Tvífari á flótta?

Fyrir nokkru voru birtar myndir af illa förnu líki sem var sagt vera af Gaddafi fyrrum einræðisherra í Líbýu. Ef honum hafi tekist að flýja land og sé í þann mund að koma til Venesúela þá er augljóst að tvífari hans hafi verið veginn en ekki hann sjálfur. Eða er það tvífarinn sem er að koma þangað?

Oft hafa þekktir stjórnmálaleiðtogar haft tvífara m.a. til að rugla njósnara fjandmanna sinna í ríminu. M.a. þekktra stjórnmálaleiðtoga á liðinni öld mun sjálfur Churchill hafa verið einn þeirra enda var ekki einleikið hvar hann kom víða.  Hann var m.a. á Íslandi sumarið 1941 skömmu eftir að hafa hitt Rooswelt forseta Bandaríkja á herskipi á Atlantshafi. Þekkt er mynd af honum þar sem hann var að klofa yfir skurð í Reykjavík þar sem verið var að koma fyrir hitaveiturörum. Eftir stríðið ritaði hann minningar sínar í stríðinu og minntist Íslendinga á þá leið að hann hafi bent þeim á að þeir ættu að nýta sér þetta góða og heita vatn til þess að hita hús sín!

Góðar stundir!

Mosi


mbl.is Gaddafi til Venesúela?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Er ekki líklegra að verið sé að koma af stað sögusögn til að réttlæta "íhlutun" í Venesúela?

Gunnar Heiðarsson, 29.11.2011 kl. 21:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 242837

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband