Góðra gjalda vert


Þessi þjóðgarðsstofnun er góðra gjalda verð. En athygli vekur að mörkin eru dregin nokkuð stórkarlalega: Langisjór er undanskilinn enda hyggst ríkisstjórnin hygla stóriðjunni með því að að fórna honum. Lónsöræfi fyrir austan Vatnajökul er nokkuð opið svæði enda er einhver jarðhiti. Ádtæðan er að ríkisstjórnin er búin að hafa þau af Stafafellsbændum með þjóðlendubramboltinu umdeilda og þó svo þeim Stafafellsmönnum voru seld öræfin af landssjóði eins og ríkissjóður nefndist í þann tíð, þá telur ríkisstjórnin það engu skipta. Allri orku skal halda í opinberri eigu til að ráðstafa til stóriðjunnar enda er það eini aðilinn sem núverandi ríkisstjórn virðist vilja standa reikningsskap gjörða sinna.

Um hraukana í Kringilsárrana er það að segja, að þeir voru friðlýstir fyrir nokkrum áratugum. Sá eiður til friðlýsingar var ekki metinn meira virði en svo að þeir voru ofurseldir eyðileggingunni miklu sem fylgir virkjanabramboltinu við Kárahnjúka. Vel hefði verið að verki staðið ef sú virkjun hefði aldrei byggð verið en þjóðgarður þessi teygður niður fyrir Dimmugljúfur og allir fossar Jökulánna á Brú og í Fljótsdal hefðu verið friðlýstir. Nú er það ekki lengur raunhæft og við sitjum uppi með mun minni fjölbreytni en upphaflega hefði verið fyrir hendi.

Það er því góðra gjalda vert að lýsa þjóðgarð einungis jökulhvelfið stóra og nærliggjandi fjöll sem hvort sem er verður ekki unnt að fórna á altari stóriðjunnar.

En greinilegt er einhver kotungsbragur á öllu þessu máli. Veita hefði þurft margfalt meira fé í þetta gríðarlega verkefni og það verður ekki auðvelt þegar virkjanafíknin veður uppi á nærliggjandi svæðum.

Mosi


mbl.is „Stór áfangi í náttúruvernd"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 9
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 242946

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband