Er Sjálfstæðisflokkurinn að ganga af göflunum?

Sú var tíðin að þingstörf voru fremur friðsöm. Nú líður varla sá dagur eða öllu heldur kvöld að fréttir úr þinginu minni ekki fremur á samkomu þar sem ófriður virðist stöðugt vera ríkjandi. Nú virðist eins og sumir þingmenn gangist upp í að vera eins og hver annar ófriðarmaður með hnefann á lofti og býður andstæðingum birginn.

Áður voru þingmenn launaðir eins og daglaunamenn og taxtinn var áþekkur launatöxtum hafnarverkamanna í Dagsbrún. Nú eru þeir með hálaunamönnum enda hafa ýmsir gróðamenn valist í þinglið og vetða seint taldir til bjargálnamanna. Og sumir meira að segja fulltrúar braskaralýðs sem nú lætur mikið í sér heyra, steytir hnefann gegn ríkisstjórninni sem vinnur nýtan dag sem nótt að draga okkur upp úr skuldafeninu og óreiðunni sem fyrri ríkisstjórn undir forsæti Sjálfstæðisflokksins kom okkur í með bankahruninu.

Ljóst er að forysta Sjálfstæðisflokksins hugnast ekki að núverandi ríkisstjórn hafi tekist að snúa við óheillaþróuninni.

Forystu Sjálfstæðisflokksins huggnast ekki að ríkissstjórninni hafi fækkað ráðuneytum og þar með ráðherrum til betri og hagkvæmari stjórnsýslu.

Og forystu Sjálfstæðisflokksins huggnast ekki að þessi ríkisstjórn vilji setja landi og þjóð nýja stjórnarskrá enda hefur sama forysta litið á stjórnarskrármálið sem einkamál Sjálfstæðisflokksins.

Og Sjálfstæðisflokkurinn getur ekki gleymt að foringi hans hafi verið ákærður og bíði dómsins mikla!

Gagnrýni Sjálfstæðisflokksins er ekki sérlega málefnaleg. Hún byggist á tilviljanakenndum upphlaupum í þeim glunroða og ráðaleysi sem virðist hafa heltekið hann.

Sjálfstæðisflokkurinn er í dag ekki nemaglefsur úr minningu um forna frægð. Ýmislegt bendir til að hann virðist vera að leysast upp og fremur spurning hvenær það verður. Hann skortir allt sem góðan stjórnmálaflokk prýðir. Hann er samansafn af bröskurum, útjöskuðum þrösurum og málefnasnauðum ræðumönnum. Hann virðist ekki hafa neina hugsjón aðra en að auka glundroðann og draga þannig þjóðina enn neðar í tilgangslausu og menningarsnuðu pexi um nánasty ekkert neitt í því augnamiði að gera ríkisstjórninni eins erfitt fyrir og unnt er.

Kannski helsta von Sjálfstæðisflokksins sé stuðningur Ólafs Ragnars sem virðist ekki alveg laus við siðblinduna!

Góðar stundir!


mbl.is Hiti í þingsal meðal þingmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sjálfstæðisflokkurinn, hagsmunaflokkur auðvaldsins sem kom öllu hér í kaldakol, er formlega dottinn í ruslflokk.

Spilltasti flokkurinn í hinum vestræna heimi.

Jón Sigurðsson (IP-tala skráð) 30.3.2012 kl. 00:34

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Bjarni Ben. er skrambi góður og rakti feril þessa máls vel. Við vitum öll að Ríkisstjórn Jóhönnu beytir brögðum af öllum gerðum til að troða okkur nauðugum í ESb. Einn þátturinn var þetta krossapróf um Stjórnarskrána. Sýnist nú gaflarnir af hjörunum vegna illsku Samfylkingar. Hefur stjórninni tekist að snúa við óheilla þróun?? Ó nei góði. þeir herða sig enn betur að þjarma að fátækum,en auðmönnum eru þeir háðir og afskrifa allar þeirra skuldir. Ætluðu reyndar að vera búnir að klára það með Icesave,en tókst ekki. Geir Haarde hefði verið kominn miklu lengra í uppbyggingu,ef pottarnir hefðu ekki hrakið hann frá Þessi sjórn hangir,þótt löngu sé orðin umboðslaus.

Helga Kristjánsdóttir, 30.3.2012 kl. 00:49

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Helga: Bjarni veit að hann er fulltrúi braskaranna sem auðguðust vel í aðdraganda bankahrunsins og er jafnvel enn að græða. Ekki veit eg hvaða plúsa þú sérð við hann. Örvænting virðist vera í forystu Sjálfstæðisflokksins enda getur varla nokkur heilvita maður né kona treysta svona fólki.

Geir var gjörsamlega ráðalaus og virðist ekkert hafa gert sér minnstu grein fyrir hruninu. Þessi ríkisstjórn hefur dregið okkur upp úr forarpyttinum sem Sjálfstæðisflokkurinn dró okkur ofan í. Það er því með öllu tilhæfulaust að fullyrða annað. Og þessi fullyrðing þín um umboðsleysi er alveg út úr kú: skoðanakannanir geta aldrei komið í stað kosninga og veita því engum umboð hvorki eftir óskhyggju þinni né annarra. Því miður! Sjálfstæðisflokkurinn virðist vera samansafn af einhverju æsingaliði sem ekki vill neins konar samstarf. Þessi flokkur er á móti öllu nema braski.

Guðjón Sigþór Jensson, 30.3.2012 kl. 01:05

4 identicon

Það er skilda þingamanna að standa vörðum heill þjóðarinnar. Eitthvað sem núverandi meiri hluta á þingi hugnast ákaflega illa. Hatrið á þeim sem unnið hafa fyrir sínu og grætt smá pening á því er því líkt að eyða skal þessum þjóðfélagsþegnum með öllum tiltækum ráðum. Þetta er augljóst þeim sem það vilja sjá, og því miður virðast kommúnistar beggja stjórnarflokkanna vera í þeim hópi sem hafa þessa skoðun. JS og SJS hafa setið á þingi lengst þeirra sem nú eiga að starfa þar, jú það er þeirra að starfa þar þjóðinni til heilla. Þau eiga ekki fyrirtækið Ísland ein. Hvar er árangur þeirra af yfir þrjátíu ára starfi, á hvað geta þau bent og sagt með stolti þessu kom ég til leiðar? Mér þætti gaman að " vera dauðfluga á vegg" eins og ein góð kona sagði, í þeirri upptalningu.

Það er líka gaman að skoða svona lesningu eins og þessa sem gerð er athugasemd við það er þetta "Litlu gulu hænunnar heilkenni" þar sem tíunduð eru störf síðustu ríkisstjórnar en aðeins annar flokkurinn í þeirri stjórn nefndur. Þetta minnir á kommúnista stjórnir þar sem ráðist var í miklar sögufalsanir kommúnistum til hagsbóta. Íslenskir kommar skulu ekki vera minni menn í þeim efnum.

Hvað varðar stjórnarskrá þá eru endurbætur á henni nauðsynlegar en með þeim hætti sem hér er það ekki boðlegt. Kosningar til stjórnlaganefndar dæmd ólögleg af HÆSTARÉTTI ÍSLENSKA LÝÐVELDISINS. Nei kommúnistar í ríkisstjórn núverandi skulu koma þessu máli áfram hvað sem það kostar. Lögum breytt og allt klappað og klárt, flott lýðræði þetta eða hvað? Má kannski ekki nefna þetta atriði sem hefði verið í hvaða siðmenntaða ríki nóg til að fara aftur í undirbúningsvinnu og gera hana af einhverju viti. Nei JS gerir sér sem betur fer grein fyrir því að hún er dauðvona í pólitík og því skal þetta í gegn með kjafti og klóm. Skítt með þessa andskotans þjóð sem er alltaf hvort eð er að þvælast fyrir í mikilvægum málum.

Og Sjálfstæðisflokkurinn getur ekki gleymt að foringi hans hafi verið ákærður og bíði dómsins mikla! Þetta eru hreint frábær rök í stjórnarskrár umræðu. Þeir eru til sem kunna ekki skammast sín fyrir að hafa sent fyrrverandi flokksformann sinn úr landi til að sú yrði ekki ákærða líka.

Gagnrýni kommúnista er aumkunarverð. Já verkamaðurinn er verður launa sinna en því miður verður það ekki sagt um marga þingmenn hvar í flokki sem þeir standa. Barnaskapur þingmanna sem enn þvarga eins og börn í sandkassa er með hreinum ólíkindum. Þessu fólki getur ekki verið aðvara á köflum það á við alla flokka. Talið um málefnin sem þarf að leysa nei menn voga sér að eyða endalausum tíma í fundarsköp forseta, óundir búnar umræður osfrv. Hverju er það að skila þjóðinni? Minni fólksflótta, betri kjörum, minna atvinnuleysi, meiri nýsköpun? Nei því miður elur þessi stjórn og þingmenn allir á sundurlyndi og verri kjörum fyrir Ísland og okkur sem þjóð.

Ég ætla að nota sömu orð Steingrímur J. notaði um vinnufélaga sín og sáust í fréttatíma á rúv forðum daga þegar hann var í andstöðu og fékk ekki sínu framgengt þá kallaði hann yfir salinn "Helvítis aumingjar" og þingvörður átti fullt í fangi með að stoppa myndatöku. Því miður er þetta álit mitt á þessu fólki sem segist vera í vinnu fyrir mig og hin 317000 in í þessu landi.

Eigið þið enn betri stundir. Gs

Guðlaugur (IP-tala skráð) 30.3.2012 kl. 09:39

5 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þarna var löng þula þar sem slær úr og í. Sjálfsagt lifir kommúnisminn lengi í huga afdalamanna eins og nokkrum þingmönnum Sjálfstæðisflokksins sem virðast sakna kommagrýlunnar. Nú hræðist fólk að endurtekning verði á hrunadansi í boði Sjálfstæðisflokksins sem virðist engu  hafa gleymt.

Eg treysti tiltektarfólkinu í Samfylkingu og VG betur en ráðþrota Sjálfstæðismönnum sem virðast ekkert geta lagt annað til málanna en þras og innantómt gjálfur.

Guðjón Sigþór Jensson, 30.3.2012 kl. 12:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband