Bloggfærslur mánaðarins, mars 2012
1.3.2012 | 14:34
Hverju reiddust goðin?
Fram hefur komið að það sem fyllti mælinn var rannsókn Fjármálaeftirlitisins á umsvifum Guðlaugs Þórs styrkjakóngs Sjálfstæðisflokksins.
Gunnar var kominn nálægt innstu kviku kringum klíku spillingarinnar!
Þarna var hann greinilega farinn að nálgast n.k. bannsvæði valdaklíku tengdri Sjálfstæðisflokknum og jafnvel kominn inn fyrir öryggissvæði varðhundanna.
Einn virtasti og besti lögfræðingur landsins, Andri Árnason, hefir tvívegis metið hæfi Gunnars. Andri hefur ekki verið í minnsta vafa um að Gunnar sé hæfur sem yfirmaður Fjármálaeftirlitisins og sem slíkur sýnt frábær störf við erfiðar aðstæður.
Við skulum minnast þess sem Eva Joly sagði á sínum tíma: Það megi alltaf búast við að þeir sem vilja verja spillinguna, bregðist illa við og beiti öllum tiltækum ráðum til að stöðva rannsókn.
Nú er líklega besti leikurinn í stöðunni að ríkisstjórnin segi stjórn Fjármálaeftirlitisins upp og skipi nýja stjórn auk þess að Gunnar verði þegar ráðinn aftur!
Hann er hæfur og til hans er borið fullkomið traust!
Goðin í Sjálfstæðisflokknum mega sleikja sárin eftir vandræðaganginn síðustu missera. Þeirra var möguleikinn að koma í veg fyrir bankahrunið en þeim bar ekki sú gæfa að forðast það. Kæruleysið og aðgerðaleysið var þeirra sem öll þjóðin hefur fengið að súpa seyðið af!
Gunnar kærður til lögreglu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.3.2012 | 14:09
Áfall hverra?
Ljóst er, að Sjálfstæðisflokkurinn hafði ÖLL tækifæri að koma í veg fyrir bankahrunið eða alla vega að draga verulega úr því. Í byrjun febrúar 2008 var kallaður saman fundur af frumkvæði Davíðs Oddssonar þáverandi bankastjóra Seðlabankans þar sem sátu mikilvægustu embættismenn þjóðarinnar um grafalvarlega stöðu fjárhagsmála. Þessi fundur var leynifundur og þeir sem viðstaddir voru létu þjóðina bíða í meira en hálft ár í fullkominni óvissu þangað til allt var um seinan: bankahrunið var óumflýjanlegt. Hins vegar fengu gullkálfar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins tækifæri til ráðrúms og umsvifa að stofna ný fyrirtæki til að koma eignum undan en skilja skuldir eftir í eldri fyrirtækjum. Bankarnir voru auk þess etnir að innan með glæpsamlegum umsvifum svo nánast ekkert var eftir.
Augljóst er, að tillaga Bjarna Benediktssonar um afturköllun á saksókn gegn Geir Haarde var til þess fallin að grafa þetta mál í 30 ár eða lengur. Rannsókn þoldi ekki dagsljósið!
Áfall þjóðarinnar vegna kæruleysis ríkisstjórnar Geirs Haarde í aðdraganda bankahrunsins var mjög mikið. Nú er komið að reikningsskilum: Sjálfstæðisflokkurinn SKAL standa frammi fyrir ráðstjórn sinni í aðdraganda bankahrunsins þar sem ekkert, bókstaflega ekkert var gert til þess að draga úr tjóni þjóðarinnar.
Vera kann að þetta sé svartur dagur í lífi þeirra sem stjórna Sjálfstæðisflokknum. En þetta er dagur vona okkar hinna sem töpuðu svo miklu í bankahruninu. Við töpuðum eignum okkar, atvinnu vegna niðurskurðar eða einkavæðingar og sumir vegna glórulítilla lána sem forsprakkar braskaranna töldu því miður allt of marga að taka.
Nú fer kvörn rannsóknar á fullan hraða og malar væntanlega þangað til allt svínaríið er komið í dagsljósið. Dagur vona og nýrra tíma er að renna upp!
Góðar stundir!
Áfall fyrir réttarfar landsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.3.2012 | 10:11
Gróf valdnýðsla
Þær sakir sem stjórn Fjarmálaeftirlitisins ber á Gunnar Þ. Andersen eru mjög þokukenndar og ekkert rökstuddar. Honum er vart veittur frestur til andmæla.
Hér er um að ræða mjög grófa valdnýðslu gagnvart samviskusömum embættismanni sem hefur verið sérstaklega áhugasamur við þau vandasömu störf sem honum er ætlað.
Nú á ríkisstjórnin þegar að afturkalla umboð þessarar skelfilegu stjórnar Fjármálaeftirlitisins sem hefur valdið Gunnari ómaklegum álitshnekki sem hann annað hvort mun sækja bætur fyrir eða óska eftir að vera settur í sitt fyrra starf sem væri æskilegast.
Rannsaka þarf gaumgæfilega hvaða ástæður liggja raunverulega að baki þessarar glannalegu uppsagnar. Er verið að reyna að koma í veg fyrir að Fjármálaeftirlitið rannsaki einhver viðkvæm mál nákvæmar? Er Gunnar kominn á slóð sem veldur auknum titringi meðal hrunmanna og braskara? Yfirgnæfandi líkur eru á að Gunnar sem þekkir fjármálaheiminn mjög vel, hafi náð inn í kviku spillingar og brasksins sem olli bankahruninu.
Ljóst er að uppsögn stjórnar Fjármálaeftirlitisins er stríðsyfirlýsing sem yfirvöld verða að taka alvarlega.
Góðar stundir en án stjórnar Fjármálaeftirlitisins.
Gunnari gert að hætta strax | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 243586
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar