Á réttri leið

Stefnubreyting

Með þessu frumvarpi er breitt af leið: Í stað þess að kvóti væri afhentur án nokkurra takmarka, m.a. að unnt var að gera hann að féþúfu, þá er með þessu frumvarpi farin sú leið að þeir aðilar sem hafa kvóta, greiði fyrir afnot hans.

Líklegt er að töluverð andstaða verði í þinginu enda sitja ýmsir fulltrúar braskara þar. Þó svo takist að koma frumvarpinu gegnum þingið verður líklegt að Ólafur Ragnar skjóti málinu í þjóðaratkvæði enda er hann töluvert tengdur þeim fjármagnsöflum sem ráðið hafa íslensku samfélagi bak við tjöldin.

Ekki er unnt að fá á hreint hvaða afstöðu Ólafur hefur til þessa máls. Rétt væri að ríkisstjórnin sæti lagi við þriðju og síðustu umræðu að fyrirsjáanlegt verði að Ólafur verði erlendis og að handhafar forsetavalds staðfesti lögin.

Sennilegt er að töluverð flugeldasýning verði viðhöfð að venju í þinginu kringum þetta mál og jafnvel á Bessastöðum þar sem hörðustu andstæðingar núverandi ríkisstjórnar sitja.

Þetta mál er mikið réttlætismál og á ríkisstjórnin mikinn sóma af þessu mikilvæga máli að setja fram skynsamlegt en umfram allt sanngjarnt frumvarp um þetta viðkvæma mál.

Góðar stundir.


mbl.is Kvótafrumvarpið í 14 liðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 242918

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband