Fiktið með eldinn

Ótrúlegt er að alltaf skal það koma upp að verið sé að fikta með eld á víðavangi. Það er eins og fiktaranir geri sér ekki grein fyrir hversu sinan er eldfim og oft torvelt að ráða niðurlögum eldsins.

Bændur kveiktu lengi vel sinuelda, oft meira af trúaráhuga á að eldurinn hafi meira gagn en ógagn. Rétt er að sviðin sótsvört yfirborð vakni fyrr til lífsins eftir langan vetur, sólin hitar fyrr upp yfirborðið og veki gróðurinn fyrr af stað. En oft yfirsést þessum sömu bændum að meiri einhæfni verður í tegundum, mest verður viðgangur snarrótarinnar sem þykir einna lélegasta fóðurgrasið. Mosi og allur trjákenndur gróður sviðnar og eyðilegst jafnvel alveg.

Lengi vel voru lög um sinubrennur. Þeim voru yfirleitt illa framfylgt og mikill ami er alltaf af sinueldum. Nú er meira að segja svo komið að mikil tjónahætta kann að stafa af eins og t.d. í frístundahúsabyggðum eins og Skorradal þar sem varð mikið bál af litlum neista. En fólk verður að læra að það er mikil ábyrgð sem fylgir fikti og léttúð með notkun elds, hversu lítill sem hann kann að vera í upphafi.

Góðar stundir.


mbl.is Töluvert um sinubruna í þurrkatíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 242939

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband