Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2013
4.4.2013 | 07:23
Verktakalýðræðið á Íslandi
Því miður fara sumir Íslendingar fram úr sjálfum sér þegar kemur að verklegum framkvæmdum. Verktakar eru oft nátengdir stjórnmálamönnum og gea þá sér oft háða. Stundum eru meira að segja stjórnmálamenn verktakar.
Þessi fyrirhugaða hraðbraut yfir vettvang málverka Kjarvals er dæmi um hvað menn eru tilbúnir að fórna til að þóknast þörfum verktaka fyrir auknum umsvifum.
Víða um land má sjá fremur groddalega afleiðingu umdeildra framkvæmda sem betur hefðu verið ekki framkvæmd.
Enn er möguleiki á að bjarga hinum lifandi listaverkum náttúrunnar sem Kjarval kynnti okkur.
Semja á við ÍAV um Álftanesveginn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.4.2013 | 07:03
Stóriðju inn á hvert heimili
Ætla mætti að boðskapurinn sem lesa má af Mogga sé þessi: stóriðju inn á hvert heimili.
Auðvitað er mikil freisting sem fylgir stóriðjunni, aukin atvinna sem gefa af sér útsvarstekjur og aðrar tekjur fyrir sveitarfélögin á borð við fasteignagjöld. En auðvitað eru neikvæð áhrif: einhæft atvinnulíf og sjálfsagt er vinna í stóriðjunni ekki sú hollasta sem hægt er að hugsa sér.
Eg hefi einu sinni vegna vinnu minnar að fara í álbræðslu, fremur nauðugur en viljugur. Á dagskrá ferðahóps sem eg var leiðsögumaður fyrir, var heimsókn í fremur kaldan og vægast sagt afarrafmagnað umhverfi. Áður en hópurinn fór þangað inn var öllum fyrirlagt að skilja eftir geiðslukort og önnur skilríki og muni sem viðkvæm væru fyrir sterku segulsviði. Var okkur tjáð að það eyðilegði segulröndina og búnað.
Mér hefur oft verið hugsað til þessa. Hvernig líður því fólki andlega sem vinnur stöðugt undir þessu álagi í sterku segulsviði? Það hlýtur að hafa neikvæð áhrif á líkama okkar rétt eins og debet og kreditkortin.
Ætli fylgi einhverjir atvinnusjúkdómar starfi sem þessu? Er fylgst með heilsufari þessara starfsmanna? Hvernig er með veikindi? Eru þau tíðari en gengur og gerist og hverjir eru helstu einkennin? Og hvernig endast menn í þessu starfi?
Spurningar sem þessar hafa ekki verið lagðar fram. Ríkir þöggun um málið?
Sjálfsagt eru kostir álbræðslna og annarra stóriðjufyrirtækja gylltar. En hverjir eru ókostirnir? Um þá má helst ekki minnast fremur en snöru í hengds manns húsi.
Góðar stundir, en helst með sem minnstrar stóriðju takk fyrir! Það er svo margt annað sem við getum haft gagn og starf af.
Góður gangur í Hvalfirði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.4.2013 | 00:09
Amerískur hraði
Þetta er einkennileg handvömm af hendi lögreglunnar að hafa ekki kannað fyrst hvort einhver væri lífs eða liðinn í bílnum. Þá eiga þeir að sjá til að verðmæti, lausafjármunir, verði komið á tryggan stað.
Amerískur hraði getur verið ágætur þar sem það á við. En svona vinnubrögð getur enginn heilvita maður varið.
Látin í bíl sínum í marga daga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.4.2013 | 00:05
Gamaldags refsing
Einkennilegt réttlæti
Hvað ef böðlinum verði á mistök með að verða of harðhentur og valdi manninum meiri lömun en dómarinn ætlast til? Verður fanginn þá sá næsti sem verður látinn sæta enn grimmilegri refsingu?
Í Saudi Arabíu er Kóraninn eins og hver önnur réttarheimild (lögbók) samfélagsins sem ekki má breyta hið minnsta. Þar er byggt á gamaldags viðhorfum Gamla testamentisins um auga fyrir auga, tönn fyrir tönn.
En Kristur setti fram ný og gjörólík viðhorf byggð á fyrirgefningu og iðrun. Þó liðin séu nær 2000 ár þá virðast þau viðhorf lítt hafa breyðst út.
Ætli ekki hefði verið skynsamlegra að dæma manninn til refsivistar og samfélagsþjónustu? Þá hefði mátt dæma hann til að greiða háar skaðabætur til tjónþolans.
Skal þola lömun fyrir að lama | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.4.2013 | 23:48
Framsóknarflokk til hvers?
Framsóknarflokkurinn hefur lengi verið landsfrægur fyrir margvíslega spillingu. Þannig er hann tengdur hermangi og gróða af ýmsu tengdu bandaríska hernum á Miðnesheiði. Faðir núverandi formanns flokksins kom á fót fyrirtæki kringum síðustu leifarnar af gróðavænlegustu leið til að auðgast sem mest og fljótt. Er tilviljun að hann sé auðugasti þingmaðurinn sem alls staðar laumar sér í fjölmiðla til að auglýsa hugsjónir sínar sem byggjast á blekkingum og falsvonum?
Einn af atkvæðasmölum Halldórs Ásgrímssonar undir lok síðustu aldar fékk jörðina Hól í Fljótsdal allt að því gefins. Það vakti athygli eystra að Landsvirkjun ákvað að akkúrat í landi þessa sama hóls skyldi virkjunin byggð.
Er þetta ekki flott endurgjald fyrir óeigingjarna vinnu í þágu Flokksins og hugsjóna hans?
Mætti biðja guðina um að forða oss frá freistingum Framsóknarflokksins!
Pabbi er framsóknarmaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.4.2013 | 23:35
Framtíð Reykjaness
Sumir stjórnmálamenn sjá Reykjanesið sem eina allsherjar orkuveitu þar sem ekki verður þverfótað fyrir rafmagnslínum, orkuveitum og álbræðslum sem spúa brennisteini og áþekkri ólyfjan yfir landslýð.
En aðrir vilja sjá framtíð Reykjaness allt öðru vísi. Ferðmannastraumurinn vex stöðugt og langsamlega flestir ferðamanna koma til landsins í flugvélum sem lenda á Keflavíkurflugvelli.
Því miður liggur stóriðjumönnum mikið á. Þeir virðast ofurseldir draumnum um skjótan gróða. Skyldi það vera tilviljun að gríðarleg umfjöllun varð um Icesave málið sem nú er dautt og alltaf var vitað að væri smámál miðað við annað mál sem fékk sáralitla umfjöllun?
Og hvað mál er það sem skiptir okkur meira máli nú?
Magma málið byggðist á skjótum gróða stórathafnamanna. Geysir Green Energy var stofnað af Hannesi Smárasyni og öðrum glæframönnum sem náðu eignarhaldi á Orkuveitu Suðurnesja og Jarðborunum. Stjórnmálamenn á Reykjanesi gerðu ekkert til að koma í veg fyrir að erlendur braskari næði undirtökunum og hefur nú þá réttarstöðu að virkja nánast eins og honum sýnist.
Magma málið er eitt af þeim málum sem alltaf átti að taka alvarlega. Því miður tókst stjórnarandstöðunni að draga athyglina frá því með endalausu þrasi um Icesave og stjórnarskrárfrumvarpið.
Vonandi vaknar þjóðin og rísi gegn þessari stefnu þar sem byggt er á skammsýnni rányrkju og óþarfa áhættu m.a. af loftmengun. En þar sem auðsvonin er, þar sjá menn ekki skynsamlegar lausnir til að koma hjólum atvinnulífsins af stað eins og er að verða einhver vinsælasta lumman í hjali þessara stjórnmálamanna sem vilja virkja sem mest.
Þessar fallegu myndir Ellerts ljósmyndara og hugleiðingar ættu að vekja sem flesta til umhugsunar hver framtíð Reykjaness ætti að vera.
Reykjanesið gleymd perla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.4.2013 | 08:14
Fiktið með eldinn
Ótrúlegt er að alltaf skal það koma upp að verið sé að fikta með eld á víðavangi. Það er eins og fiktaranir geri sér ekki grein fyrir hversu sinan er eldfim og oft torvelt að ráða niðurlögum eldsins.
Bændur kveiktu lengi vel sinuelda, oft meira af trúaráhuga á að eldurinn hafi meira gagn en ógagn. Rétt er að sviðin sótsvört yfirborð vakni fyrr til lífsins eftir langan vetur, sólin hitar fyrr upp yfirborðið og veki gróðurinn fyrr af stað. En oft yfirsést þessum sömu bændum að meiri einhæfni verður í tegundum, mest verður viðgangur snarrótarinnar sem þykir einna lélegasta fóðurgrasið. Mosi og allur trjákenndur gróður sviðnar og eyðilegst jafnvel alveg.
Lengi vel voru lög um sinubrennur. Þeim voru yfirleitt illa framfylgt og mikill ami er alltaf af sinueldum. Nú er meira að segja svo komið að mikil tjónahætta kann að stafa af eins og t.d. í frístundahúsabyggðum eins og Skorradal þar sem varð mikið bál af litlum neista. En fólk verður að læra að það er mikil ábyrgð sem fylgir fikti og léttúð með notkun elds, hversu lítill sem hann kann að vera í upphafi.
Góðar stundir.
Töluvert um sinubruna í þurrkatíð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 243586
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar