Óviðeigandi yfirlýsing alþingismanns

Einkennilegt er að þingmaður í meirihlutastjórn láti fara frá sér yfirlýsingu sem felst í gagnrýni á mikilsverðasta ráðherra samstarfsflokksins. Eiga ráðherrar ekki málfrelsi og mega þeir ekki hafa aðrar skoðanir á málum en Sigurður Kári?

Þetta svonefnda Baugsmál var pólitískt klúður frá upphafi til enda. Það á eftir að verða Sjálfstæðisflokknum til mikilla vandræða. Til þess var efnt af skammsýni og ótrúlegu offorsi. Mög mál ættu að hafa fengið meiri athygli þar sem tilefnið var ærið.

Ekki er útséð  að nokkur hafi hborið tjón af þessumáli nema skattborgarar landsins. Þeir þurfa að borga búsann. Þessi málarekstur hefur kostað offjár, þetta dekurmál eins af forystumönnum Sjálfstæðisflokksins.

Mosi 


mbl.is Sigurður Kári: Yfirlýsing ráðherra óheppileg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég skammast mín fyrir að vera sjálfstæðismaður út af þessu máli. Sjálfstæðismenn virðast hafa gleymt grunnreglunum og farið út í að sleikja rassin á hvor öðrum í stað þess að leiða félaga sína á rétta braut og hætta þessari heimsku eins baugsmálið er. Sjálfstæðismenn meiga ekki gleyma sjálfstæðishugsuninni sem snýst um að gefa einstaklingum frelsi til að verða eitthvað og láta gott af sér leiða. þá er Jón Ásgeir holdgerfingur þeirra hugsunar án alls menntasnopps :) 

Gunnar (IP-tala skráð) 7.6.2008 kl. 14:00

2 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Ég held að Gunnar hafi alveg rétt fyrir sér.  Svona verk eru ekki í anda sjálfstæðisstefnunnar, eins ágæt og hún er í grundvallaratriðum.

Jón Halldór Guðmundsson, 7.6.2008 kl. 14:51

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Hver skyldi hafa verið hinn raunverulegi „glæpur“ þeirra feðga sem kenndir hafa verið við Baug? Voru þeir ekki að brjóta upp ákveðna stöðnun í verslunarkerfi sem Sjálfstæðisflokkurinn byggði afkomu sína að einhverju leyti á? Þeir Johannes og Jón Ásgeir gáfu heildsalaveldinu langt nef og hófu að flytja sjálfir inn þær vörur sem þeir töldu að væru hagkvæmastar. Þeir grófu undan heildsalaveldinu sem var einn traustasti bakhjarl sjálfstæðisflokksins. Þeir höfðu mjög góðar viðskiptahugmyndir sem gengu upp. Þeir litu til fyrirmynda erlendis sem olli gríðarlegum breytingum á hag einkum lægri tekjuhópa. Meira að segja Hannes Hólmsteinn helsti sporgöngumaður íhaldsmanna á Íslandi viðurkennir þessa staðreynd og er þá mikið sagt.

Í huga flestra Íslendinga er um að ræða persónulega andúð eins fyrrum forystusauðs Sjálfstæðisflokksins gagnvart þeim Baugsfeðgum. Sá hinn sami hefur oft orðið frægur með endemum en hefur aldrei þurft að svara fyrir afglöp sín þó svo tilefni ætti að vera fyrir hendi. Hann byrjaði sinn pólitíska feril með miklum bægslagangi og mátti t.d. bæjaryfirvöld í Kópavogi leggja sig fram að verjast árásunum. Þá átti að valta yfir lýðræðið því þá þótti það „töff“ og gekk í klappliðið. Eins og kunnugt er tókst Kópavogsbúum að koma í veg fyrir lagningu hraðbrautar eftir endilöngum Fossvogsdal. Til að setja sig inn í þessi kostulegu deilumál þarf að fletta og lesa blöðin frá því um aldarfjórðungi síðan.

Mosi 

Guðjón Sigþór Jensson, 7.6.2008 kl. 15:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 242969

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband