Færsluflokkur: Bloggar

Olíuverðið og samráð olíufélaganna

Fyrir nokkrum árum var sannað að olíufélögin hefðu með sér samráð um verðlagningu á þjónustu sinni.

Undanfarið ár hefur olíuverð farið mjög hækkandi og s.l. vetur og vor komst verðið í hæstu tölur sem sést hefur. Íslewnsku olíufélögin hafa verið óvenjulega samstíga með verð á eldsneytinu. Þau hafa verið mjög treg að lækka þegar verðið hefur lækkað en verið óvenjufljót að hækka jafnvel um leið og orðrómur kemst á kreik einhvers staðar í heiminum að verð hafi hækkað. Þá þegar hefur verðið hækkað hér heima.

Nú hefur heimsmarkaðsverðið hins vegar  lækkað mjög verulega án þess að verð hafi lækkað hér meira en 10% eða svo. þetta er mjög tortryggilegt. Á dögunum var birt yfirlit þar sem glögglega kemur í ljós að olíufélögin hafi greinilega með samráða halað inn sem nemur allt að 200 milljónum aukalega á mánuði með of hárri álagningu en verið hefur.

Fyllsta ástæða er til að verðlagsyfirvöld og Samkeppnisstofnun fari nú á kreik og skoði þessi mál. Oft er þörf en nú er nauðsyn enda er fátt sem ofarlega er á baugi nú í íslæensku samfélagi en að koma böndum á dýrtíðina sem grassað hefur án þess að nokkuð hefði verið unnt að hemja hana.

Ljóst er að græðgin er undirrót dýrtíðarinnar og allrar ógæfu Íslendinga!

Mosi 

 


mbl.is Hráolíuverð niður fyrir 120 dali á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Komast Íslendingar alla leið að gullinu?

Faír spáðu Íslendingum góðu gengi í upphafi hinna ólympísku leika í Kína. En eftir hvern sigurinn á fætur öðrum náði liðið okkar, stolt okkar Íslendinga, að sigra hverja þjóðina á fætur annari. Að vísu tap gegn Suður Kóreu og jafntefli gegn Dönum og Egyptum.  Sigurinn gegn Pólverjum var óvæntur og byrjunin gegn Spánverjum var óvenjuleg: 5-0. Það var ótrúlegt.  Sigur Íslendinga í undanúrslitunum 36-30  var  mjög kærkominn!  Við eigum óvnejulega sterkt og úthaldsgott landslið í handbolta.

Frakkar eiga ábyggilega mjög erfiðan leik fyrir höndum ef þeir ætla sér að stoppa sigurgöngu okkar frábæra liðs! Þeir urðu að láta sér aðeins 2ja marka mun á sigri gegn Króötum nú í morgun.

Við óskum okkur öllum til hamingju og hugur okkar verður með liðinu okkar að 2 dögum liðnum. Óskandi er að lukkan verði áfram með drengjunum okkar!

Mosi 


mbl.is Ísland hefur sett handboltakeppnina í Peking á annan endann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Oft kemur gaddavír að gagni

Gaddavírinn var fundinn upp á dögum Búastríðsins. Fljótlega eftir að farið var að framleiða hann í massavís var hafinn innflutningur hans til Íslands. Notkun hans við girðingar hafði gríðarleg áhrif. Í fyrsta skiptið gátu íslensk börn til sveita náð almennilegum svefni en áður fyrr voru börnin höfð til taks til að gæta að búsmala og stugga við honum til að hann læddist ekki í slægjurnar á næturnar.

Eftir að unnt var að tryggja heimahagann þokkalega náðu börnin að sofa á venjulegum tíma!

Um þessa uppfinningu og innflutning á framleiðslunni voru sett sérstök lög á Alþingi Íslending, „Gaddavírslögin“. Um ákvæði þeirri henti Halldór Laxness gott gaman af í Brekkukotsannál þar sem börnin græddu fé á því að stökkva yfir gaddavírsgirðingar en háar sektir kváðu á um að þverbrjóta þau lög.

L öngu seinna var tekin upp sá háttur t.d. í lögreglusamþykktum í þéttbýlinu, að ekki mætti nota gaddavír. Sennilega er ekki heimilt skv. lögreglusamþykkt Reykjavíkur að girða af bletti eða tún með gaddavír. En gaddavírinn getur komið að góðu gagni eins og í fréttinni segir. Annað ráð gegn innbrotsþjófum er að hlaða niður kaktusum í glugga. Innbrotsþjófur sem sér eintóma kaktusa fyrir innan glugga forðast að komast inn í híbýli ókunnugs fólks þá leiðina. Og þá er spurning hvort honum sé þá aðrar leiðir færar til að komast yfir verðmæti.

Alltaf er fróðlegt að heyra þegar brotamönnum yfirsést e-ð sem er svo augljóst.

Gaddavírinn kemur því oft að gagni! Ekki aðeins að hindra för búsmalans fyrr og síðar heldur einnig að hindra þjófa og annað illþýði í för þeirra.

Mosi


mbl.is Festist í gaddavír
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Líkt og í Róm til forna?

Hjá Rómverjum var það mikilvægast að hafa nóg framboð af brauði og leikum til að hafa ofan af alþýðunni. Spurning hvort sama eigi við nú. En þessi óvenjugóða frammistaða ísdelnska landsliðsins er sigur allrar þjoðarinnar en ekki aðeins vissra stjórnmálamanna sem hafa því miður ekki staðið sig nógu vel.

Það er því alltaf tortryggilegt þegar stjórnmálamenn vilja gjarnan útnýta sér velgengni í íþróttum með því að ná sér á strik til að uppfylla ekki nógu góða frammistöðu. Það má ekki vera, því þarna er fyrst og fremst um góða frammistöðu í íþróttum að ræða - en ekki stjórnmálum. Þar hafa því miður ekki náðst einu sinni viðunandi árangur og margt hefur verið ákveðið sem er þjóðinni til vansa.

Við erum hins vegar fámenn þjóð sem er mjög stolt af íþróttamönnunum okkar sem hafa sýnt af sér ótrúlegan árangur á ólympýsku leikunum í Kína.

Mosi 

 


mbl.is Ráðherra boðar þjóðhátíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í hverju liggur misskilningurinn?

Nú hyggst Gísli Marteinn fara til útlanda og læra að verða borgarstjóri. Það er góðra gjalda vert en undarlegt er að hann ætlar að tvískipta sér rétt eins og Dr. Jecyll and mister Hyde: vera námsfús nemandi í háskólanámi flesta daga og koma öðru hverju eftir dúk og disk til Reykjavíkur til að taka þátt í stjórn borgarinnar!

Vandræðin í borgarstjórn Reykjavíkur stafa fyrst og fremst af því hversu borgarfulltrúar eru tiltölulega fáir. Þeir hafa verið 15 í nánast heila öld ef undan er skilið kjörtímabilið 1982-86 þegar þeim hafði verið fjölgað í 21 en sú nýskipan var ekki að skapi Davíðs Oddssonar meðan hann var borgarstjóri í Reykjavík. Störf borgarfulltrúa er í dag nánast fullt starf sökum þess hve fáir þeir eru. Á höfuðborgarsvæðinu búa nær 200.000 íbúar og í sveitarfélögunum öllum eru fulltrúar alls 65 að tölu. Lætur því nærri að um 3.000 íbúar séu að meðaltali að baki hverjum fulltrúa og þykir ekki ofrausn ef miðað er við stjórn annars staðar. Ef sama hlutfall væri í Reykjavík þyrfti að fjölga fulltrúum a.m.k. um 100% þannig að fjöldi þeirra verði 30 og jafnvel væri þörfin enn meiri ef vel á að standa að málum og sinna þeirri þjónustu betur sem fulltrúar eru kosnir til að gegna.

Fyrir 100 árum voru íbúar Reykjavíkur um 10.000 að tölu. Þá voru um 670 manns að baki hverjum bæjarfulltrúa. Þá voru verkefni Reykjavíkurbæjar fremur fá og einhæf. Nú eru íbúar borgarinnar að nálgast óðum 120.000 eða um 8.000 íbúar að baki hverjum borgarfulltrúa. Verkefni á sviði þjónustu gagnvart borgurunum eru nú margfalt fleiri og umfangsmeiri en fyrir 100 árum. Það er eins og hvorki Sjálfstæðisflokkurinn né Gísli Marteinn átti sig á þessari staðreynd. Að kjósa Gísla til sérstakra trúnaðarstarfa sem 2. varaforseti borgarinnar er því bein sýndarmennska og nær ekki nokkurri átt.

Ef Gísli kemst upp með svona nokkuð er um mjög slæmt fordæmi að ræða. Hvernig hyggst Sjálfstæðisflokkurinn bregðast við ef aðrir borgarfulltrúar hyggjast leggja stund á hliðstætt nám og Gísli og vilja einnig læra til borgarstjóra? Stjórnkerfið verður án efa meira og minna óvirkt meðan verið er að sækja sér menntunar erlendis. Mun meira vit hefði verið að Gísli hefði kallað varamann sinn inn í staðinn fyrir að stunda sýndarmennsku sem honum er kannski best við hæfi. Tillaga Mosa er að mynd af borgarfulltrúanum verði komið fyrir í stól fulltrúans þegar hann einhverra hluta vegna nær ekki fundi sökum anna.

Mosi 

 

 


mbl.is Gísli Marteinn: Ákveðinn misskilningur í gangi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Villandi fyrirsögn

Fyrirsögn fréttar er ekki í samræmi við efni hennar.

Þar sem Mosi er mjög spenntur fyrir orkumálum og þá sérstaklega fyrir íslensku útrásinni þá vænti eg þess að eitthvað væri bitastætt í fréttinni: „Guðni sannkallaður hvalreki“. Fréttin hins vegar fjallar eingöngu um deilu sem varð vegna ráðningar Össurar á einum umsækjanda um starf forstöðumanns Orkustofnunar. Hvalreikinn er því enn ekki til frásagnar, ekkert reynist vera bitastætt í fréttinni.

Það gildir einu hver sé ráðinn í starf forstöðumanns. Venjulega er sá ráðinn sem hefur reynslu og þekkingu að reka stofnun. Viðkomandi þarf eiginlega ekkiað vera sérfræðingur á einhverju þröngu sviði eins og t.d. vatnamælingum en vita minna um aðra þætti sem mikilvægir eru innan stofnunarinnar.

Mosi varð því fyrir verulegum vonbrigðum með þessa frásögn úr bloggheimum Össurar. Alla vega hefði verið betur farið að segja fréttina eins og hún er en ekki bæta e-u öðru við.

Við verðum því að doka um stund eftir hvalrekanum, hvort sem frétt um hann birtist okkur að nóttu eða degi.

Mosi 


mbl.is Össur: Guðni sannkallaður hvalreki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skelfilegar fréttir

Ljóst er að stöðva verður Bush bandaríkjaforseta við að koma upp kjarnorkuvopnum í Póllandi og Litháen. Norðurlöndin og Þýskaland verða að leggjast á eitt enda er mikið í mun að koma í veg fyrir þá uggvænlegu þróun sem leiðir af kjarnorku og öðrum varhugaverðum vopnum. Eitt lítið slys eins og gerst hefur víða um heim, t.d. við Thule herstöðina á Norður Grænlandi ætti að verða öflug aðvörun.

Ef Rússar hervæðast kann það aftur að vekja ugg meðal Bush og þeirra hernaðarhyggjumanna sem ráða í Bandaríkjunum. 

Um þessi hernaðarmál verður að komast að samkomulagi. Ljóst er að hernaðarmáttur hinna ýmsu ríkja er slíkur að enginn græðir á styrjöld en allir tapa. Rétt er að kanna hvort ekki sé grundvöllur fyrir nýjum SALT samningum milli Rússa og Nató. Rússum er mikið í mun að komast hjá rándýrum hernaðarumsvifum enda á mörkunum að Rússar brauðfæði sjálfa sig.

Mosi 


mbl.is Kjarnorkuvopn við Eystrasalt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ummæli Merkel kanslara Þýskalands

Spurning hvernig Rússar taka ummælum sem þessum. Kannski eru þau í eðli sínu líkt og að nefna snöru í hengds manns húsi. Að öllum líkindum líta Rússar á þessi ummæli sem mjög grófa ögrun og afskipti af innanríkismálum sínum.

Þá er spurning hvort Nató geti ekki verið sett í erfiða stöðu að þurfa að taka þátt í innanríkisófrið. Það er að vísu fordæmi fyrir slíku þegar um var að ræða að koma á skikog lögum í fyrrum Júgóslafíu. Þá voru ríki gott svo vel að leysast upp. Rússland er aftur á móti enn mjög öflugt og því þarf að fara mjög gætilega. Aðgát skal höfð í nælrveru sálar.

Spurning er hvort alþjóðaráðstefnur gætu leyst mál sem þessi. Fyrir botni Miðjarðarhafsins eru endalaus vandræði sem því miður hafa kostað gríðarlegar mannfórnir án þess að nokkuð hafi miðað við að leysa þau vandræði til hlýtar. Því miður hafa deiluaðilar verið allt of iðnir við hefndina og grípa hvertminnsta tilefni að magna deilurnar enn meir.

Mosi 


mbl.is „Georgía getur gengið í NATO"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

REI málið

Nauðsyn ber að koma REI málinu áfram áleiðis. Þekking okkar á jarðhita og nýtingu hans er mjög mikil og sem stendur höfum við dálítið forskot á aðrar þjóðir í þessum efnum.

Hér er um gríðarleg verðmæti á sviði þekkingar og reynslu sem alls ekki má glutra niður. En við eigum að leggja kapp á verkefni fyrst og fremst erlendis og doka með að byggja fleiri gufuaflsstöðvar á Íslandi, sérstaklega á þeim stöðum þar sem þegar hafa verið reist slík mannvirki. Þó orkan í iðrum jarðar sé mjög mikil þá ber okkur að fara varlega sérstaklega þegar mjög reyndir jarðfræðingar á borð við Stefán Arnórsson vara eindregið við að ganga of nærri þessari mikilvægu auðlind. Komandi kynslóðum væri ekki greiði gerður sé gengið of nærri aulindinni. Stefán bendir t.d. á að mjög nærri var gengið á jarðhitann að Reykjum í Mosfellsbæ og þar þurfti að sækja heita vatnið stöðugt neðar úr borholunum.

Við Íslendingar ættum að hafa í huga hversu nærri var gengið á síldarstofana fyrir rúmum 40 árum sem olli okkur gríðarlegum áföllum í efnahagslífinu. Það má aldrei gerast aftur. Jarðhitinn á Hellisheiði er ekki endalaus jafnvel þó þar sé hann töluverður. Þar ber að fara með gát eins og með aðrar auðlindir. Því er skynsamlegt að doka með Bitruvirkjun enda hefur sú væntanleg framkvæmd verið gagnrýnd mjög mikið af íbúum Hveragerðis sem og náttúruverndarmönnum.

Mosi 


mbl.is Orkuveitan áfram í útrás
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tvísýnt í handboltanum

Athygli vekur hversu liðin eru furðujöfn í riðlinum. Leikir vinnast aðeins með örfárra marka mun og er heppni hverjir ná undirtökunum.

Okkar menn þurfa að halda vel á spöðunum og taka á öllu sínu til að sigra Egyfta. Lið þeirra er greinilega sterkt þó þeir sé með lökustu stöðuna í riðlinum.

Þetta verður ábyggilega mjög spennandi leikur.

Mosi (sem í raun er gamall antisportisti)


mbl.is Suður-Kórea sigraði Egyptaland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 243413

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband