Bloggfærslur mánaðarins, mars 2012
30.3.2012 | 00:54
Röng mynd
Með fréttinni er birt mynd af Ragnheiði Ríkharðsdóttur en í myndatexta sagt að sé Valgerður Bjarnadóttir.
Eiginlega ættu þessar báðar ágætu þingkonur að vera í sama flokki. Ragnheiður á ekkert erindi í þessum vandræðaflokki Sjálfstæðisflokki, hvers forysta virðist vera gjörsamlega að tapa sér í einhverju óskiljanlegu reiðikast gagnvart ríkisstjórninni.
Góðar stundir.
Útséð um að klára málið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.3.2012 | 00:36
Siðblinda?
Sumir menn átta sig ekki á muninum á réttu og röngu. Ólafur Ólafsson útnýtti sér ýmsa möguleika í viðskiptum og færði sig sífellt upp á skaftið með félögum sínum í viðskiptum. Nú hefur réttvísin náð í skottið á honum og smám saman þrengja ákvæði hegningarlaganna að olnbogarýminu. Yfirlýsingar um sakleysi eru allt að því hlægilegar enda hafa þúsundir tapað sparnaði sínum með vafasömum uppátækjum þessa athafnamanns sem tók ótrúlega sénsa og nýtti sér eitruð viðskiptatækifæri á kostnað annarra.
Fyrrum var SÍS stórveldi. Hrægammarnir gleyptu.
Mosi
Verulegt áfall að vera ákærður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.3.2012 | 00:26
Er Sjálfstæðisflokkurinn að ganga af göflunum?
Sú var tíðin að þingstörf voru fremur friðsöm. Nú líður varla sá dagur eða öllu heldur kvöld að fréttir úr þinginu minni ekki fremur á samkomu þar sem ófriður virðist stöðugt vera ríkjandi. Nú virðist eins og sumir þingmenn gangist upp í að vera eins og hver annar ófriðarmaður með hnefann á lofti og býður andstæðingum birginn.
Áður voru þingmenn launaðir eins og daglaunamenn og taxtinn var áþekkur launatöxtum hafnarverkamanna í Dagsbrún. Nú eru þeir með hálaunamönnum enda hafa ýmsir gróðamenn valist í þinglið og vetða seint taldir til bjargálnamanna. Og sumir meira að segja fulltrúar braskaralýðs sem nú lætur mikið í sér heyra, steytir hnefann gegn ríkisstjórninni sem vinnur nýtan dag sem nótt að draga okkur upp úr skuldafeninu og óreiðunni sem fyrri ríkisstjórn undir forsæti Sjálfstæðisflokksins kom okkur í með bankahruninu.
Ljóst er að forysta Sjálfstæðisflokksins hugnast ekki að núverandi ríkisstjórn hafi tekist að snúa við óheillaþróuninni.
Forystu Sjálfstæðisflokksins huggnast ekki að ríkissstjórninni hafi fækkað ráðuneytum og þar með ráðherrum til betri og hagkvæmari stjórnsýslu.
Og forystu Sjálfstæðisflokksins huggnast ekki að þessi ríkisstjórn vilji setja landi og þjóð nýja stjórnarskrá enda hefur sama forysta litið á stjórnarskrármálið sem einkamál Sjálfstæðisflokksins.
Og Sjálfstæðisflokkurinn getur ekki gleymt að foringi hans hafi verið ákærður og bíði dómsins mikla!
Gagnrýni Sjálfstæðisflokksins er ekki sérlega málefnaleg. Hún byggist á tilviljanakenndum upphlaupum í þeim glunroða og ráðaleysi sem virðist hafa heltekið hann.
Sjálfstæðisflokkurinn er í dag ekki nemaglefsur úr minningu um forna frægð. Ýmislegt bendir til að hann virðist vera að leysast upp og fremur spurning hvenær það verður. Hann skortir allt sem góðan stjórnmálaflokk prýðir. Hann er samansafn af bröskurum, útjöskuðum þrösurum og málefnasnauðum ræðumönnum. Hann virðist ekki hafa neina hugsjón aðra en að auka glundroðann og draga þannig þjóðina enn neðar í tilgangslausu og menningarsnuðu pexi um nánasty ekkert neitt í því augnamiði að gera ríkisstjórninni eins erfitt fyrir og unnt er.
Kannski helsta von Sjálfstæðisflokksins sé stuðningur Ólafs Ragnars sem virðist ekki alveg laus við siðblinduna!
Góðar stundir!
Hiti í þingsal meðal þingmanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.3.2012 | 11:28
Áleitnar spurningar
Í dag fer um 80% framleiddrar raforku í landinu til stóriðjunnar.
Svo virðist vera að megintekjur Landsvirkjunar, Orkuveitu Suðurnesja og Orkuveitu Reykjavíkur komi eftir sem áður frá almenningsveitum.
Lengi vel hefur verið borið fyrir sig að dreifingarkostnaður sé það mikill til almenningsveitna að það réttlæti mikinn mun á orkuverði. Nú hefur þessi kostnaður lækkað úr 12% niður í 9%.
Þá er einnig áleitin spurning hversu mikið rafmagn hækkaði til almennings eftir að Landsnet kom til sögunnar. Það hlýtur að liggja í augum uppi að óhagkvæmara er að reka tvö fyrirtæki en eitt.
Landsnet er milliliður og tilkoma milliliða hafa alltaf aukakostnað í för með sér.
Kostnaður við að dreifa rafmagni lækkar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.3.2012 | 10:18
Komum í veg fyrir kvótabrask
Eitt af meginmarkmiðum þessa nýja þingmáls er að koma í veg fyrir að kvóti verði gerður að féþúfu. Markmið upphaflegu kvótalaganna komu ekki í veg fyrir þetta og var litið jafnvel svo á að kvóti væri andlag eignarréttar og mætti handhafi hans gera hvað sem er við hann: veiða fisk, gefa, selja eða afhenda réttinn til fiskveiða.
Þetta gekk þvert á meginhugmynd þjóðarinnar að það er þjóðin en EKKI útgerðarmenn sem eiga kvótann. Þeir hafa hindsvegar tímabundinn afnotarétt og nú á að greiða fyrir þessi afnot þegar vel gengur. Ekki er farið fram á meira!
Athyglisvert er að helst virðist gæta andstöðu við þetta nýja þingmál frá talsmönnum og fulltrúum braskara.
Ljóst er að fiskurinn í sjónum er í eigu þjóðarinnar allrar en ekki handhafa kvóta. Í 18 ár gerði Sjálfstæðisflokkurinn ekkert til þess að draga úr agnúum upphaflega kvótakerfisins og jafnvel var sáttur við brask og annað misjafnt með kvótann. Veðsetnig og sala kvóta jafnvel skilja byggðalög eftir berstípuð þótti alveg sjálfsagt enda sjónarmið braskarans jafnan haft í fyrirúmi.
Núverandi ríkisstjórnn á miklar þakkir skildar að koma þessu mál inn á skynsamlega braut. Auðvitað eru ekki allir sáttir en í heildina litið er ríkisstjórnin á réttri leið.
Andstæðingar þingmálsins eiga að koma með skynsamar og sanngjarnar breytingatillögur hafi þeir þær á takteinum. Annars hafi þeir ekkert vitrænt viðhorf til þessa, ættu þeir að hafa vit á því að sitja á strák sínum og þegja!
Góðar stundir.
Yrði hrein eignaupptaka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.3.2012 | 21:53
Á réttri leið
Stefnubreyting
Með þessu frumvarpi er breitt af leið: Í stað þess að kvóti væri afhentur án nokkurra takmarka, m.a. að unnt var að gera hann að féþúfu, þá er með þessu frumvarpi farin sú leið að þeir aðilar sem hafa kvóta, greiði fyrir afnot hans.
Líklegt er að töluverð andstaða verði í þinginu enda sitja ýmsir fulltrúar braskara þar. Þó svo takist að koma frumvarpinu gegnum þingið verður líklegt að Ólafur Ragnar skjóti málinu í þjóðaratkvæði enda er hann töluvert tengdur þeim fjármagnsöflum sem ráðið hafa íslensku samfélagi bak við tjöldin.
Ekki er unnt að fá á hreint hvaða afstöðu Ólafur hefur til þessa máls. Rétt væri að ríkisstjórnin sæti lagi við þriðju og síðustu umræðu að fyrirsjáanlegt verði að Ólafur verði erlendis og að handhafar forsetavalds staðfesti lögin.
Sennilegt er að töluverð flugeldasýning verði viðhöfð að venju í þinginu kringum þetta mál og jafnvel á Bessastöðum þar sem hörðustu andstæðingar núverandi ríkisstjórnar sitja.
Þetta mál er mikið réttlætismál og á ríkisstjórnin mikinn sóma af þessu mikilvæga máli að setja fram skynsamlegt en umfram allt sanngjarnt frumvarp um þetta viðkvæma mál.
Góðar stundir.
Kvótafrumvarpið í 14 liðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.3.2012 | 15:47
Of djúpt í árina tekið
Gísi Einarsson er vinsæll fréttamaður. Hann er oft fundvís á ýms skemmtileg tillegg sem oft vekja kátínu. En hann er alvörugefinn og líklegt er að það sé honum fjarri að vera með lævíslegan áróður.
Mér finnst Björn Bjarnason taka fulldjúpt í árina enda hefur alltaf verið ljóst að EBE byggir á sósílískum sjónarmiðum með því að veita fjármunum þangað sem þeirra er þörf en ekki til þeirra sem nóg hafa.
Margar ástæður eru fyrir því að við eigum heima innan EBE. Þar er tekið betur á félagsmálum, réttindi fólks eru tryggð betur en í þessum venjulegu kapítalísku löndum og innan EBE er mun meira lagt upp úr að umhverfismál séu í sem bestu standi. Þannig verða þeir sem hyggjast hefja framleiðslu á einhverju sem hefur mengandi starfsemi í för með sér að sækja um leyfi hjá þartilætluðum kontórum í Brussel. Þar er farið eftir tékklistum áður en starfsleyfi eru veitt: leyfisbeiðandi verður að hafa tryggt sér fasteignaréttindi, aðgengi að orku, frárennslismál séu í góðu lagi, mengunarkvótar hafi verið keyptir eða fengnir og þar fram eftir götunum. Þess má geta að stóriðjan hefur fengið mengunarkvóta gefins af stórhug íslenskra hægri manna og munar því um minna! Þetta er sennilega ein ástæðan fyrir því hve andstæðan er mikil gegn EBE frá hægri mönnum. Þeir vilja hafa þessi mál í eigin höndum en ekki fá Brussel ákvörðunarvaldið.
Vonandi verða ekki lagðir steinar í götu Landans hvort sem verið er að fræða um EBE eða eitthvað annað!
Góðar stundir og jafnvel betri innan EBE!
Björn sakar RÚV um áróður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.3.2012 | 10:12
Mistök í gæðastýringu?
Minnstu mistök í framleiðslu eða dreifingu geta verið vegna þess að gæðastýringu er áfátt.
Fyrr í vetur kom í ljós að matvælafyrirtæki hugðust spara nokkra aura með því að kaupa og nota iðnaðarsalt við framleiðslu. Minnsta magn af óhreinindum gæti eyðilagt framleiðsluna og þar með orðspor viðkomandi fyrirtækis.
Í öllum nútúma fyrirtækjum eiga þessir hlutir að vera í góðu lagi.
Spurning hvort þessari framleiðslu sé eitthvað annað áfátt?
Óskandi er að viðkomandi fyrirtæki geri grein fyrir mistökum sínum.
Góðar stundir!
Málsháttur á ensku í páskaeggi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.3.2012 | 16:54
Fjölgun ferðamanna
Ferðaþjónusta er að verða smám saman einn mikilvægasti atvinnuvegur á Íslandi. Þökk sé Eyjafjallajökli, Vatnajökli, Heklu og öllum hinum eldfjöllunum, fossunum og hverasvæðunum að ógleymdu öllu því öðru sem heillar ferðafólkið eins og íslenski hesturinn. Meira að segja marglit bárujárnshúsin á Íslandi eiga sinn þátt í að draga ferðafólk hingað til lands.
Lengi vel var það einungis efnamenn sem komu hingað til lands enda var það ekki möguleiki fyrir neina aðra. Ferðalag hingað tók yfirleitt 5-6 vikur að lágmarki enda tók a.m.k. viku að komast hingað með skipi, oft seglskip og síðar gufuskip. Ferðast var á hestum oftast var reiknað með að gullhringurinn hefðbundnasta dagsferð í dag tæki yfirleitt 5 daga, jafnvel lengur! Á fyrsta degi var riðið austur á Þingvöll, næsta dag að Geysi og þann þriðja að Gullfossi og til baka að Geysi, fjórða dag aftur á Þingvöll og síðasta daginn Aftur til Reykjavíkur. Kosturinn við þessa ferðatilhögun var að hvergi þurfti að fara yfir stórár en almennilegar brýr voru ekki byggðar á íslandi fyrr en skömmu fyrir aldamótin 1900 svo sem kunnugt er.
Árið 1905 komu fyrstu skemmtiferðaskipin. Þau komu frá Þýskalandi á vegum þýska skipafélagsins HAPAG. Þá varð vendipunktur í ferðaþjónustunni og enn erum við að vinna að sömu markmiðunum: að greiða götu ferðamannsins.
Í náinni framtíð verðum við að huga að nýjum áfangastöðum til að sýna ferðamönnunum okkar. Fyrir nokkrum misserum komu fram hugmyndir um að gera einn óvenjulegasta helli í Evrópu aðgengilegan ferðamönnum: Þríhnjúkagíg hjá Bláfjöllum. Það væri mjög æskilegt að sú framkvæmd kæmist sem fyrst af stað. Þá er Eldfjallagarður á Reykjanesi mjög góð hugmynd en því miður hefur gríðarlegu miklu landssvæði verið spillt af óþörfu. Við eigum að hafa t.d. á Mosfellsheiði útibú frá Húsdýragarðinum í Reykjavík þar sem ferðafólk getur komist í nánd við húsdýrirn okkar og eins þau villtu eins og hreindýr og refi. Oft hefi eg verið spurður sem leiðsögumaður hvar unnt sé að sjá hreindýr. Þau mætti hafa í þar til gerðri girðingu ferðafólki til sýnis og myndunar.
Fossarnir okkar eru einnig margir, jafnvel í næsta nágrenni. Helgufoss, Tröllafoss og Tungufoss eru í Mosfellsbæ, Þórufoss í Kjósarskarði og mögulegt væri að hafa Dynk aflmesta foss í Þjórsá og Háafoss ásamt Hjálparfossi í Þjórsárdal. Og auðvitað eigum við að setja upp náttúrgripasafn í Perluna, ekkert annað!
Möguleikarnir eru fjölmargir. Við verðum að fjölga sem mest möguleikum ferðafólks jafnframt sem straumur ferðamanna eykst jafnt og þétt.
Góðar stundir!
Gullni hringurinn pýramídi Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.3.2012 | 10:39
Er héraðsdómur byggður á kórvillu?
Í máli þessu kemur fram að tré sem gróðursett voru fyrir meira en hálfri öld, beri að fella!
Þá kemur einnig fram, að fjölbýlishús hafi verið byggt fyrir tæpum 20 árum og að íbúi í því hafi krafist fyrir dómi að trén á næstu lóð verði að víkja!
Hvernig má það vera, að íbúi fjölbýlishúss hafi meiri rétt en grenitré handan lóðarmarka? Voru grenitrén gróðursett of nálægt lóðamörkum og í trássi við þágildandi byggingareglugerð? Dómurinn byggir á núgildandi byggingarreglugerð nr. 441/1998 þar sem nokkuð stífar reglur gilda um þessi atriði? Með því að vísa í þessa reglugerð frá 1998 er verið að gera ákvæði hennar afturvirka sem nær ekki nokkurri átt!
Það hefur verið dæmigerð lenska hér á landi að fara í mál út af minnsta tilefni og valda jafnvel grönnum sem mestan skaða og álitshnekki.
Sækjandi í þessu máli vissi eða mátti vita af þessum meinta annmarka þegar hann kaupir íbúð í fjölbýlishúsinu. Honum mátti vera ljóst að trén njóta verndar og virðingar.
Vörnin byggist á því að grenitrén séu eign sem varin er af stjórnarskránni sem eiganda er ekki skylt að láta af hendi. Í dag njóta gömul tré verndar og má ekki fella þau nema með mjög ströngum skilyrðum.
Spurning er hvort í þessu tilfelli hefði ekki mátt finna lausn sem gæti hugnast báðum sjónarmiðum. Greinar gamalla trjáa má saga nokkra metra upp eftir stofninum eftir því sem þau vaxa enda leita þau upp til birtunnar. Eftir sem áður veita þau mikið skjöl og öllum yndi m.a. eru gömul grenitré athvarf margra fugla.
Grenitrén eiga mína samúð sem og alls þess fólks sem ann trjágróðri.
Þessum héraðsdómi verður að áfrýja til Hæstaréttar og hnekkja. Hann virðist vera byggður á meinlegri kórvillu.
Dómurinn er á heimasíðu Héraðsdóms Reykjaness: http://www.domstolar.is/domaleit/nanar/?ID=E201002126&Domur=3&type=1&Serial=1&Words
Góðar stundir!
Skylt að fjarlægja grenitré | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 22
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar