Þjóðstjórn og „þjóðarsátt“ hverra?

Þegar forystusauðir Sjálfstæðisflokksins tala um þjóðstjórn og þjóðarsátt þá er eins og renni kalt vatn milli skinns og hörunds á venjulegum Íslendingum. Launþegar, eldri borgarar og barnafjölskyldur gengu undir það ok á sínum tíma fyrir um aldarfjórðungi, að vísitalan var tekin úr sambandi hvað laun og greiðslur úr opinberum sjóðum varðar. Hins vegar voru vísitölur að fullu reiknaðar á öll lán fjölskyldunnar og varð þetta til að úr varð umtalsverð skerðing á ráðstöfunartekjum venjulegs fólks. En „óvenjulegir“ Íslendingar sem hrósað hafa happi yfir himinháum tekjum sínum og að hafa notið sérstakra skattfríðinda á meðan Sjálfstæðisflokkurinn hefur stýrt Íslandi, hrópa nú hver um annan þveran um að koma á einhverri „þjóðarsátt“ án þess að það sé útskýrt nánar í hverju hún eigi að vera fólgin.

Þegar ASÍ, BSRB og BHM gerðu samning við atvinnurekendur og ríkið ásamt samtök bænda fyrir nær 20 árum síðan, var sú „þjóðarsátt“ fyrst og fremst á kostnað launþeganna í landinu. Atvinnurekendur og ríkið lögðu sáralítið til lausnar þess mikilvæga máls. Þessi „þjóðarsátt“ átti verulegan þátt í að styrkja hag Íslendinga þó svo að Sjálfstæðisflokkurinn teldi sig alltaf hafa komið stöðugleikanum á og skreytt sig í ræðu og riti á þann hátt með þessum stolnu fjöðrum. Oft hefur verið vitnað til þessarar „þjóðarsáttar“ og nú vill Sjálfstæðisflokkurinn fá endurnýjaða „þjóðarsátt“ til að koma sér út úr því klúðri efnahagsstjórnunar landsins sem hann ber fyrst og fremst einn ábyrgð á. Forystumenn Sjálfstæðisflokksins eru fyrst og fremst rómantískir draumahyggjumenn sem sjá vilja allt blómstra undir glórulausri braskhyggju grundvallaðri á álbræðslum og áframhaldandi hernaðarhyggju án nokkurrar aðgæslu við náttúru landsins.

Því er eðlilegt að við launafólk höfum fyllstu ástæðu til gagnrýninnar tortryggni gagnvart forystusauðum Sjálfstæðisflokksins þegar nú á að koma klúðri þessa sama flokks á efnahagsmálum þjóðarinnar yfir á vinnandi fólk í landinu. Við verðum að gera okkur grein fyrir því, að Sjálfstæðisflokkurinn þarf að komast í frí úr landsstjórninni í Stjórnarráðinu enda hefur reynsla síðustu missera verið sú, að mikilsverð mál hafa verið látin liggja í láginni, nánast ekkert hefur verið aðhafst við að forða þjóðinni frá þeim holskeflum fjármálavandræða sem vaðið hafa upp á Vesturlöndum. Vandinn hefur fyrst og fremst magnast og þar er aðgerðaleysið og nú síðast vægast sagt mjög umdeildar aðgerðir Sjálfstæðisflokksins ekki eflt traust Mosa á honum.

Hins vegar eiga allir sem aðhyllast félagshyggju í landinu að snúa bökum saman og mynda sem fyrst sína eigin „þjóðstjórn“ þar sem græðgi gróðahyggju og hernaðarhyggju kapítalismans verði ýtt til hliðar enda til lítils framdráttar smárri þjóð.

Mosi


mbl.is Seðlabankastjóri viðrar hugmynd um þjóðstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 242980

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 44
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband