lofttegundir og efni.
Því miður hefur lítið sem ekkert heyrst frá ríkisstjórninni um þessi mál. Kannski hún þegir þunnu hljóði enda er það ekki stóriðjunni að skapi að lagðar séu nýjar álögur sem í eðli sínu auka kostnað og draga þar með úr ofsagróða fyrirtækjanna. Hér nýtur stóriðjan sérkjara í skjóli vinveittrar ríkisstjórnar sem jafnvel bregður sér á leik eins og sjá mátti í Morgunblaðinu núna í morgun. Þar mátti sjá a.m.k. tvo ráðherra og einn bæjarstjóra Sjálfstæðisflokksins munda skóflur sínar til að greiða götu þessarar mengandi starfsemi á vildarkjörum á Suðurnesjum!
Séð hefur Mosi annað eins! Nú er smám saman komið nóg af því góða.
Mosi
Fresta nýja spítalanum? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.6.2008 | 13:33
Óviðeigandi yfirlýsing alþingismanns
Einkennilegt er að þingmaður í meirihlutastjórn láti fara frá sér yfirlýsingu sem felst í gagnrýni á mikilsverðasta ráðherra samstarfsflokksins. Eiga ráðherrar ekki málfrelsi og mega þeir ekki hafa aðrar skoðanir á málum en Sigurður Kári?
Þetta svonefnda Baugsmál var pólitískt klúður frá upphafi til enda. Það á eftir að verða Sjálfstæðisflokknum til mikilla vandræða. Til þess var efnt af skammsýni og ótrúlegu offorsi. Mög mál ættu að hafa fengið meiri athygli þar sem tilefnið var ærið.
Ekki er útséð að nokkur hafi hborið tjón af þessumáli nema skattborgarar landsins. Þeir þurfa að borga búsann. Þessi málarekstur hefur kostað offjár, þetta dekurmál eins af forystumönnum Sjálfstæðisflokksins.
Mosi
Sigurður Kári: Yfirlýsing ráðherra óheppileg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.6.2008 | 18:44
Frábært framtak
Þegar Sigurrós var með útitónleika á Klambratúni hérna um árið var gríðarleg stemning. Þetta fór allt mjög vel fram, áheyrendur voru hugnumdir og nutu þess að hlusta á tónlistina og boðskapinn.
Nú hefur Björk tekið upp samvinnu við þá Sigurrósarmenn og vilja leggja náttúruvernd á Íslandi liðsinni með tónlist sinni. Hlakka mikið til að fara í Laugardalinn og vera aðnjótandi þessa mikilvæga listviðburðar.
Óskandi er að ríkisstjórnin gæti tileinkað sér þó ekki væri nema að einhverju leyti þá hugmyndafræði sem liggur að baki listsköpun Bjarkar og Sigurrósar. Við erum því miður komin svo grátlega stutt í umhverfismálum og náttúrurvernd. Við erum áratugum á eftir öðrum samfélögum en ættum að geta stytt okkur leiðina að betra og hagkvæmara og þar með umhverfisvænni lífsháttum.
Mosi
Ísland verði áfram númer eitt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.6.2008 | 18:37
Athylgisvert dómsniðurstaða
Þegar mistök verða við sölu á vöru eða þjónustu og viðskiptavinur verður þess var, þá er hann í fullum rétti aðnyta sér það! Svo er að skilja dómsiðurstöðu Hæstaréttar.
Þessi dómsniðurstaða er því mjög athugyglisverð og á að vera hvatning til allra neytenda að skoða vel og vandlega verð á framboðninni vöru og þjónustu. Þeir eiga rétt á að nýta sér öll hugsanleg mistök við verðmerkingu á vörum og þjónustu.
Mosi
Máttu nýta sér kerfisvillu í netbanka Glitnis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
5.6.2008 | 18:06
Hver hóf þessar ofsóknir?
Óhætt má óska þeim Baugsfeðgum til lukku með að þeim var ekki dæmd meiri og alvarlegri refsing en í héraðsdómi. Þessi niðurstaða hlýtur að vera vissum aðilum í samfélaginu mikil vonbrigði, vonbrigði að dómstólarnir hefðu ekki tekið þessu meintu brot þeirra alvarlegar. En segja má að fyrir löngu voru þessar ofsóknir á hendur feðgunum að mati þorra þjóðarinnar mjög ómakleg og ósanngjörn. Meintir glæpir annarra eru mun meiri og ljóst að svo var búið um nútana að þarna átti að vera nokkurs konar hefnd fyrir það að grafa undan heildsölukerfinu sem Sjálfstæðisflokkurinn var búinn að koma svo vel fyrir í íslensku samfélagi að þessar athafnir að brjóta upp heildsalakerfið sem var orðið Sjálfstæðisflokknum mjög mikilsvert.
Vörnin hjá Gesti hefur abyggilega verið óaðfinnanleg enda er hann mjög góður og flinkur lögfræðingur og á kannski eftir að gera garðinn enn frægari.
Mosi
Baugsmálinu lokið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.6.2008 | 12:33
Veiðar til vansa
Því miður virðist vera meira um það að fólk kalli úlfur, úlfur án þess að gera sér fyllilega grein fyrir raunverulegu ástandi mála. Atferlishættir dýra fer mikið eftir því hvernig þeim líður. Þegar þau hafa fengið nóg að eta, vatn að drekka og ekkert í umhverfi ógnar þeim, þá sýna þau af sér mjög góða hegðun. Ef e-ð af þessu er ekki fyrir hendi, þau eru svöng, þyrst, særð og aðframkomin af skorti, þá er grunnt á grimmdinni.
Svo er eins og þeir sem komu að þessu drápi hafi enga raunhæfa hugmynd um atferlishætti hvítabjarnarins. Spurning hvort hann hafi ekki fengið sér sel í morgunmat áður en hann gekk á land til að lítast um en fyrir Norðurlandi er víða þessi uppáhaldsfæða hvítabjarnarins að finna. Eitt sinn taldi eg yfir 500 seli skammt sunnan við Hvítserk við Húnaflóa en þar er ós Sigríðarstaðavatns. Þar liggur selurinn makindalega eftir að hafa bragðað á gómsætum laxi og silungi sem virðist vera gnæfð af.
Íslendingar eru margir hverjir allt of hvatir til athafna og er það miður. oft gleymist nauðsynleg yfirvegun þar sem aðrir möguleikar eru í stöðunni en aðeins sá eini sem mörgum dettur fyrst í hug: skjóta, spyrja svo, - eins og villta vestrinu.
Mosi
Hvítabjarnarmál vekur athygli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
5.6.2008 | 06:13
Hvalaskoðun: er ísbjarnarskoðun raunhæf?
Gleðitíðindi fyrir ferðaþjónustuna
Hvalaskoðun hefur verið ein mikilvægasta atvinnugrein undanfarin ár á Húsavík. Blómatíminn er eðlilega sumarið og er Húsavík sennilega með betri stöðum við Atlantshafið þar sem skilyrði til hvalaskoðunar eru mjög góð. Sjálfbær atvinnustarfsemimjög umhverfisvæn ef undan er skilin brennsla á skipaolíu, nýtur engra opinberra styrkja og gefur miklar tekjur af sér í hendur eigenda, starfsmanna og samfélagsins.
Forvitnilegt hefði verið að vita hvernig Húsvíkingar hefðu tekið ísbirninum sem felldur var í Skagafirði nú á dögunum. Hefðu þeir fellt hann með jafnmikilli skammsýni og þeir í Skagafirðinum? Sá ísbjörn bíður það hlutskipti að verða stoppaður upp og settur þannig steindauður á safn. Á Húsavík í hinu myndarlega Safnahúsi hefur uppstoppaður fullorðinn vígalegur ísbjörn verið til sýnis í nær mannsaldur. Ekki virðast útlendingar sækjast sérstaklega mikið þangað til að bera bangsann stóra augum. Erlendir ferðamenn vilja sjá lifandi dýr en ekki dauð! Þeir eru tilbúnir að greiða stórfé fyrir að upplifa e-ð verulega fágætt og virkilega spennandi. Þeir á Húsavík báru þá gæfu að uppgötva á sínum tíma hugmynd um að gera út skip til að fara með útlendinga á móts við hvali með þessum feyknagóð árangri.
Spurning hefði verið að koma ísbjörninn lifandi fyrir í mannlausum eyðistað eins og Náttfaravík. Þar hefði hann sennilega getað lifað þokkalega með dyggum stuðningi mannsins. E.t.v. eru landeigendur á móti slíkri notkun lands þeirra en er þetta ekki eitt þeirra mikilsverðu atriða sem þarf að undirbúa mjög vel þegar næsta ísbjörn ber að garði? Á móttökunefndin að vera samansafn grimmra oft siðlausra veiðimanna sem bíða með drápstólin bítandi í skjaldarrenddur eins og víkingarnir forðum og vilja allir sem einn fá að skjóta friðað dýrið til að unnt sé að taka af sér frækilega mynd á eftir! Eða eigum við að ráðast í raunverulegar björgunaraðgerðir sem gætu orðið okkur ekki aðeins til sóma á alþjóðlegum vettvangi heldur ekki síður til gagns og framdráttar í leiðinni? Það væri til einhvers að vinna.
Ýmsum finnst eðlilegt að byggja upp einhæft atvinnulíf með stóriðju á Íslandi. Þar er mikill og vandaður undirbúningur sem nauðsynlegt er að búa að baki. En þegar slíkan happafeng sem ísbjörn ber að garði þá er hann umsvifalaust skotinn eins og ótýndur glæpamaður utan dóms og laga rétt eins og í villta vestrinu. Er það sem við viljum og sækjumst eftir?
Það er virkilega miður þegar skammsýnin tekur völdin og árátta veiðimannsins ber skynsemina ofurliði.
Mosi
Steypireyðar á Skjálfanda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.6.2008 | 09:31
Eina góða ráðið
Nú eru ungar að klekjast úr eggjunum. Eina góða ráðið sem við getum gert er auðvitað að halda annað hvort köttunum innandyra eða ef þeim er hleypt út, að setja á þá bjöllur. Kettir ná því sem þeir ætla sér en athygli vekur að þeir klifra ekki upp í hvaða tré sem er: tré sem hafa mikla trjákvoðu, einkum barrtré á borð við furu og greni, eru ekki sérstaklega kattavæn. Um leið og kötturinn læsir klónum í stofninn, vellur nánast um leið seig trjákvoðan sem kettinum er meinilla við enda tekur það hann langan tíma að þrífa sig á eftir. Þó eru til kettir sem láta þetta ekkert á sig fá, eru ekki eins pjattaðir og þessir venjulegu sófakettir.
Það er mikils vert að gefa ungum fuglum tækifæri að spreyta sig sem mest sjálfir. Þeir kynnast því eiginlega frá fyrsta degi að lífið er enginn leikur og þar þarf að vera hygginn að læra sem fyrst hvar hætturnar leynast sem og hvar unnt er að finna æti á sem auðveldastan og hættuminnsta hátt.
Fuglarnir eru miklir gleðigjafar. En vonbrigðin eru oft mikil og sár þegar illa fer en gleðin og ánægjan því meiri þegar þeim tekst vel til.
Mosi
Ekki bjarga" fuglsungum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar