Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2011
30.11.2011 | 22:45
Þá kom að því
Bankahrunið var fyrir venjulegan Íslending martröð. Allt í einu var eins og allt væri á hverfandi hveli, ekkert fast undir fótunum og allt í einu var eins og maður væri í lausu lofti án nokkurs jarðsambands.
Auðvitað var þetta afleiðing skelfilegs ástands sem Frjálshyggja í boði Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins eftir einkavæðingu bankanna og byggingu Kárahnjúkavirkjunar sem voru að öllum líkindum mestu fjárfestingarmistök á vegum þess opinbera í 17 ára samfelldri stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins.
Nú er komið að því að böndin berist að nokkrum höfuðpaurum fjárglæfranna. Sérstakur saksóknari hefur lagt gríðarlega vinnu við að leita uppi sannanir þar sem reynir á ábyrgð vegna innherjaviðskipta, fjársvika og misneytingu valds.
Mörgum finnst þessi vinna ganga nokkuð seinlega. Þess ber að gæta að það tók bandarísk yfirvöld 3 ár að rannsaka hvað fór úrskeiðis í Wall Street í okt. 1929 þegar fjármálakerfi hins vestræna heims riðaði til falls og markar upphaf kreppunnar miklu. Þessi rannsókn fór þó fram með amerískum hraða eins og þá tíðkaðist.
Ljóst er að tölvutæknin hefur sína kosti en galla líka. Umsvif viðskipta sem gengu meira og minna út á að mynda bólur á uppgangstímum Frjálshyggjunnar gengu mjög hratt fyrir sig. Á hverjum degi var unnt að búa til veltu sem áður tók vikur ef ekki mánuði.
Lífeyrissjóðir landsmanna sem og sparifjáreigendurí formi hlutabréfa töpuðu gríðarlegum fjármunum í hendurnar á þessum fjárglæframönnum. Nú er komið að nýjum kaflaskilum. Ljóst er að nú eru böndin að berast að þeim sem ábyrgð báru á þessum glæfrum.
Við óskum sérstökum saksóknara velfarnaðar í sínu vandasama starfi og væntum þess að hann nái sem mestum og bestum árangri.
Góðar stundir.
Mosi
Líklega fleiri í gæsluvarðhald | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.11.2011 | 20:39
Tvífari á flótta?
Fyrir nokkru voru birtar myndir af illa förnu líki sem var sagt vera af Gaddafi fyrrum einræðisherra í Líbýu. Ef honum hafi tekist að flýja land og sé í þann mund að koma til Venesúela þá er augljóst að tvífari hans hafi verið veginn en ekki hann sjálfur. Eða er það tvífarinn sem er að koma þangað?
Oft hafa þekktir stjórnmálaleiðtogar haft tvífara m.a. til að rugla njósnara fjandmanna sinna í ríminu. M.a. þekktra stjórnmálaleiðtoga á liðinni öld mun sjálfur Churchill hafa verið einn þeirra enda var ekki einleikið hvar hann kom víða. Hann var m.a. á Íslandi sumarið 1941 skömmu eftir að hafa hitt Rooswelt forseta Bandaríkja á herskipi á Atlantshafi. Þekkt er mynd af honum þar sem hann var að klofa yfir skurð í Reykjavík þar sem verið var að koma fyrir hitaveiturörum. Eftir stríðið ritaði hann minningar sínar í stríðinu og minntist Íslendinga á þá leið að hann hafi bent þeim á að þeir ættu að nýta sér þetta góða og heita vatn til þess að hita hús sín!
Góðar stundir!
Mosi
Gaddafi til Venesúela? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.11.2011 | 20:27
Einu sinni var ráðist á breska sendiráðið í Reykjavík
Í einu þorskastríðinu, það var árið 1973 var ráðist á breska sendiráðið í Reykjavík sem þá var í vestari byggingu svonefndra Sturluhalla við Laufásveg. Fjölmennur fundur á Lækjartorgi gegn ásiglingum breskra herskipa á íslenskt varðskip kallaði á heiftarleg viðbrögð margra landa okkar. Undir lok mótmælafundarins voru boðuð frekari mótmæli við Breska sendiráðið. Þangað streymdu mörg hundruð manns. Í stað þess að þarna færu fram friðsamleg mótmæli, hófst óviðkvæmilagt grjótkast en svo virðist sem margir hafi undirbúið sig undir þessi átök. Mér fannst sem áhorfanda þetta vera fyrir neðan allar hellur enda virtust margir upplifa einhvern spenning þarna og að allt væri leyfilegt. Lögregla var víðsfjarri og þótti mér það einkennilegt. Þarna voru margir, jafnvel sem nú í dag eru virðulegir broddborgarar, braskarar og jafnvel háttsettir í stjórnkerfinu, draga fram grjót úr pússi sínu og létu vaða í glugga sendiráðsins. Ekki var fyrr hætt fyrr en síðasta rúðan hafði verið brotin í húsinu en þá virtist þessi lýður vera búinn að fá nóg af því góða. Sú saga fylgdi að sendiráðsritarinn, Brian Holt, sem var eini starfsmaður sendiráðsins sem viðstaddur var, hafi skriðið undir eikarborð meðan grjótkastið stóð yfir og bjargaði sennilega lífi sínu fyrir íslensku grjótkösturunum.
Næstu viku voru íslenskir iðnaðarmenn að gera við skemmdirnar á kostnað íslenska ríkisins en illa tókst til við endurnýjun glugga sendiráðsins: þeir voru augnstungnir: í stað smárúðna voru settar heilrúður í staðinn og breyttist ásýnd hússins töluvert.
Oft hefur mér verið hugsað til þessa fólskuverks. Af hverju þarf að grípa til ofbeldis og skemmdarverka þegar friðsamleg mótmæli geta gert sama og jafnvel meira gagn?
Sennilega gera mótmælendur í Íran sér ekki grein fyrir þessu: Sendiráð erlendra ríkja ber að virða enda eru þau skilgreind að þjóðarrrétti hluti viðkomandi ríkis.
Góðar stundir!
Mosi
Vara Íran við afleiðingunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.11.2011 | 15:49
Af hverju voru þingmenn Sjálfstæðisflokksins á móti?
Mikið réttlætismál hefur verið samþykkt á Alþingi Íslendinga með yfirgnæfandi meirihluta. Einkennilegt er að allir viðstaddir þingmenn hafi ekki samþykkt þetta réttlætismál.
Hvaða sjónarmið eru að baki heilum þingflokk skal ósagt látið. Hver hefur skipað þeim öllum með tölu að gera það sem óskað var eftir?
Eða er Sjálfstæðisflokkurinn eftir allt saman ósjálfstæðasti flokkurinn á þingi?
það skyldi þó ekki vera.
Mosi
Samþykktu að viðurkenna fullveldi Palestínu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.11.2011 | 14:33
Kannski þurfum við meira raunsæi
Miklar sviptingar hafa verið í stjórnmálum undanfarin misseri. Nú á síðustu dögum hafa tvö mál borið einna hæst á góma: Grímsstaðamálið og uppistandið vegna sjónarmiða Jóns Bjarnasonar.
Auðvitað þarf að leysa þessi mál með raunsæi.
Sennilega er ákvörðun Ögmundar hárrétt: Hvaða hvatir liggja að baki að borga himinháar fjárhæðir fyrir eyðifjörð á jaðri hins byggilega? Hver stendur á bak við þennan kínverska auðmann? Kannski kínverska ríkið sem gjarnan vill koma á fót n.k. útibúi hér eins og Kínverjar hafa verið að komka sér upp víða t.d. Afríku. Landsvæði 30.000 hektara eða 300 ferkílómetra er ekki lítið. Til samanburðar eru smáríki á borð við Mónakó innan við 2 ferkílómetrar að stærð þannig að unnt hefði þess vegna að stofna yfir 150 smáríki á borð við það. Hvað býr að baki áformum um umfangsmikla ferðaþjónustu eins og talað var um? Átti kannski að koma á kínverskri nýlendu með kannski 1 milljón Kínverja búsetta hér á landi með millilandaflugvelli, framleiðslu iðnvarnings og þar fram eftir götunum? Þjóð sem telur vel eitthvað á annan milljarð íbúa myndi ekki muna að senda 1 prómill í landi sem er þegar ofsetið. Til samanburðar væri eins og að senda 300 Íslendinga eða íbúafjölda Djúpavogs til annars lands.
Kínverjar hafa ekki verið sérstaklega velþekktir fyrir mannréttindi og virðingu fyrir hugverkarétti sem þykir sjálfsagður. Öðru nær, hvergi í veröldinni hefur verið framfylgt dauðadómum með fullri hörku, stundum af litlu tilefni og hvergi eru hugverk annarra jafnmikið nýtt án þess að leitað hafi verið samþykkis.
Sennilega myndu ráðamenn annarra ríkja innan EBE taka svipaða afstöðu og Ögmundur.
Varðandi Jón Bjarnason þá er þess að geta að hann virðist ekki átta sig á því að við höfum verið þáttakendur í evrópsku samstarfi í nálægt 40 ár. Það er því ekki auðvelt að gera sér grein fyrir því að við erum hluti evrópska efnahagssvæðisins, höfum skuldbundið okkur með alþjóðlegum samningum. Sérfræðingur á Bifröst hefur látið í veðri vaka að gerðir og athafnir Jóns Bjarnasonar. Í fréttum í gær kom fram að Matvælastofnun er nánast lömuð vegna ákvörðunar Jóns um að henni er gert ófært að standa undir væntingum og eðlilegu hlutverki sínu. Þetta er grafalvarlegt í ljósi þess að við verðum að halda áfram stefnunni meðan rétt er.
Völdum fylgir ábyrgð, já mikil ábyrgð. Sá sem ekki er viðbúinn að höndla ábyrgð á ekki að koma nálægt henni. Auðvitað er þátttaka okkar í evrópsku samstarfi umdeilt en er nokkur annar kostur fyrir hendi og annað betra?
Við Íslendingar erum fámenn þjóð, ja eiginlega of fámenn til að geta haldið uppi nútímasamfélagi nema í samvinnu við aðrar þjóðir og þá eru nágrannar okkar þeir sem við eigum að halla okkur að.
Auðvitað má sitthvað af Efnahagssambandi Evrópu finna en í þessu máli eigum við að sýna eðlilegt raunsæi. Við þurfum auðvitað að leggja megináherslu á sérstöðu okkar t.d. vegna fiskveiða en fiskurinn í sjónum er ekki endilega eitthvað fyrirbæri sem við getum treyst á til langframa. Koma þarf upp öðrum dýrmætum náttúruauðlindum eins og útbreiddum nytjaskógum sem við getum ræktað.
Þá eru ótalmörg tækifæri á sviði þjónustu og framleiðslu á fjölbreyttum sviðum, ekki aðeins í álbræðslum.
Við eigum að taka ískaldar raunsæjar ákvarðanir að vel yfirlöguðu ráði en ekki láta rómkantíkina glepja okkur sýn.
Mosi
Mikið áfall ef VG snýr baki við Jóni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.11.2011 | 20:40
Varhugaverð kykvendi
Við leit þá má m.a. finna eftirfarandi fróðleik um margyttur: Marglyttur (staðbundið málfar marglot, illa, skollaskyrpa eða skollahráki, í fornu máli kölluð glytta) er flokkur holdýra (Scyphoza) sem eru hlaupkenndar og skálarlaga og eru með eitt munnop. Holdýr skiptast í tvo flokka hveljur og holsepa, og eru marglyttur hveljur. Marglyttur hafa griparma í kringum munninn og á gripörmunum eru stingfrumur eða brennifrumur sem marglytturnar nota til þess að drepa sér til matar eða til að vernda sig.
Í brennifrumunum eru eitruð efni sem geta valdið skaða á þeim sem verða fyrir. Skaðinn er mismunandi eftir tegundum bæði marglyttunnar og fórnarlambsins, lítill fiskur deyr af völdum skammts sem veldur aðeins roða hjá mönnum. Marglyttur eru miseitraðar, þær eitruðustu geta drepið menn á nokkrum sekúndum.
Heimild: http://is.wikipedia.org/wiki/Marglyttur
Höf. er ókunnugur en er væntanlega náttúrufræðingur.
Þá er ítarlegri fróðleikur um marglyttur á Vísindavefnum: http://visindavefur.hi.is/svar.php?id=56955
Er þar vísað í fræðimenn um nánari upplýsingar.
Töluvert er af marglyttum við strendur Íslands. Í æsku var mér oft starsýnt á þessi kykvendi í höfninni á Akranesi og víðar. Fyrir nokkrum misserum var gríðarleg viðkoma á marglyttum í Faxaflóa svo að þarna virtist við fyrstu sýn vera eitt algengasta kykvendið í sjónum. Var þetta sérstaklega áberandi í hvalaskoðunarferðum frá Reykjavík.
Hvernig marglyttur fjölga sér og við hvaða kjöraðstæður viðkoma þeirra er mest er mér ókunnugt enda ekki nema áhugamaður um náttúrufræði. Fróðlegt væri að fá meiri fróðleik um dýr þetta, tegundir , útbreiðslu og einnig hvort það eigi sér náttúrulega óvini.
Strendur Kanaríeyja eru misjafnar, einkum þekki eg mest til á La Palma vestustu eyjunni þar sem baðstrendur eru fáar og fremur slæmar. Á Fuerteventura eru nánast endalausar flatar strendur þar sem gaman er að ganga eftir klukkustundum saman.
Varðandi náttúru Kanaríeyja þá eru mikil tíðindi að gerast í hafinu undan strönd El Hierro annarar vestustu eyjarinnar. Þar hefur verið kröftugt neðansjávareldgos í gangi, líkt Surtseyjargosinu, en lítið sem ekkert hafa íslenskir fjölmiðlar veitt þessu eftirtekt. Á vefútgáfu þýska spegilsins má lesa sig til á heimasíðunni: http://www.spiegel.de/international/europe/0,1518,794360,00.html
Góðar stundir!
Mosi
Marglyttuinnrás á Kanarí | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.11.2011 | 18:19
Sparnaður: oft er þörf en nú nauðsyn
Þegar harðnar á dalnum er nauðsynlegt að spara.
Áður var þegar gervigóðærið gekk yfir Ísland í boði Dabba og Dóra. Góðæri sem reyndist kalla á andhverfu sína svo skjótt sem veður breyttist í lofti. Davíð Oddsson setti sennilega ekki aðeins Íslandsmet heldur að öllum líkindum Norðurlandamet við að skipa hvorki fleiri né færri en 26 nýja sendiherra það eina ár sem hann gegndi starfi utanríkisráðherra! Þá voru nánast allir kjölturakkar Sjálfstæðisflokksins á flot dregnir og dubbaðir upp sem sendiherrar!
Þetta Íslandsmet og líklega Norðurlandamet verður sennilega aldrei slegið.
Hvað skyldi allar þessar ráðningar kosta þjóðina? Sjálfsagt er leitun að annarri eins óráðsíu og þegar allt lék í lyndi hjá Dóra og Dabba.
Mosi
Sameiginleg sendiráð Norðurlandanna? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.11.2011 | 09:08
Uppfyllum Maastricht skilyrðin fyrst!
Margir kostir eru við það að Ísland tengist öðrum ríkjum Evrópu sem best. En ókostirnir eru auðvitað einhverjir og fram að þessu hefur verið talið að landbúnaðar- og sjávarútvegsmál sé þar stærsti þrándurinn í götu. Hagsmunaaðilar á þeim sviðum berjast hart gegn inngöngu og er það að ýmsu leyti skjiljanlegt. Spurning hvort það sé skynsamlegt rétt eins og hvort Ísland eigi að ganga í EBE.
Hvað sem öllu líður er frumskilyrði að við eigum að stefna á að fullnægja Maastricht skilyrðunum sem eru mjög einföld en mörgum þjóðum eins og Grikkjum allt að því óyfirstíganlegt: Hallalaus rekstur ríkissjóðs, viðráðandi skuldabyrði og lágmörkun dýrtíðar (verðbólgu).
Því miður eigum við enn töluvert í land og Grikkir og jafnvel Spánverjar, Portúgalir jafnvel enn lengra.
Aukin og sterkari tengsl við Evrópuþjóðir næst okkur eru okkur til mikillra hagsbóta. EFTA var okkur mjög hagstætt en mikil andstaða var á móti því á sínum tíma fyrir rúmum 40 árum. Nú eru breyttir tímar og von að skynsamlegar lausnir verði á þessum málum.
Versti kosturinn er að vera í lausu lofti. Þá getur verið að Ísland verði auðveldur skotspónn fjandsamlegri afla en EBE er okkur nú.
Góðar stundir!
Innganga í ESB undirbúin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 243585
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar