Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2013
11.4.2013 | 12:33
Er vörnin vonlaus?
Svo virðist sem það sé mat þeirra Gests Jónssonar og Ragnars Hall að vörnin sé vonlítil jafnvel með öllu vonlausa. Það sé ástæðan fyrir því að þeir segja sig frá þessu máli.
Nú er vonin að öllum líkindum bundin við stjórnarskipti og ef Sigmundur Davíð verði næsti forsætisráðherra vænti sakborningar að þeir fái sem gamlir stuðningsmenn Framsóknarflokksins uppgjöf saka.
Mjög líklegt er að stórfé berist í kosningasjóð Framsóknarflokksins frá föllnum fjárglæframönnum sem hafa aðgang að fé í skúmaskotum.
Lengi vel seldi kaþólska kirkjan syndaaflausn, varð fræg fyrir og auðug að sama skapi. Sigmundur Davíð er líklegur til að leyfa áþekka aflátsölu syndasela sem tengjast Framsóknarflokknum og öðrum sem tengsl hafa við gömlu spillinguna.
Lögmenn fundu glufu til að tefja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.4.2013 | 17:44
Fortíðardraugur gengur laus
Kóreustríðið á sínum tíma lauk með hæalfgerði pattstöðu. Hvorugur aðili gat haft betur og lausnin var sú að binda enda á stríðið sem hafði staðið um nokkur misseri en án þess að vandamálið væri leyst. Síðan hafa allar aðstæður breyst. Suður-Kórea hefur þróast áfram, orðið eitt af mikilvægustu iðnríkjum Austur Asíu meðan N-Kórea er að öllum líkindum eitt fátækasta ríki heims. Yfirvöld í þessu landi virðast vera meðvituð um að allt sé unnt með heraga og uppbyggingu hersins. Nánast allt efnahagslífið gengur út á að efla herinn meðan atvinnuvegir drabbast niður. Kommúnisminn sem þarna virðist vera tekinn mjög alvarlega hefur því miður komið samfélaginu inn í einhvern kima eymdarinnar.
Svo eru þessi mannalæti sem viðgangast. Það er eins og hótanir og hroki eigi að koma í staðinn fyrir skynsemina. Þetta er rétt eins og stjórn fasista á ítalíu á sínum tíma jafnvel nasista á velsældarárum Adolfs í Þýskalandi.
Norður Kórea er eins og fortíðardraugur, eða öllu heldur stjórn þessa lands eymdarinnar.
Nú reynir á þolrif alþjóðasamfélagsins. Þar þarf fyrst og fremst að gera mannalæti þessara herramanna sem skaðlausust og að koma vitinu fyrir þá. Ef þeir haga sér eins og hermdarverkamenn munu að öllum líkindum önnur ríki ekki hika við að grípa til sinna ráða.
Í morgunsárið var viðtal við Eið Guðnason fyrrum sendiherra í RÚV. Þegar hann var í N-Kóreu kom honum margt undarlega fyrir sjónir. Hvet sem flesta að hlusta á það.
En vonandi verður fundin lausn á þessum málum. Einhverjar skærur verða, vonandi akaðast sem fæstir en þessi veruleikafirrtu yfirvöld þurfa að komast í valdafrí.
Góðar stundir.
Hrollvekjandi áróður N-Kóreu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.4.2013 | 17:58
Sérkennileg staða
Þetta mál er að öllum líkindum mjög flókið og umsvifamikið enda er ákæran mjög ákveðin og vel rökstudd. Það kann að vera að litlar varnir séu í málinu enda er líklegt að brotavilji sé einbeittur, e.t.v. mjög einbeittur við verknaðinn sem fólst í því að beita blekkingum þannig að markaðsverð hlutabréfa í Kaupþingi væri hærra en það raunverulega var.
Markaðsmisnotkun + innherjar + stjórnendur = Mjög alvarleg fjármálabrot hafi verið framin.
Nú vil eg forðast að setja mig í dómarasæti, til þess hefi eg engar forsendur en reikna má með að ákæran sé mjög vel ígrunduð og vel rökstudd. Rannsókn Sérstaks saksóknara hefur verið ítarleg og byggist á áframhaldandi starfi rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið.
Þessir verjendur eru taldir vera mjög vandir að virðingu sinni, sérstaklega reyndir og hafa langan og farsælan feril sem lögmenn. Ragnar Hall fékk það erfiða hlutverk sem ungur lögfræðingur að vera skipaður skiptastjóri þrotabús Hafskips á sínum tíma. Það vakti athygli hversu vel hann vann þau störf og eftirtekt vakti hve honum var umhugað að ávaxta fjármuni þrotabúsins vel. Við skipti nægðu eignir fyrir um 65% af kröfum og þykir það með allra bestu niðurstöðu sem fengist hefur úr þrotabúi. Voru umtalsverða eignir seldar langt fyrir neðan markaðsverð, skip, búnaður og fasteignir.
En þetta mál verður að halda áfram enda ákærur alvarlegar. Sjálfsagt verður töf á málsmeðferðinni vegna þessarar uppákomu en þessi mál mega ekki dragast mikið meir en orðið hefur.
Að fylgja eftir máli er eins og hrossarekstur.
Góðar stundir!
Dómarinn sagði nei | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.4.2013 | 11:11
Hvorn eiðinn ber að rjúfa?
Tvenn sjónarmið takast á Íslandi þegar verið er að ræða um uppbyggingu atvinnulífs. Annars vegar er áltrúarhópurinn sem vill álver helst í hvert krummaskuð landsins með tilheyrandi uppbyggingu orkuframleiðslu. Hins vegar þeir sem vilja fá sem flesta ferðamenn til landsins og hafa ferðaþjónustu helst allt árið sem er mjög raunhæfur möguleiki a.m.k. einhverju leyti.
Ljóst er að íhaldsmenn vilja fylgja álbræðslusjónarmiðunum en aðrir efla ferðaþjónustu enda er hvert starf aðeins örlítið brot af kostnaði við hvert starf í álbræðslunum.
Sömuleiðis er deginum ljósara að þessar tvær leiðir geta aldrei farið saman enda eru ferðamenn ekki að koma hingað til lands til að berja rafmagnslínur og álbræðslur augum. Þeir vilja upplifa allt annað. Sumir Íslendingar tala nokkuð bratt um landið okkar og nefna það óspillt. Sennilega er óvíða unnt að sjá eins gjörspillt land í Evrópu en hér, þrátt fyrir fjölda styrjalda sem umturnað hafa flestu. Hér er það sem margir nefna óspillta náttúru umhverfi og vistkerfi sem einkennast af uppblásinni jörð þar sem jarðvegurinn hefur fokið burt og eftir eru gróðurvana melar. Þetta er sú ásýnd sem margir fullyrða fullum fetum að sé óspillt náttúra. Kannski að landslag með rafmagnslínurnar til álbræðslanna verði hluti þessarar óspilltu náttúru í augum áltrúarmanna og að unnt sé að selja erlendum ferðamönnum sem ósvikna vöru.
Nú kemur í ljós hverjir standa á bak við meirihlutann í bæjarstjórn Reykjanesbæjar eins og Keflavík og nærbyggðir nefnast í stjórnsýslunni. Það er erlendi braskarinn sem fékk óátalið að smeygja sér inn í íslenskt atvinnulíf og fékk að kaupa Orkuveitu Suðurnesja á smánarverði. Þessi aðili vill fá sem mestan arð á sem skemmstum tíma og hann mun beita bæjarstjórninni fyrir stríðsvagn sinn og koma meiri orkuvinnslu í gegn með góðu eða illu. Þessi sjónarmið eru á góðri leið með rányrkju að ganga að náttúruauðlindum Reykjanesskagans dauðum ef fram fer eins og stefnt er að.
Fyrir mér er alveg á tæru hvorn eiðinn við eigum að rjúfa: Áltrúarmenn verða að bíta í það súra epli að það verður ekki varðveitt og eyðilagt í sömu andrá. Aðeins önnur leiðin er fær.
Ómar Ragnarsson hugsjónarmaður um náttúru landsins og fréttamaður hefur bent á Eldvörpin sem einstakt náttúruundur, eldhrygg í aðeins 20 mínútna akstursfjarlægð frá Keflavíkurflugvelli. Þetta er einstakt tækifæri á Reykjanesi til að gera að mikilvægu aðdráttarafli í tengslum við ferðaþjónustu. Og það þarf að fjölga Bláu lónunum enda um að ræða merkilega upplifun margra ferðamanna í ferð til Íslands.
Bæjarstjórnarfólkið í Keflavík þarf að hugsa betur en það gerir nú. Það á ekki að láta erlenda braskara segja sér fyrir verkum. Ber okkur ekki að efla innlenda einkaaðila til að auka ferðaþjónustu á hagkvæmari hátt en endalausri álbræðsluhugsjón?
Góðar stundir en án fleiri álbræðslna!
Harðar deilur um Helguvík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.4.2013 | 10:12
Frábærir útvarpsþættir
Á sunnudagsmorgnum er frábær útvarpsþáttur Íslensk menning undir stjórn þeirra Ævars Kjartanssonar og Fríðu Bjarkar Ingvarsdóttur. Að þessu sinni er samtal við Hjörleif Stefánsson arkitekt. Hjörleifur er mjög víðsýnn fræðimaður varðandi þróun húsbygginga og byggðar. Hann rýnir í mistök sem gerð hafa verið einkum í skipulagsmálum Reykjavíkur en bendir á sitthvað sem virkilega vel hefur tekist til.
Hjörleifur minnist á hvernig Íslendingar voru að mestu bundnir í 1000 ár við þann efnivið til húsbygginga sem fyrir var í landinu. Ætíð var torvelt að flytja byggingaefni til landsins og það var alltaf dýrt. Síðan þá þróaðist þessi sérstaki arkitektúr þegar Íslendingar byggja híbýli sín í landslagið og húsin verða hluti af því.
Þegar fyrstu arkitektarnir komu til sögunnar eins og Rögnvaldur Ólafsson og Guðjón Samúelsson þá eru þeir nátengdir þessari fornu byggingaarfleifð og vilja gera sitt af mörkum að halda við hana eftir því sem unnt er.
Skipulag er Hjörleifi mjög unnt um að takist sem best til. Hann bendir á að frá 1920 hafi verið unnið að skipulagsmálum í Reykjavík og þá byggðist það á þeirri hugsun að hverfa frá þessu forna byggingalagi, rífa það sem fyrir var og byggja nýtt. Frá þessu var horfið upp úr 1970 en fram kom í þætti fyrir 2 vikum kom fram í máli Guðjóns Friðrikssonar að árið 1968 hafi um 100 gömul hús, flest timburhús frá ofanverðri 19. öld verið rifin í samræmi við aðalskipulag Reykjavíkur 1962-1983. Gríðarlega mörg hús voru á lista yfir þau sem átti að rífa, m.a. Bernhöftstorfuhúsin. Þeim var bjargað með miklum sóma þeim sem að því verki stóðu.
Hjörleifur minnist á ferðamenn. Þeir sækist mjög í gamla borgarhluta þar sem þeim finnst fróðlegt að skoða sig um. Hann minnist á endurgerð og endurbyggingu ýmissa húsa á síðustu árum og jafnvel heillra gatna á borð við Aðalstræti í Reykjavík.
En hann minntist einnig á það sem þurfi að bæta. Á síðasta þingi lagði Mörður Árnason og nokkrir fleiri þingmenn frumvarp til breytinga á skipulagslögum nr.123/2010:
1. gr. Við 2. gr. laganna bætist nýr töluliður, 23. tölul., svohljóðandi og breytist röð annarra töluliða samkvæmt því: Söguleg byggð: Hverfi eða hverfiskjarni þar sem byggð er að stofni til frá því fyrir 1920, þar sem byggð hefur sérstakt byggingasögulegt gildi eða þar sem byggð hefur sérstakt menningarsögulegt gildi. Afmarka skal sögulega byggð sérstaklega í deiliskipulagi.
2. gr. Við 1. mgr. 51. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Þar sem söguleg byggð hefur verið afmörkuð í deiliskipulagi stofnast réttur til bóta vegna skipulagsbreytinga ekki nema byggingarleyfi hafi verið í gildi þegar skipulagsbreytingarnar voru gerðar.
(Þingskjal nr.149).
Því miður náði þetta mikilvæga þingmál ekki í gegn, var ekki einu sinni tekið á dagskrá! Mörg önnur mál voru talin mikilvægari! Nú er að vona að Mörður verði kosinn að nýju og að hann endurflytji þetta mikilvæga mál á næsta þingi og það fái nægan stuðning.
Eg hvet sem flesta að hlusta á þessa vönduðu þætti þeirra Ævars Kjartanssonar og Fríðu Bjarkar Ingvarsdóttur þar sem hann færi ýmsa fróðleiksmenn og konur til að ræða um sitthvað í tengslum við íslenska menningu.
Þeir eru endurteknir kl.13.00 á fimmtudögum og unnt að hlusta gegnum heimasíðu RUV.
Góðar stundir!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.4.2013 | 14:08
Refsivert er að taka lögin í sínar hendur
Það hefur aldrei verið vel séð þegar menn sameinast í því að taka lögin í sínar hendur og gera það sem þeim langar til.
Aðferðin er nokkuð subbuleg og einnig er ámælisvert hvernig þeir fara með líkið.
Ekki kemur fram í fréttinni hvort þeir tengist meintum barnaníðing á einhvern hátt annað hvort sem þolendur eða ættingjar eða vinir þeirra komi þar við sögu.
Með því kunna þeir að eiga sér einhverjar málsbætur. En leyndin kringum verknaðinn og að reyna að losa sig við líkið sem ekki tókst, fellur þá.
Í nútímasamfélagi gengur ekki að menn taka sér lögin í sínar hendur. Það tíðkaðist á tímum þjóðveldisins þegar framkvæmdarvaldið var ekki komið til sögunnar eða aðeins vísir að því til staðar.
Þá þurftu menn að gæta hagsmuna sinna, varðveita sæmdina sem öllum var mikilvæg. Hefndarskyldan og hefndarrrétturinn fæddi síðar af sér refsilögin. Elstu fyrirmælin um þau eru í Jónsbók sem reyndar eru að einhverju leyti í Grágás. Eftir siðaskipti kemur Stóridómur, einhver groddalegustu og harðneskjulegustu refsilög sem framfylgt var á Íslandi. Með tilvísun til þeirra voru 18 konur teknar af lífi með þeim hætti að stinga þeim í poka ásamt steinum og fleygja í Drekkingarhyl. Hvað höfðu þessar konur gert? Jú þær voru allar fátækar og höfðu alið börn utan hjónabands. Flestar ef ekki allar þessar konur voru vinnukonur bænda sem höfðu að öllum líkindum misnotað þær með þessum hræðilegu afleiðingum.
Við Íslendingar getum verið stoltir af því að við erum fyrsta landið sem framfylgir ekki dauðadómum eftir 1830. Næstu öldina á eftir eða fram til 1928 þegar dauðarefsing er afnumin úr íslensku hegningarlögunum frá 1869 voru að vísu nokkrir dauðadómar kveðnir upp.
Þessir þrír bresku afbrotamenn hafa með verknaði sínum gerst ekki síður glæpamenn en sá sem þeir grunuðu um græsku.
Því miður er oft sem lögin eru tekin í sínar hendur. Gott dæmi er innheimtuaðgerðir Vítisengla og annarra þokkapilta en þar er ekki alltaf farið vettlingatökum um þá sem þeir telja sig eiga inni hjá.
Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða barnaníðing | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.4.2013 | 13:49
Oflátungsháttur?
Þetta viðtal er með ólíkindum. Ætla mætti að Sigmundur Davíð sé orðinn mikilvægasti maður allra tíma og næsta skrefið sé að tala við myndhöggvara og semja við hann um gerð styttu af leiðtoganum. Þá mætti flytja styttuna af Jóni Sigurðssyni til að koma Sigmundi þar fyrir en flytja Nonna hreppaflutningi í Hljómskálagarðinn eins og styttuna af Thorvaldsen á sínum tíma. Nonni væri þar sennilega í betri félagsskap Jónasar Hallgrímssonar og Thorvaldsen en þessu voðalega Alþingi þar sem heimskan og háreystin vaða uppi.
Sigmundur er mesti auðmaður þjóðarinnar sem sæti á á Alþingi Íslendinga. Hugmyndafræði hans um gull og græna skóga er eins og hverjar aðrar skýjaborgir sem byggðar eru á sandi.
Var kannski þetta viðtal með glæsimyndum eins og af nýjasta kónginum í heiminum teknum á Þingvelli honum fremur til háðungar?
Góðar stundir.
Ætlaði ekki að gera Sigmundi óleik | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.4.2013 | 13:17
Hrærigrautur á hægrikantinum
Einkennilegt að maður sem hefur verið búsettur erlendis lengi og haft lögheimili sitt þar, kanni ekki fyrst stöðu sína áður en hann tekur mikilvægar ákvarðanir.
Þessi maður er vart traustsins verður að vera valinn til trúnaðarstarfa.
Að vera með lögheimili sitt erlendis merkir að hann hefur ekki tekið mikinn þátt í þjóðfélagsrekstrinum en vill gjarnan njóta góðs af öllu sem íslenska samfélagið hefur upp á að bjóða.
Í hugum margra er þessi uppákoma eins og einhver hrærigrautur á hægri kanti stjórnmála sem ekki er mikið mark takandi á. Sénsamenn eiga ekki möguleika að taka þátt í stjórnmálum landsins.
Þetta er auðvitað bölvað klúður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.4.2013 | 17:16
Björgunarsveitir setji upp gjaldskrá
Í flestum löndum er sjálfsagt að björgunarsveitir rukki þá aðila sem þurfa á aðstoð að halda. Þannig er í Sviss og þar er lögð rík áhersla á að t.d. fjallgöngumenn kaupi tryggingu sem björgunarsveitirnar geta síðan rukkað.
Hérna á Íslandi hefur tíðkast nokkuð sérkennilegt fyrirkomulag sem minnir á aðstoð sveitamanna áður fyrr og jafnvel nú í dag. Ekki tíðkast að rukka fyrir eitthvað lítilræði. En björgunarsveitir eru í dag mjög vel þjálfaðar og vel búnar tækjum. Stundum er kallað til þyrlu og hver klukkutími nemur hundruðum þúsunda. Ljóst er að yfirgripsmikil leit kostar mikið fé, jafnvel milljónir.
Ef Íslendingar færu sömu leið og Svissarar þyrfti að undirbúa þetta fyrirkomulag vandlega. Tilkynna þarf með góðum fyrirvara, kannski ársfyrirvara eða jafnvel lengur að þetta standi til. Þetta fyrirkomulag hvetur fjallagarpa til að undirbúa ferð sína betur og tryggja öryggi sitt sem best.
Því miður er allt of algengt að fólk týnist og komi jafnvel ekki lifandi úr för. Dæmi er um að ferðamenn týnist gjörsamlega eins og ungu Þjóðverjanir tveir sem týndust ofarlega á Svínafellsjökli fyrir um hálfum áratug. Það hefði verið auðvelt að koma í veg fyrir það óhapp með betri búnaði, t.d. sérstökum óbyggðasíma sem tengist gervitunglum og því ætíð til taks í neyð. Þetta var ákaflega sorglegt slys sem var alveg óþarft að gerðist. Fyrir um 60 árum týndust tveir Bretar nokkru norðar og skilaði jökullinn eitthvað af eftirlátnum munum þeirra niður á láglendið. Eru þeir í sýningarkassa í þjónustumiðstöð Vatnajökulsþjóðgarðs í Skaftafelli og ætti að vera flestum góð ámynning um að okkur ber að sýna ítrustu varkárni.
Björgunarsveitirnar þurfa á tekjustofni að halda til starfsemi sinnar. Það er mjög krítískt að þær byggi megintekjur sínar á flugeldasölu. Þeir eru varhugaverðir og fylgir mikil hætta á fólki, skepnum og náttúru landsins að ekki sé minnst á mengunina frá þessari pestarólyfjan.
Æskilegt væri að í stað allra þessara skoðanakannan, jafnvel nokkurra á dag um fylgi flokka, mætti kanna hug landsmanna um þessa ábendingu.
Féll í sprungu á Sólheimajökli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.4.2013 | 12:43
Margar brotalamir
Síðdegis í gær fór fram aðalfundur Frístundahúsafélags Hvammsskóga en á félagssvæðinu kom upp þessi sinueldur á dögunum.
Ýmsar reynslusögur voru sagðar af þeim sem viðstaddir voru og sumar allhrikalegar. Sérstaklega fór eldurinn illa í börnin og eldra fólk enda eðlilegt að ótti sé einna mestur meðal þeirra. Á fundinum kom í ljós að nálægt 600 frístundahús eru í Skorradal og ef miðað er við að ef vísitölufjölskylda sé í hverju húsi, kunni að vera yfir 2000 manns í Dalnum þegar fjölmenni er einna mest. Þegar sinueldurinn átti sér stað, var óvissa mjög mikil. Var eðlilegt að margir gripu til símans og varð gríðarlegt álag í símkerfinu. Varð það til þess að fjarskipti fóru úr skorðum. Að sögn slökkvistjórans í Borgarbyggð náðist t.d. ekki alltaf samband milli slökkvibíla vegna álags! Þetta er ósættanlegt og símafyrirtækjum til vansa.
Mikið var rætt um flóttaleiðir. Ekki hefur verið minnst á einföldustu flóttaleiðina þegar vegir lokast en það er meðfram Skorradalsvatni eða á Vatninu sjálfu. Því miður er vatnshæð allt of oft of há en vatnsyfirborðið sveiflast mikið vegna starfsemi Andakílsárvirkjunar. Stíflan við útfall Vatnsins var hækkuð fyrir um 40 árum með þeim afleiðingum að vatnsyfirborðið sveiflast meira en áður. Afleiðingin er sú að gönguleið meðfram vatnsbakkanum er stundum mánuðum saman lokuð. Þá hefur lífkerfi Vatnsins raskast mikið og er vistkerfið sagt af náttúrufræðingum vera allt meira og minna í rugli af þessum ástæðum.
Á þessum félagsfundi komu ýmsar góðar hugmyndir um að bæta brunavarnir. Þannig var rætt um að bæta vatnsveituna m.a. með dælum sem gætu pumpað vatni úr SKorradalsvatni. Þá eru húseigendur hvattir til að hafa garslöngu tiltæka við hvert hús og einnig stendur til að kaupa nokkra tugi af slökkviklöppum sem koma að góðu gagni ef á þarf að halda. Vonandi kemur aldrei til þess en allur vari er góður.
Munaðarlaus og berskjölduð sumarhús | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 243586
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar