Færsluflokkur: Bloggar
9.10.2008 | 14:30
Einu sinni var...
Einu sinni voru bjartsýnir stjórnmálamenn. Þeir töldu þjóðina á að einkavæðing bankanna væri það sem mikilvægast væri og koma skyldi. Allt yrði að grænum og gullnum skógum. Bindiskylda var takmörkuð nánast afnumin og með sömu bjartsýni var rokið upp milli handa og fóta og farið út í umdeildustu og stærstu verklegu framkvæmd á Íslandi: Kárahnjúkavirkjun. Bjartsýnin var gríðarmikil og stjórnarherrunum yfirsást varnaðarorð annarra sem ekki voru sammála þeim. Skattamál gagnvart erlendum verkamönnum og starfsmannaleigum varð að hneyksli.
Svo hófst ísenska krónan upp í hæstu hæðir. Seðlabankinn reyndi að verjast og beitti sér fyrir gamaldags hagstjórnartækjum og hækkaði stýrivexti. Braskarar um allan heim með ýmsa banka fóru út í að kaupa þessar íslensku gervikrónur sem voru á gervigengi um nokkra hríð. Stjórnendur Sjálfstæðisflokksins litu á sig sem guði jafnvel þeim æðri og settu sér óvenjuleg góð lífeyrirkjör.
Fleira var einkennilegt á þessum árum: þar sem nánast engin bindiskylda banka var fyrir hendi og þar með þeir skyldugir að mynda varasjóði, þá fór sem fór. Svo skirrðist Seðlabankinn að lækka okurvextina með skelfilegum afleiðingum fyrir einstaklinga sem fyrirtæki landsins.
Einu sinni átti Mosi sparifé sem nam rúmlega einum slyddujeppa. Nú er allt hrunið sem hrunið getur. Hlutabréf og önnur veðbréf ásamt innistæðum nánast verðlaus. Og við megum auk þess áætla að væntanlegar lífeyrirsgreiðslur okkar í framtíðinni verði stífðar við trog vegna þessara sömu afdrifaríku afglapa. Nú er allt farið fjandans til, aðallega vegna léttúðar Sjálfstæðisflokksins undanfarin ár í fjármálum íslensku þjóðarinnar. Ekkert mátti aðhafast, markaðurinn skyldi ráða hversu vitlausar þær ákvarðanir byggðust á.
Oft hafa ráðherrar og aðrir ráðamenn víð'ast hvar í heiminum sagt af sér vegna afglapa í starfi. Það virðist ekki vera til í huga ráðamanna Sjálfstæðisflokksins. Þeir hafa ákveðið að sitja sem fastast og er það miður til þess að vita enda þarfnast þjóðin umfram allt nú á þessari stundu skynsamari og ráðabetri stjórnendur landsins en ekki þessa rómantískra sjálfsþóttafullu ofurhuga sem telja að markaðurinn sé svo fullkominn að ekkert sé honum betra.
Mosi
Samtal við Árna réð úrslitum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.10.2008 | 13:43
Aðstoð úr óvæntri átt
Nú er Mosi nýkominn til baka austan úr Síberíu þar sem stjórnvöld hafa verið mjög á eftir með flesta hluti. Íbúarnir hafa tæplega séð nokkrar framfarir á liðnum áratugum og ætla mætti að 20. öldin hafi liðið framhjá án þess að eftir hefði verið tekið.
Það er því mjög óvænt að Rússar bjóðist til að veita Íslendingum hjálparhönd nú eftir öll þessi ósköp að undanförnu. Við eigum því að fagna þessu og þiggja. Við þurfum aftur að huga að því hvernig við getum veitt Rússum annars konar aðstoð t.d. með miðlun tækniþekkingar og reynslu á sviði jarðhita. Á Kamtsjatka þar sem Mosi var á ferð í síðasta mánuði er t.d. eitt gamalt gufuaflsorkuver sem til stendur að nýta jarðhitann betur. Eins og er verða þar aðeins framleidd 50 MW sem ekki þykir mikið á íslenskan mælikvarða. Þar á að vera unnt að vinna mun meiri orku úr iðrum jarðar. Með þeirri tækni sem okkar jarðhitasérfræðingar hafa tök á, ætti þetta að vera auðvelt verkefni og koma báðum þjóðunum að miklu gagni. Rússar eru duglegt fólk en því miður hefur saga 20. aldar farið illa með það. Þeir eru þolinmóðir og þrautsæknir enda sjálfsagt margt sem tengir okkur saman þegar betur er að gáð.
Mosi
Seðlabankinn fær lán frá Rússlandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.10.2008 | 16:00
Tilkynning um úræðaleysi Sjálfstæðisflokksins?
Síðastliðið ár hefur verið sannkallað martraðarár fyrir þá sem sýnt hafa af sér ráðdeildarsemi og sparsemi á Íslandi. Við höfum horft upp á að sparifé okkar hefur rýrnað um nálægt 50% hvort sem það er sparnaður sem viðhöfum náðaðöngla saman til efri áranna gegnum hlutabréf eða á innistæðureikningum íslenskra lánastofnana. Við sitjum uppi með meira en 50% rýrnun á hlutabréfum, jafnvel meir og íslenska krónan er sáralítils virði.
Fyrir nokkrum misserum afnam eða lækkaði stórlega Seðlabankinn svonefnda bindiskyldu íslenskra viðskiptabanka með skelfilegum áhrifum. Fyrir 5 árum var ákveðið að fara í framkvæmdir við Kárahnjúkavirkjun sem á engan veginn samsvarar hvað smáþjóð eins og Íslendingar geta leyft sér. Við bíðum eftir lokareikningnum frá Impregíló sem ábyggilega á eftir að koma sér ill á ögurstund en kemur þeim sem sýnt hefur raunsæi á þetta mál ekki á óvart. Við þessu öllu var varað sterklega í ræðu og riti á sínum tíma.
Við höfum á undanförnum árum horft upp á sannkallaða gerviveröld á sviði hágengi íslensku krónunnar sem vissulega átti þátt í að draga úr þróttinum úr útflutningsgreinum og ferðaþjónustu á Íslandi. Við tók gegndarlaus og stjórnlaus innflutningur, spákaupmennska og það sem verra er gegndarlaust brask á fjármunum og ótrúlegasta kaupæði sem gengið hefur yfir þjóðina frá upphafi vega.
Nú er greinilega komið að vatnaskilum. Krónan hefur fallið niður úr öllu valdi gagnvart erlendu gjaldmiðlum á nokkrum mánuðum. Hlutabréf hafa fallið mjög mikið, jafnvel í þeim fyrirtækum sem búast mátti við að myndu spjara sig vel á umbrotatímum. Og íslenskur viðskiptabanki sem annars er talinn vera sæmilega vel staddur er jafnvel þjóðnýttur.
Hvað Geir Haarde forsætisráðherra sem lítið hefur aðhafst að undanförnu hefur að boða þjóðinni er kannski í augnablikinu spennandi. En hann hefur fram að þessu tekið þá ákvörðun að gera nánast ekkert, ekki nokkurn skapaðan hlut annað en að lýsa yfir þjóðnýtingu Glitnis og einnig að heimurinn standi frammi fyrir mestu efnahagsþrengingum síðan 1914 eða í 94 ár, hvernig sem beri að skilja það..
Það kæmi því ekki Mosa á óvart að Geir Haarde segi af sér kl. 16.00 fyrir sig og ráðuneyti sitt. Hann og flokkur hans er gjörsamlega að missa tiltrú þjóðarinnar. Sjálfstæðisflokkurinn sem þó hefur stýrt landinu í 17 ár, getur hins vegar ekki stýrt landina á tímum þegar miklir erfiðleikar steðja að þjóðinni.
Við skulum hafa í huga gamalt orðtæki: Allt er betra en íhaldið!
Mosi
Forsætisráðherra flytur ávarp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.10.2008 | 09:16
Alvarleg afglöp
Hvernig má það vera að svona alvarleg afglöp geti orðið? Nú er reynsla fyrir því að ef einhver minnstu möguleikar sé á mistökum, þá eru þessi mistök gerð, því mður.
Eitt af frægustu skáldum þýskrar tungu, Johann Christoph Friederich von Schiller var uppi á árunum 1759-1805. Hann er af mörgum talinn vera sjálfum Johann von Goethe jafnvel fremri en sá síðarnefndi lifði mun lengur, var áratug eldri og lifði hátt í þrjátíu ár eftir að Schiller var allur.
En rukkunarfyrirtækið hefur áttað sig á þessum mistökum og það var auðvitað aðalatriðið.
Mosi
Schiller rukkaður um afnotagjöld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.10.2008 | 12:46
Forgangverkefni næstu ríkisstjórnar
Sennilega verður eitt fyrsta forgangsverkefni við myndun nýrrar ríkisstjórnar eftir næstu þingkosningar að hrekja Davíð úr Seðlabankanum og gera hann með öllu skaðlausan í íslensku samfélagi. Hann hefur sennilega með athöfnum sínum en einnig oft með athafnaleysi sínu valdið meira tjóni í samfélaginu en versti brennuvargur þjóðarinnar fram að þessu.
Við þurfum á öflugri ríkisstjórn sem byggir á félagshyggju fremur en þeirri hernaðarhyggju og álhyggju en þær sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur átt þátt í á undanförnum árum.
Við Íslendingar eiga heimtingu á betri stjórnendum en nú eru við stjórnvölinn!
Mosi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.10.2008 | 08:53
Þjóðstjórn og „þjóðarsátt“ hverra?
Þegar forystusauðir Sjálfstæðisflokksins tala um þjóðstjórn og þjóðarsátt þá er eins og renni kalt vatn milli skinns og hörunds á venjulegum Íslendingum. Launþegar, eldri borgarar og barnafjölskyldur gengu undir það ok á sínum tíma fyrir um aldarfjórðungi, að vísitalan var tekin úr sambandi hvað laun og greiðslur úr opinberum sjóðum varðar. Hins vegar voru vísitölur að fullu reiknaðar á öll lán fjölskyldunnar og varð þetta til að úr varð umtalsverð skerðing á ráðstöfunartekjum venjulegs fólks. En óvenjulegir Íslendingar sem hrósað hafa happi yfir himinháum tekjum sínum og að hafa notið sérstakra skattfríðinda á meðan Sjálfstæðisflokkurinn hefur stýrt Íslandi, hrópa nú hver um annan þveran um að koma á einhverri þjóðarsátt án þess að það sé útskýrt nánar í hverju hún eigi að vera fólgin.
Þegar ASÍ, BSRB og BHM gerðu samning við atvinnurekendur og ríkið ásamt samtök bænda fyrir nær 20 árum síðan, var sú þjóðarsátt fyrst og fremst á kostnað launþeganna í landinu. Atvinnurekendur og ríkið lögðu sáralítið til lausnar þess mikilvæga máls. Þessi þjóðarsátt átti verulegan þátt í að styrkja hag Íslendinga þó svo að Sjálfstæðisflokkurinn teldi sig alltaf hafa komið stöðugleikanum á og skreytt sig í ræðu og riti á þann hátt með þessum stolnu fjöðrum. Oft hefur verið vitnað til þessarar þjóðarsáttar og nú vill Sjálfstæðisflokkurinn fá endurnýjaða þjóðarsátt til að koma sér út úr því klúðri efnahagsstjórnunar landsins sem hann ber fyrst og fremst einn ábyrgð á. Forystumenn Sjálfstæðisflokksins eru fyrst og fremst rómantískir draumahyggjumenn sem sjá vilja allt blómstra undir glórulausri braskhyggju grundvallaðri á álbræðslum og áframhaldandi hernaðarhyggju án nokkurrar aðgæslu við náttúru landsins.
Því er eðlilegt að við launafólk höfum fyllstu ástæðu til gagnrýninnar tortryggni gagnvart forystusauðum Sjálfstæðisflokksins þegar nú á að koma klúðri þessa sama flokks á efnahagsmálum þjóðarinnar yfir á vinnandi fólk í landinu. Við verðum að gera okkur grein fyrir því, að Sjálfstæðisflokkurinn þarf að komast í frí úr landsstjórninni í Stjórnarráðinu enda hefur reynsla síðustu missera verið sú, að mikilsverð mál hafa verið látin liggja í láginni, nánast ekkert hefur verið aðhafst við að forða þjóðinni frá þeim holskeflum fjármálavandræða sem vaðið hafa upp á Vesturlöndum. Vandinn hefur fyrst og fremst magnast og þar er aðgerðaleysið og nú síðast vægast sagt mjög umdeildar aðgerðir Sjálfstæðisflokksins ekki eflt traust Mosa á honum.
Hins vegar eiga allir sem aðhyllast félagshyggju í landinu að snúa bökum saman og mynda sem fyrst sína eigin þjóðstjórn þar sem græðgi gróðahyggju og hernaðarhyggju kapítalismans verði ýtt til hliðar enda til lítils framdráttar smárri þjóð.
Mosi
Seðlabankastjóri viðrar hugmynd um þjóðstjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.10.2008 | 18:45
Leikur Davíðs Oddsonar að eldinum
Ef brotist er inn í húsið okkar er sjálfsagt að hringja í lögregluna og kæra innbrotið og vænta þess að lögreglan hafi uppi á innbrotsþjófnum og skili þýfinu til eiganda. Nú hefur einn fyrrum stjórnmálamaður átt meginþátt í að gera einkabanka upptækan í skjóli nætur, nefnt hefur verið bankarán í því sambandi. Hátt í 12 þúsund borgarar sitja uppi með skarðan hlut sem hluthafar. Nú gengur það fjöllunum hærra að fyrrum forsætisráðherra beri sérstakan kala til eins af stærstu hluthöfum Glitnis banka og þessi sérstaka aðferð sé til þess fallin að grafa fjárhagslega undan þessum einstakling. Á sama tíma hefur ríkissjóður að því er virðist hafa auðgast um meira en 100 milljarða íslenskra króna.
Nú kemur sjálfsagt engum til hugar að hringja í lögregluna og kæra þessa tegund innbrots. Vitað er hver höfuðpaurinn er en enginn þorir enda hefur þessi kumpáni ótrúlega mikil völd í samfélaginu. Aðferðir hans minna stundum á brúnstakka Mússólínis þar sem ekki var spurt um löglegar heimildir ef þrífa þurfti í samfélaginu í þágu einræðiherrans. Því miður er klappliðið enn allfjölmennt og hrósa Davíð fyrir hversu þorinn og klár hann sé að berja á andstæðingum sínum.
Aðferð Davíðs Oddssonar að koma höggi á Jón Ásgeir og Jóhannes föður hans verður að teljast eins og hvert annað klámhögg sem minnir á aðferðir afdankaðra kommúnistaleiðtoga fyrr á tímum að kúga lýðinn áður fyrr. Það fer þvert á eðlileg viðbrögð opinbers aðila í kapítalísku samfélagi þar sem réttur frjálsra viðskipta á að vera virtur í hvívetna. Hlutverk opinberra sjóða er ekki að þjóðnýta. Hlutverkið á að vera fyrst og fremst að halda uppi að sanngjörnum leikreglum sé fylgt og þær eiga að vera skýrar og öllum ljósar: Ef banki sem er annars mjög vel rekinn, kemst í tímabundna erfiðleika, þarf það opinbera að hlaupa eðlilega undir bagga meðan vandræðaástandið stendur yfir. Tímabundnar lánveitingar hefðu verið mun eðlilegri og þeim hefði auðvitað verið unnt að binda sanngjörnum skilyrðum. Það hefði haft þau áhrif að kæla og róa markaðinn niður sem ekki hefði verið vanþörf á. Aðferð Davíðs Oddssonar er eins arfavitlaus og verður honum tæplega talið til mikils framdráttar þegar fram líða stundir. Í stað þess að slökkva eldinn eys hann olíu miskunnarlaust á bálið og skilur allt þjóðfélagið eftir í fullkominni örvæntingu. Markaðurinn er í algjöru uppnámi, jafnvel upplausnarástandi enda hefur gengi krónuræksninsins okkar aldrei verið lægra og hrapið aldrei veriið meira en undanfarna daga. Íslensk fyrirtæki standa undir enn meiri erfiðleikum en verið hefur fram að þessu, sum fyrirtæki ramba jafnvel á barmi fjárþrots m.a vegna okurlánastefnu Seðlabankans sem Davíð rekur eins og rússneskt hænsnabú. Íslensk alþýða kiknar undan álaginu af þverrandi kaupmætti með vaxandi dýrtíð og óvissu um framtíðina. Sjálfstæðisflokkurinn er í þann veg að skilja þjóðina í algjörri óvissu og hefur með þessu síðasta axarskafti Davíðs Oddssonar gengið lengra en nokkurn stjórnmálamann hefur látið sér nokkru sinni dottið í hug. Kannski hann sé eins og hver annar gamaldags stjórnmálamaður sem lítur yfir leiksvið sögunnar eins og hann ráði öllu bak við luktu múrana í Kreml.
Góður stjórnmálamaður hugar að hag allrar þjóðarinnar hvort sem það eru athafnarmenn af öllu tagi eða ósköp venjulegt fólk eins og Mosi telur sig teljast með.
Mosi
Jón Ásgeir: Sagði að þetta yrði feigðarför | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
29.9.2008 | 10:57
Lýðræðislegar kosningar eða aðeins leiksýning stjórnvalda?
Þegar stjórnvöld gefa sér niðurstöðu fyrirfram þá eru vissulega maðkar í mysunni. Ef allt væri með felldu, þá væru eftirlitsmenn frá lýðræðislöndum Vestur- og Mið-Evrópu að fylgjast gjörla með að kosningar hafi farið fram í samræmi við lýðræðishefð. En af fréttinni er ekki að sjá að nokkur hafi verið þar viðstaddur.
Ef rétt reynist þá eru kosningar sem þessar einskis virði fyrir lýðræðið. Stjórnvöld halda þá einræðinu til streytu eins og tíðkaðist áður fyrr undir kommúnismanum. Spurning er hvað fólkinu í Hvíta Rússlandi finnst um uppákomu sem þessa? Hefur það nægilega innsýn inn í hvernig lýðræðið virkar í samfélaginu og hvernig unnt sé að tryggja að mismunandi sjónarmið eigi sína fulltrúa í stjórnkerfinu? Kannski að fólkið sé svo samdauna gamla fyrirkomulaginu og gerir þá engar kröfur til stjórnvalda.
Spurning er hvort eitthvað hliðstætt sé að gerast hjá okkur þó í öðrum stíl sé. Við sitjum uppi með stjórnvöld sem hafa sérstakt dálæti á stóriðju og þá erum við ekki spurð álits. Og ef e-ð heyrist frá okkur sem hentar stóriðjustefnunni þá er einfaldlega ekki hlustað á okkur hvað okkur finnst. Við eigum að fórna náttúru okkar svo framleiða megi meira ál sem að miklu leyti fer í hernaðarframleiðslu einkum í Bandaríkjunum.
Þá er einkennileg uppákoma í gangi varðandi lögreglustjóraembættið á Keflavíkurflugvelli. Hvernig stendur á því að félag lögreglustjóra á Íslandi samþykkir ályktun sem gengur þvert á sjónarmið eins félagsmannsins? Félag þarf að taka tillit til mismunandi sjónarmiða en ekki vera undirlægja stjórnvalda eins og tíðkast undir stjórn þar sem þessi skelfilegi kommúnismi ræður lönd og lýð. Kannski að félag þetta sé ekki frjálst heldur sé í raun undirtylla stjórnvalds.
Mosi
Enginn stjórnarandstæðingur á þing | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.9.2008 | 07:00
Heim frá miklu ferðalagi
Þá er Mosi loksins kominn heim til sín með milliendingu í Skorradal til að hvíla lúin bein. Þetta var virkilega krefjandi og erfitt ferðalag vegna tímamunarins mikla. Einn sólarhringurinn var í raun aðeins 15 tímar (24-9) og annar 33 (24+9). Þá voru ferðalögin á Kamtsjatka en ferðast var í gömlum rútubílum vel á annað þúsund kílómetra mest á mjög slæmum vegum, virkilega eitthvað sem minnti á Ísland, íslensku hálendisvegina yfir Kjöl, Sprengisand og Fjallabak.
Lengst var farið að fjallaþorpi í 530 km frá höfuðstaðnum Petrapovlosk. Þar búa hátt í 2.000 manns og margir afkomendur frumbyggja. Þar er safn þar sem sjá má daglegt líf frumbyggja í austur Síberíu. Á sumrin flakkaði fólkið með hjörðinni og dvaldi í tjöldum. En á veturna var föst búseta. Húsin minna nokkuð á igolo samanna á Grænlandi en allt byggt úr timbri sem nóg er af. Langur gangur þar sem fólk fór inn og út meðan snjólétt var og annar út um þakstrýtuna. Þangað er um 5-6 metra langur stigi sem er reyndar stór og mikill trjábolur sem rimar og þrep hafa verið höggvin í. Dyraumbúnaður er allur mjög hugvitsamlega gerður til að halda húsinu sem best þéttu.
Þetta þorp, Ecco, er nokkurn veginn í miðju eins af hinum miklu þjóðgörðum sem prýða Kamtsjatka. Þessi þjóðgarður er yfir eina milljón hektara og er n.k. á stærð við nýstofnaðan Vatnajökulsþjóðgarð. Í þjóðgarði þessum eru virk eldfjöll og gjósandi hverir. Þar verður aðeins farið um fótgangandi eða í þyrlum.
Þessi stutta lýsing verður að duga í bili. Nú bíður mín umtalsverð vinna að hlaða inn um þúsund myndum og myndskeiðum frá þessari ferð ásamt því að færa frásögn ferðarinnar í dagbókarformi á tölvutækt form.
Bestu kveðjur
Mosi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.9.2008 | 15:52
Bestu kvedjur fra Moskvu
Nu er Mosi staddur i Moskvu eftir anaegjulega og frodlega ferd austur a heimsenda. Kamtsjatka er vissulega heimsendi i ordsins fyllstu merkingu. Mikid er nattura thessa hluta Russlands fogur og athyglisvert ad kynnast thessu heimshorni. Mosi tok margar myndir og a naestunni ma reikna med ad lesendur minir og pennavinir megi sja dalitid synishorn.
Timamunur a Kamtsjatka og Mosku eru 9 timar. Tha er 4 tima munur a Mosku og Islandi thannig ad um er ad raeda 13 timabelti milli Kamtsjatka og Islands!
Kvedja
Mosi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 243413
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar