Nakin mótmæli

Nekt hefur alltaf verið mikið feimnismál á Íslandi hvernig sem stendur á því. Kannski er það veðrið, kannski er það fámennið, kannski hvort tveggja. Ætli það sé ekki besta skýringin. Annars ætti hvoru tveggja að vera ósköp eðlilegt í frjálsu samfélagi en ætli það sé ekkitepruskapurinn bæði að njóta nektarinnar án fordóma og eins réttin að láta skoðanir sínar og viðhorf í ljós.

Sjálfur hefi eg verið nokkuð fyrir að mótmæla því sem mér hefur fundist ekki nógu gott: það rifjaðist upp fyrir mér í mjög fróðlegri og ferð í dag með hópi Samfylkingarmanna sem hafa sitthvað athugunarvert við núverandi og fyrirhugaðar framkvæmdir á Hellisheiði. Fyrir rúmum aldarfjórðungi átti eg þátt í því ásamt konu minni að vekja athygli Íslendinga á umhverfisspjöllum í Innstadal milli Hengils og Stóra Skarðsmýrarfjalls þar sem slóði hafði verið ruddur eftir Innstadalnum endilöngum. Við höfðum samband við Siugruð Þórarinsson jarðfræðing sem þá sat í Náttúrruverndarráði, einu samskiptin sem eg hafði við þann ágætismann. Við ræddum saman í síma góðan hálftíma eða svo. Áframhaldið var að eg fékk fjölmiðilinn DV í samráði við Sigurð um að fara á staðinn með blaðamann og ljósmyndara. Þangað kom Sigrún Helgadóttir líffræðingur sem þá var starfsmaður Náttúrurverndarráðs og Sigurður hafði fengið til að skoða þessi umhverfisspjöll.

Næsta mánudag var forsíðufrétt í DV um gríðarleg umhverfisspjöll í Innstadal. Og nær alla vikuna varð nánast allt í uppnámi og vakti þetta mál töluvert umtal og athygli í samfélaginu. Sennilega eru þessi afskipti fyrsta innkoma mín í málum tengdum umhverfismálum og vonandi verður ekki langt höggvanna á milli héðan af. Mér varð minnisstætt þetta mál og í samanburði við það sem við horfum upp á nú hver gríðarlegar breytingar við horfum upp á í íslenskri nátturu á síðustu tímum. Þau umhverfisáhrif fyrir 25 árum eru barnaleikur við þau gríðarlegu breytingar sem við stöndum nú frammi.

Við horfum upp á að stjórnmálamenn taki stundum umdeildar ákvarðanir á þessum tímum. Þeir eru undir mikilli pressu frá ýmsum aðilum sem gjarnan vilja komast yfir orku á sem auðveldastan og hagkvæmastan hátt. Spurning er hversu stjórnvöld sýna þessum aðilum mikinn skilning og vilji greiða götu þeirra sem mestan. Og þessir aðiljar vilja koma fyrir mengandi starfsemi sem þeir hafa ekki þurft að taka samfélagslega né alþjóðlega ábyrgð af neinu tagi. Er þetta í samræmi við þá sýnaað Ísland sé óspillt náttúruperla og ætti að varðveita sem best?

Við mótmæltum á sínum tíma misserum saman gegn Kárahnjúkavirkjun án nokkurs árangurs. Við gengum niður Laugaveginn og mótmæltum við Austurvöll, við stóðum fyrir mótmælastöðu á Austurvelli, ritum þúsundir greina, söfnuðum undirskriftum og héldum ýmsa fundi og kölluðum til marga vísindamenn og spekinga til að ljá máls á þessu mikilsverða máli sem svo snart okkur. Sjálfur minnist eg þess að hafa tvívegis flutt ræður á Austurvelli gegn þessum voðalegu umhverfisspjöllum. 

Nektin er auðvitað mjög ákveðið tjáningarform sem er góðra gjalda vert. Mjög áhrifavert og vekur mjög mikla athygli. En sjálfsagt bera flestir fyrir sig að þeir séu ekki tilbúnir að ganga svo langt enda er með nektinni mörg tabú samfélagsins kastað fyrir róðra. Það eru t.d. ákvæði hegningarlaganna sem hamla á vissan hátt þessu formi tjáningar, þ.e. þar verður að koma fyrir hneykslun meðal þeirra sem sjá má eða viðstaddir eru. En samfélagið hefur breyst gríðarlega, nú er samfélagið ekki eins og það áður var og umburðarlyndi hefur væntanlega batnað mjög mikið.

En tjáningarformið er auðvitað mun frjálsara og líklegt er að einstaklingarnir komist upp með sitt hvað einkum sem hópur ef þeir taka sig saman um e-ð sem áður var tekið fremur illa.

Sá sem fer hjólandi nakinn um Reykjavík verður sennilega síður ekinn niður. Hægri beygjur voru lengi vel mjög varhugaverðar við gatnamót þegar sá sem hjólar vildi hjóla beint áfram. Mörg reiðhjólaslys voru áður fyrr og jafnvel enn þau sem einna voru hættulegust hjólandi fólki.

En kannski við ættum að vera meira áberandi, kannski naktari en áður til að tekið verði betur eftir sjónarmiðum og skoðunum okkar.

Mosi 


mbl.is Hjóluðu naktir til að sjást
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Morten Lange

Sæl Guðjón, 

Já útlitið virðist hafa áhrif á því hvernig bilstjórar lita á hjólreiðamenn. Í frumrannsókn sem Ian Walker við háskólanum i Bath gerði leit út fyrir að bílstjorar gefa konur mest rymi ( eða réttara sagt Ian með kvenlega hárkollu ). Ian mældi hversu nálægt bílar komu þegar þeir fóru fram hjá honum.  Þegar hann var með hjálm fékk hann minst rymi.  Kannski vegna þess að bílstjórar álita að hættan á yfirséðum hreyfingum sé minna hjá þéim sem eru með hjálm.  "Alvöru hjólreiðamenn", stödugir og vanir í þeirra augum.  Eða að þeir héldu að hættan á meiðslum í slysum væri minni út af hjálmunum ?

En það er margt sem bendir til þess að staðsetning á götu hafi töluverðan áhrif á sýnileika.  Ef hjólreiðamenn eru í felum úti í kanti, taka bílstjórar síður eftir þeim, og þá sérstaklega við gatnamótum.  Í Hjólafærni-fræðinni, sem var kennt hér á landi nýlega, af breskum kennara frá LifeCycleUK, er mælst til þess að taka akreinina þegar maður nálgast gatnamót til að vera sýnilegur.  Við erum nokkrir sem hafa reynt þetta hér á höfuðborgarsvæðinu, og þetta virkar ansi vel. Bílstjórar taka tilit, og þegar komið er á beinum kafla er komið að hjólreiðamanninum að taka tillit.

Annar kostur með að "taka  akreinina"  (eða því sem næst ef mjög breitt er)  er að koma í veg fyrir slys af því tagi sem þú nefnir, þar sem bílstjórir sem ætlar að beygja, svinar fyrir reiðhjólamann sem ætlar sér beint áfram.  Sérstök varúð ber að gæta í kring um vörubíla, stóra jeppa og þess háttar, því tækin eru stór og gera bílstjórana "blinda".

Mæli með fyrirlestur  John Franklin um samgönguhjólreiðar ( þýtt á íslensku)

  og hinn fyrirlestur hans í Samgönguviku 2007 :

Þversagnir í öryggismálum hjólafólks 

.. Og vefsíðan bicyclesafe.com 

Annars má nefna að reiðhjólamenn hafa farið í samskonar synileikahjólreiðaferð, ( að ég held 5sinnum í fyrra ) en of lítið af vandamálum sköpuðust,   engin þjóðþekkur vat með,  nema etv Siggi pönk,  og engin vstr nakinn eða léttklæddur   ( og  fjölmiðlum ekki gert viðvart ) þannig að engin fékk að vita af þessu, um það bil.

Morten Lange, 8.6.2008 kl. 22:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 242837

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband