Bloggfærslur mánaðarins, júní 2012
29.6.2012 | 22:22
Á forseti að vera tilraunamaður með valdið?
Doktorsritgerð Ólafs Ragnars fjallar um þróun valds í íslenskri stjórnsýslu á árunum 1845-1918. Upphaf tímabilsins er frá hinu endurreisna Alþingi sem var ráðgefandi þing og endalog tímabilsins er fullveldi Íslands við lok fyrri heimsstyrjaldarinnar. Á þessu tímabili þróaðist valdið frá tímum danskra yfirvalda og að viðurkenningu Dana fyrir sérstöðu landsins í vissum málum. Um mitt tímabilið fær landið stjórnarskrá og Alþingi fjárforráð. En valdinu eru sett viss mörk, m.a. með því fyrirkomulagi að þinginu er skipt í tvær malstofur og konungur hefur rétt að skipa helming þingmanna í efri deild. Þarna var mjög einkennilegt fyrirkomulag sem átti að tryggja forréttindi yfirstéttarinnar. Í upphafi tímabilsins voru einkum jarðeigendur sem höfðu kosningarétt og kjörgengi en smám saman er kosningaréttur útvíkkaður og stefnt að auknu lýðræði.
Ólafur Ragnar hefur brotið blað í sögu þings og þjóðar. Hann ákvað að taka af skarið ekki einu sinni heldur margsinnis að láta reyna á málskotsrétt forseta með því að neita undirritun laga og vísa máli í þjóðaratkvæði. Í fyrsta skipti beitti Davíð krók á móti bragði, í stað atkvæðagreiðslu ákvað Davíð Oddsson að leggja fram annað lagafrumvarp um sama efni mun mildara en það fyrra. Í bæði seinni skiptin ákvað Ólafur að leggja millilandasamning undir þjóðaratkvæði og mun það vera einsdæmi í lýðræðisríki að svo sé gert.
Með tilfinningaríkum málalengingum um táradal niðurlægingar íslensku þjóðarinnar tókst Ólafi að kljúfa þjóðina með og á móti. Aldrei var minnst á innihaldið og það sem máli skipti heldur voru einhver formsatriði látin ráða för. Þess má geta að forseti lýðveldisins er ábyrgðarlaus aðili rétt eins og ómálga barn sem kann að gera einhvað af sér.
Ólafur hefur breytt Bessastöðum í tilraunastofu hvernig unnt er að leika sér með valdið. Þó 70% þingmanna hafi viljað sýna skynsemi og ljúka Icesave málinu, þá tekst Ólafi öðru sinni að vekja tilfinningalega reiði gagnvart samningunum og nær að kolfella hann. Þó bendir allt til þess að á þeirri stundu hafi verið nægt fé til að greiða upp hverja einustu krónu í þessu skuldamáli og hefði það vissulega komið okkur vel í alla staði að leysa það í eitt skipti fyrir öll. En skammsýnin virðist hafa borið skynseminni ofurliði.
Ýmislegt bendir til að hluti þjóðarinnar vilji lifa í einhverjum furðulegum blekkingaheim þar sem unnt sé að hunsa allt og grafa í sandinn það sem þarf að leysa. Forsetinn hefur sýnt að hann lifir í allt öðrum heimi en flestir Íslendingar. Fyrir honum virðist gilda einu hvort hann taki ábyrgðarlausa ákvörðun eða ekki. Hann talar nokkuð frjálslega um hlutverk sitt sem n.k. öryggisventil sem virðist stundum eiga að virka en annars ekki. Sem dæmi má nefna að þessi öryggisventill virkaði ekki þegar bankarnir voru einkavæddir og hvorki þegar ákvörðun var tekin um Kárahnjúkavirkju né um stuðning tveggja manna um innrásarstríð í Írak. Voru mörg Evrópuríki sem tóku ekki afstöðu eins og Þýskaland sem var mjög lofsvert í alla staði.
Óskandi er að tilraunum um valdið ljúki sem fyrst á Bessastöðum. Forseti á ekki að vera stríðsherra sumra Íslendinga eins og hægri manna eins og fram hefur komið. Hann á ekki að vera í vasanum á auðmönnum sem leggja ofurkapp að eiga sinn forseta og vilja dubba upp á hann sem lengt og hafa við völd. Ætli ekki sé kominn tími á að breyta til og koma tilraunastofunni til hliðar en hafa forseta sem helst af öllu lætur sem minnst fyrir sér fara. Kannski það sé vænlegast til að sameina þjóðina eftir þær hremmingar sem núverandi forseti virðist hafa kappkostað með gjörðum sínum og athöfnum.
Góðar stundir en án Ólaf Ragnar sem forseta!
Vilja draga úr umsvifum forsetans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.6.2012 | 12:55
Áróðursbragð íhaldsins
Í grein Ólínu Þorvarðardóttur þingmanns í Fréttablaðinu í dag kemur fram að hagnaður útgerðarinnar hafi numið 51 milljarði króna 2010. Undanfarninn áratug hafi tekjuskattur útgerðarinnar numið um 1 milljarði árlega eða um 2% af rekstrarhagnaði útgerðarinnar 2010.
Margir útgerðarmenn falla í þá gryfju að kenna ríkisstjórninni um allt sem aflaga fer í samfélaginu og tekur fulltrúi braskaranna í Sjálfstæðisflokknum Bjarni Benediktsson undir þá skoðun, sbr. viðtal við hann í hádegisfréttum RÚV núna rétt áðan.
Og viðtalið við forystusauð Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum bendir til að hann er við sama heygarðshornið, steytir hnefana gegn ríkisstjórninni, segir upp rúmlega 40 manns og hyggst selja nýja veiðiskipið. Er þetta eitthvað sem þjóðin þarf að hafa áhyggjur af?
Nei, mjög líklegt að braskhugsunarhátturinn sem er landlægur meðal íhaldsmanna verði viðvarandi. Væntanlega verður stofnað nýtt útgerðarfélag kringum kaup og útgerð þessa skips í eigu sömu aðila til þess fallið að flækja reksturinn í hagræðingarskyni. Lengi vel var þekkt að útgerðin var rekin með reikningslegu tapi í áratugi, alla vega man eg ekki til annars á fyrri árum að nokkuð vit væri í útgerð sem rekin var með bullandi tapi uns kvótabraskið kom til sögunnar. Samt tókst útgerðarmönnum ætíð að berast mikið á og gátu sýnt veldi sitt og auð margsinnis.
Vitað er að útgerðin skuldar yfirleitt fremur lítið vegna skipa og annarra fjárfestinga utan kvótabrasksins. Skuldir útgerðarinnar eru fyrst og fremst vegna kvótakaupa en hverjir seldu? Eru brögð í tafli? Verið að fela gróðann?
Athygli vekur að forsvarsmenn stærsta útgerðarfyrirtækisins almenningshlutafélagsins HBGranda taka ekki þátt í þessari ómerkilegu rógsherferð gegn ríkisstjórninni. Á síðasta aðalfundi greindi Árni Vilhjálmsson stjórnarformaður frá þessum málum og þó hann hafi dregið fram fremur dökka mynd af veiðileyfagjaldinu þá kom fram í máli hans skilningur gagnvart hugmyndum um það. Enda hefur ríkisstjórnin breytt og dregið allverulega í land frá upphaflegum hugmyndum.
En útgerðin mun halda áfram að sækja sjóinn af kappi hvað sem pólitík líður og færa áfram mikil aflaverðmæti að landi í þágu þjóðarinnar. Kvótinn er eign þjóðarinnar en ekki útgerðarmanna þó svo að honum hafi verið úthlutað af stórhuga stjórnmálamanni að því virðist vera til eignar á sínum tíma en hann hafði engar heimildir að afsala þjóðinni eign sem hann hafði ráðstöfunarrétt á. Réttur til kvóta á að vera afnotaréttur en ekki undirorpinn eignarrétti. Til þess skorti Halldór Ásgrímsson fullkomlega heimildir. Alla vega hefði verið rétt að bera undir þjóðaratkvæði hvort þjóðin væri samþykk að afsala eignarréttinum til kvótagreifanna. Því miður var kvótinn gerður að féþúfu sem stjórnmálamaður eins og Halldór ber fyrst og fremst ábyrgð á. Við hann er að sakast og krefja reiknisskil gjörða sinna.
Áróðursbragð nokkurra íhaldsmanna er eins og hvert annað vindhögg, klámhögg sem hittir fremur þá sem því beita.
Góðar stundir undir farsælli ríkisstjórn! Hún er á réttri leið út úr erfiðleikunum enda hagvöxtur óvíða jafnmikill og hér á landi þrátt fyrir allt svartarausið!
Vinnslustöðin segir upp 41 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
27.6.2012 | 07:51
Tónlistahúsið Harpa
Dapurlegt yrði ef fasteignagjöld af Hörp verði til þess að leggja starfsemi þess í dróma.
Nú eru heimildir í landslögum að fella niður fasteignagjöld af kirkjum, félagsheimilum á áþekkri starfsemi sem er öllum opin. Af hverju ekki tónlistarhúsum þó ekki væri nema að hluta?
Hrakspár vegna Hörpu að rætast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.6.2012 | 01:13
Skilningur Ara Trausta eðlilegastur
Getur forseti lagt sjálfstætt fram lagafrumvarp á þingi?
Sumir frabjóðendur telja svo vera aðrir að um sé að ræða tæknilegt atriði án þess að útlista það nánar.
Ari Trausti bendir réttilega á að forseti þurfi að vinna saman með forsætisráðherra og ríkisstjórn enda fara þessir aðilar saman með framkvæmdavaldið.
En löggjafarvaldið er formlega hjá forseta og þingi.
Ljóst er að forseti á skv. stjórnarskrá ekki sæti á Alþingi þó formlega séð setji hann þing og slíti því. Hann á ekki hvorki málfrelsi né atkvæðisrétt á þingi. Hvernig Andrea vill komast fram hjá þessu er ekki ljóst. Forseti verður ætíð að fá einhvern til þess að flytja mál sitt á þingi og fylgja því eftir.
Það málefni sem Andrea bendir á er góðra gjalda vert. Mikið hefur verið rætt um þessi mál og sitthvað hefur verið gert til að leiðrétta aftur í tímann sem aflaga fór en ekki allt. Þannig hefur t.d. ekki verið komið neitt á móts við þær tugi þúsunda Íslendinga sem töpuðu áratuga sparnaði sínum í formi hlutabréfa. Og ekkert hefur verið gert til þess að koma í veg fyrir undanfara nýrra hruna. Af hverju má ekki koma í veg fyrir krosseignatengsl sem voru meginorsök bankahrunsins?
Því miður eru sumir allt of bundnir við fortíðina án þess að átta sig á því að við verðum að huga meir að framtíðinni en því liðna. Forseti á að sinna hlutverki sínu betur að leiða okkur fram hjá skerjunum og boðunum allt í kring en ekki vera sífellt að líta á hlutverk sitt sem n.k. aðila sem tekur til eftir aðra.
Þjóðaratkvæðið um Icesave er af þessum sama meiði. Þar var ákvörðun tekin meir af tilfinningarökum fremur en staðreyndum. Svo einkennilegt sem það nú er, þá mátti aldrei minnast á frystu innistæðurnar í vörslum Englandsbanka. Það átti að láta þær ganga upp í greiðslur en því miður voru það formsatriðin í þessum samningum sem urðu aðalatriðið.
Forsetinn er ábyrgðarlaus af embættisathöfnum sínum en á að hafa samvinnu með ríkisstjórninni eins og hún er skipuð á hverjum tíma. Hlutverk hans er ekki að vinna gegn henni eins og gerðist í Icesavemálinu. Enda einkenndist ákvörðun hans af fullkomnu ábyrgðarleysi og allt að því skilningsleysi á eðli þessarar deilu og starfsemi banka.
Góðar stundir!
Andrea myndi leggja fram frumvarp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.6.2012 | 09:17
Depurð dópsins
Eitt sinn var stjórnmálaflokkur á Íslandi sem setti fram stefnuyfirlýsingu: Ísland án eiturlyfja 2000.
Frá því að sú yfirlýsing var sett fram hefur aldrei flætt jafnmikið inn af þessum hryllingi með skelfilegum afleiðingum.
Fyrir aldarfjórðungi ók eg um nokkurra ára skeið leigubifreið í Reykjavík. Mér fannst alveg nóg af depurð og vandræðum vegna brennivínsins en nú hefur eiturlyfjaneyslan bæst við. Sárafáir farþegar neyttu eiturlyfja á þessum árum og kappkostuðu að leyna neyslunni.
Sá stjórnmálaflokkur sem vildi eiturlyfjalaust Ísland um aldamótin er Framsóknarflokkurinn. Því miður var þetta mikilvæga markmið eins og hvert annað skrum til þess að afla atkvæða. Á meðan var unnið leynt og ljóst á þessum tíma að festa kvótakerfið í sessi sem var gert að féþúfu siðblindra fjársýslumanna og braskið komst á nýtt stig rétt eins og eiturlyfainnflutningurinn og neyslan með öllum þeim skelfingum sem fylgdu. Þá var eitt af uppáhaldsmálum Framsóknarflokksins á þessum tíma að undirbúa mikið ævintýri á Austurlandi sem á þeirra máli er nefnd uppbygging atvinnulífs. Um 30 fögrum fossum voru afmáðir, friðuð lönd og sérstök náttúra sömuleiðis í þeim tilgangi að byggja upp atvinnu fyrir nokkur hundruð manns. Þetta kostaði þenslu og sérstaklega hagstæð skilyrði fyrir braskara. Kosningasmali Halldórs Ásgrímssonar fékk jörðina Hól í Fljótsdal á vildarkjörum og er það tilviljun að stöðvarhús Kárahnjúkavirkjunar var reist í landi þeirrar jarðar?
Framsóknarmenn kunna sitt fag út í ystu æsar og meira en það. Þeir eru meira að segja það ósvífnir að nánast afneita ábyrgð sinni á kvótakerfinu, þenslunni, hruninu og öllu því sem af þessu öllu stafaði.
Og í höndunum á þeim flæddu eiturlyfin inn í landið en þúsundir kjósenda treystu Framsóknarflokknum að hann gerði eitthvað til að sporna við innflutningi eiturlyfja í landið og neyslu. Sjálfstæðisflokkurinn hefur einnig brugðist mjög illa í þessum mikilvægu málum.
Nú er svo komið að eitt af meginverkefnum löggæslu í landinu er að hemja vandræðin sem af misnotkun eiturlyfja hafa í för með sér.
Já depurð dópsins er mikil. Framsóknarflokkurinn setti fram markmið sem því miður hafa endað með skelfingu. Kannski er einnig dapurlegt að þessi flokkur komist aftur og aftur upp með að setja fram yfirlýsingar til þess gerðar að efla völd sín og áhrif.
Meðan lögreglan er upptekin af afleiðingum depurð dópsins, er von að unnt sé að koma hratt og vel lögum yfir þá sem brutu lög og reglur á öðrum sviðum?
Dópaður og braut rúðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.6.2012 | 11:18
Skoðanankannanir geta verið dulbúinn áróður
Í nánast öllum réttarríkjum eru lög um skoðanankannanir þar sem skýrar reglur eru um hverjum er heimilt að efna til skoðanakannanna, hvenær og hvernig þær fari fram.
Í mörgum skoðanakönnunum hérlendis eru hagsmunaaðilar sem efna til skoðanakannanna og oft misbrestur að aðferðin sé í samræmi við sanngirni og byggist á réttri og viðurkenndri aðferðafræði.
Þannig þarf að vera tryggt að þeir sem spurðir eru, séu ekki valdir fyrirfram t.d. ur hópi fólks sem vitað er haða skoðun þeir hafa á málefni. Þá er ekki sama hvernig spurt er en veiðandi spurningar eru ekki viðurkenndar. Með veiðandi spurningu er átt við að líklegasta svarið sé falið í spurningunni. Eg hefi t.d. verið spurður í skoðanankönnun þar sem eg vildi ekki gefa upp svar hvort líklegt væri að eg kysi Sjálfstæðisflokkinn!!!!
Spurning eins og þessi er með öllu á skjön við allar þær fræðilegu réttu aðferðir sem almennt eru viðurkenndar. Er furðulegt að þeir hagsmunaaðilar sem standa á bak við skoðanakönnun leyfi sér að setja fram spurningu sem þessa. Spyrillinn á að vera algjörlega hlutlaus og ekki hafa neina möguleika að fá einhverja niðurstöðu sem er þeim í hag sem vill styrkja sig.
Hér á landi er jafnvel verið að framkvæma skoðanakannanir misjafnlega vandaðar fram á síðasta dag. Hagsmunaaðili birtir hana einkum ef niðurstaðan er honum hagstæð annars kannski alls ekki!
Skoðanankannanir geta verið dulbúinn áróður settur fram til að móta skoðanir og ákvörðun þeirra sem ekki hafa tekið afstöðu og eiga jafnvel erfitt með að taka ákvörðun á eigin spýtur.
Skoðanakannanir hafa því gríðarmikið áróðursgildi og skekkja oft val þeirra sem ekki hafa ákveðið sig.
Við lifum í landi þar sem fjármagnið og völdin hafa lengi átt samleið. Þeim hefur liðist margt en er ekki rétt að tryggja lýðræðið sem best og koma í veg fyrir misnotkun?
Þörf er á lögum um skoðanankannanir hér á landi eins og víðast er í réttarríkjum sem lengra eru komin í þróun lýðræðis en við.
Góðar stundir!
Ólafur Ragnar heldur forystunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
20.6.2012 | 17:52
Er aftur byrjað á braskinu á kostnað annarra?
Eftir bankahrunið þegar sparnaður þúsunda Íslendinga í formi hlutabréfa urðu að engu ásamt hlutabréfaeignum lífeyrissjóða þá er fyllsta ástæða til varfærni. Hrunið varð vegna þess að hér á landi var ekkert gert til þess að forðast svonenfd krosseignatengsl og önnur brögð í viðskiptum.
Í fyrirtækinu Exita var t.d. hlutafé í fyrirtækinu aukið um 50 milljarða án þess að ein einasta króna rynni inn í fyrirtækið. Hins vegar var bréfssnifsi, hlutabréf í einhverju huldufyrirtæki sem enginn kannast við, lagt inn í fyrirtækið rétt eins og innlegg bænda í Kaupfélagið í fyrri tíð.
Tilgangurinn var auðvitað að sýna öðrum hluthöfum langt nef enda var þeim boðið að hver króna hlutafjár væri greidd með 2 aurum!
Í tíð hermangsins og brasksins kringum herlið Bandaríkjamanna á Keflavíkurflugvelli var Reginn h.f. stofnað fyrir um 50 árum. Lengi vel deildu fulltrúar Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins völdum í því fyrirtæki sem m.a. byggði stór hús við Höfðabakka í Ártúnshverfinu í Reykjavík. Þessi hús blasa við öllum sem leið eiga um Vesturlandsveginn austan Elliðaárbrekku, minnisvarði um einstaka aðferðafræði hvernig unnt er að auðgast fljótt og vel gegnum hermang. Síðan hafa umsvif þessa fyrirtækis að því virðist hafa aukist.
Ef eg ætti sparifé teldi eg því betur komið á nánast vaxtalausum reikning í bönkunum en að kaupa hlutabréf í fyrirtæki þessu. Að öllum líkindum verða örlög sparifjár þeirra sem sjá möguleika á góðri ávöxtun verða að engu rétt eins og gerðist áður þegar braskaranir léku sér að almúgafólki með því að féfletta það fljótt og auðveldlega.
Eg minnist hlutabréfanna í bönkunum, Atorku, Existu og öllum þessum fyrirtækjum sem nú eru týnd og tröllum gefin. Þau virðast vera einskis virði þó fyrir þau hafi verið greidd með beinhörðum peningum, sparnaði þúsunda í áratugi.
Vildu kaupa fyrir 10,3 milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.6.2012 | 15:58
Þokukennt orðalag
Sumir vilja hafa sem flest eins óljóst og jafnvel villandi. Þeir telja jafnvel að það sé gegn hagsmunum sínum að þurfa að fara eftir einhverjum reglum sem öðrum þykja sjálfsagt að fara eftir.
Skynsamar og sanngjarnar reglur eru alltaf til bóta.
Í þessu tilfelli hvernig koma megi í veg fyrir mengun þ. á m. á hafinu þarf að gæta ítrustu varkárni sem Bandaríkjamönnum virðast ekki vera sáttir við.
Á Íslandi er verið að reyna að koma á skynsömum og sanngjörnum reglum varðandi náttúruvernd, m.a. að koma í veg fyrir utanvegaakstur og gera þá aðila ábyrga fyrir þeim spjöllum sem þeim valda. Í stað þess að vinna saman, blæs hluti þingmanna Sjálfstæðisflokksins upp eins og gamall hvalur og vill engar reglur! Er þetta eðlilegt?
Í Fréttablaðinu í dag er komið inn á þessi mál í mjög vel ritaðri grein eftir Véstein Ólason: Hver er þriðja leiðin? Þar bendir höfundur á dapra sögu Evrópu þegar óbilgirni og skammsýni reif álfuna upp í tveim heimsstyrjöldum og skildi bókstaflega lönd og þjóðir í rústum. Reglur eru til að fara eftir en svo virðist sem ýmsum þyki þær trufla frelsi sitt til einhverra athafna og koma ár sinni betur fyrir borð á kostnað annarra.
Þessir aðilar vilja engar reglur fyrir sig sjálfa en aðrir mega setja sér sínar reglur og fara eftir þeim. En það eru auðmennirnir, fjármagnseigendurinir sem telja sig vera hafna yfir lög og rétt.
Því miður bera þessir aðilar oft furðu mikið úr bítum, kannski þeir beiti aðferðum lýðskrumarans að afla sér aukinna valda og hagnaðar á kostnað okkar hinna.
Góðar stundir!
Texti yfirlýsingarinnar ekki nógu skýr | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.6.2012 | 15:34
Að blása upp smámál
Margnota barnableyjur eru yfirleitt keyptar einu sinni. Hvort á einni eða tveim pakkningum sé greiddur venjulegur 25,5% virðisaukaskattur eða eitthvað lægra skiptir ekki höfuðmáli.
Þetta mál er dæmi um þau fjölmörgu smámál sem eru blásin upp til að gera úlfalda úr mýflugu. Að draga fram eina vörutegund út úr og hafa í lægri skattflokk, er vont fordæmi og er aðeins til að hvetja að tína út nánast hvað sem er til að lækka skatt.
Hver er tilgangurinn? Að vekja athygli á sjálfum sér og gera sig að einhverjum göfugum riddara sem er að berjast við vonda drekann er allt að því broslegt að ekki sé dýpra tekið í árina.
Því miður stökk þingkona þessi fyrir borð hjá VG þar sem nánast hvern einasta dag stendur stjórnarliðið baki brotnu að ausa Þjóðarskútuna. Á meðan leyfa sumir sér að agnúast út í nánast hvað sem er. Aðrir að grafa sem hraðast undan fylgi ríkisstjórnarinnar en verður það ekki sú niðurstaða sem í ljós kemur þegar talið verður úr kjörkössunum að ári?
Ríkisstjórnin á allt betra skilið en að verið sé stöðugt að rugga skútunni og jafnvel reyna að sökkva henni.
Góðar stundir!
VG vildi ekki ódýrari bleiur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.6.2012 | 14:28
Þröngsýni þingmanna Sjálfstæðisflokksins
Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa sýnt ótrúlega þröngsýni í þessum málum. Skynsamlegar reglur m.a. að koma í veg fyrir utanvegaakstur þarf að setja og gera þau lögbrot betur undir viðurlög þegar það á við.
Af hverju mátti ekki breyta lögum um náttúruvernd?
Skyldi það vera af sömu rótum að það sé einkamál Sjálfstæðisflokksins að breyta stjórnarskrá lýðveldisins og breyta skipulagi og fyrirkomulagi Stjórnarráðsins?
Fyrrum voru þingmenn Sjálfstæðisflokksins mun skynsamari en þeir eru í dag. Má nefna mörg dæmi um það, t.d. svonefnt Dreifibréfamál í ársbyrjun 1941 þar sem þeir sýndu mjög mikla skynsemi. Þá voru ritstjórar Þjóðviljans handteknir af Bretum og haldið nauðugum um nokkurra mánaða skeið í fangabúðum í Bretlandi. Bæði Jónas frá Hriflu og forsvarsmenn Alþýðuflokksins fögnuðu að andstæðingar þeirra væru teknir úr umferð. Það var Ólafur Thors sem beitti sér einkum að fá Einar Olgeirsson sem var einnig þingmaður og Sigfús Sigurhjartarson lausa úr breska fangelsinu. Hann gerði sér ljóst að þarna var mjög alvarlegt brot gegn Íslendingum að handtaka þingmann, brot á stjórnarskránni. En bresk yfirvöld tóku engum vettlingatökum á þessu máli og það gerði ólafur sér ljóst.
Þingmenn Sjálfstæðisflokksins mættu skoða söguna betur áður en þeir missa sig gjörsamlega í þröngsýnum skúmaskotum.
Þröngsýni og hagsmunagæsla fyrir fárra v irðist því miður vera orðið þeirra sérgrein. Þeir vilja t.d. ekki viðurkenna að fiskurinn í sjónum sé þjóðareign og að nauðsynlegt sé að breyta kvótakerfinu þannig að það sé afnotaréttinum að auðlindinni sé úthlutað en ekki kvótanum sjálfum og gera hann að andlagi eignarréttar eins og varð 1983. Nei hún skal hann vera áfram féþúfa kvótabraskara.
Er þetta kannski alvarleg siðblinda? Alla vega er komin upp alvarleg skekkja í kompás forystu Sjálfstæðisflokksins.
Góðar stundir!
Ófyrirleitni sjálfstæðismanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 243586
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar