Kannski þurfum við meira raunsæi

Miklar sviptingar hafa verið í stjórnmálum undanfarin misseri. Nú á síðustu dögum hafa tvö mál borið einna hæst á góma: Grímsstaðamálið og uppistandið vegna sjónarmiða Jóns Bjarnasonar.

Auðvitað þarf að leysa þessi mál með raunsæi.

Sennilega er ákvörðun Ögmundar hárrétt: Hvaða hvatir liggja að baki að borga himinháar fjárhæðir fyrir eyðifjörð á jaðri hins byggilega? Hver stendur á bak við þennan kínverska auðmann? Kannski kínverska ríkið sem gjarnan vill koma á fót n.k. útibúi hér eins og Kínverjar hafa verið að komka sér upp víða t.d. Afríku. Landsvæði 30.000 hektara eða 300 ferkílómetra er ekki lítið. Til samanburðar eru smáríki á borð við Mónakó innan við 2 ferkílómetrar að stærð þannig að unnt hefði þess vegna að stofna yfir 150 smáríki á borð við það. Hvað býr að baki áformum um „umfangsmikla ferðaþjónustu“ eins og talað var um? Átti kannski að koma á kínverskri nýlendu með kannski 1 milljón Kínverja búsetta hér á landi með millilandaflugvelli, framleiðslu iðnvarnings og þar fram eftir götunum? Þjóð sem telur vel eitthvað á annan milljarð íbúa myndi ekki muna að senda 1 prómill í landi sem er þegar ofsetið. Til samanburðar væri eins og að senda 300 Íslendinga eða íbúafjölda Djúpavogs til annars lands.

Kínverjar hafa ekki verið sérstaklega velþekktir fyrir mannréttindi og virðingu fyrir hugverkarétti sem þykir sjálfsagður. Öðru nær, hvergi í veröldinni hefur verið framfylgt dauðadómum með fullri hörku, stundum af litlu tilefni og hvergi eru hugverk annarra jafnmikið nýtt án þess að leitað hafi verið samþykkis.

Sennilega myndu ráðamenn annarra ríkja innan EBE taka svipaða afstöðu og Ögmundur.

Varðandi Jón Bjarnason þá er þess að geta að hann virðist ekki átta sig á því að við höfum verið þáttakendur í evrópsku samstarfi í nálægt 40 ár. Það er því ekki auðvelt að gera sér grein fyrir því að við erum hluti evrópska efnahagssvæðisins, höfum skuldbundið okkur með alþjóðlegum samningum. Sérfræðingur á Bifröst hefur látið í veðri vaka að gerðir og athafnir Jóns Bjarnasonar. Í fréttum í gær kom fram að Matvælastofnun er nánast lömuð vegna ákvörðunar Jóns um að henni er gert ófært að standa undir væntingum og eðlilegu hlutverki sínu. Þetta er grafalvarlegt í ljósi þess að við verðum að halda áfram stefnunni meðan rétt er.

Völdum fylgir ábyrgð, já mikil ábyrgð. Sá sem ekki er viðbúinn að höndla ábyrgð á ekki að koma nálægt henni. Auðvitað er þátttaka okkar í evrópsku samstarfi umdeilt en er nokkur annar kostur fyrir hendi og annað betra?

Við Íslendingar erum fámenn þjóð, ja eiginlega of fámenn til að geta haldið uppi nútímasamfélagi nema í samvinnu við aðrar þjóðir og þá eru nágrannar okkar þeir sem við eigum að halla okkur að.

Auðvitað má sitthvað af Efnahagssambandi Evrópu finna en í þessu máli eigum við að sýna eðlilegt raunsæi. Við þurfum auðvitað að leggja megináherslu á sérstöðu okkar t.d. vegna fiskveiða en fiskurinn í sjónum er ekki endilega eitthvað fyrirbæri sem við getum treyst á til langframa. Koma þarf upp öðrum dýrmætum náttúruauðlindum eins og útbreiddum nytjaskógum sem við getum ræktað.

Þá eru ótalmörg tækifæri á sviði þjónustu og framleiðslu á fjölbreyttum sviðum, ekki aðeins í álbræðslum.

Við eigum að taka ískaldar raunsæjar ákvarðanir að vel yfirlöguðu ráði en ekki láta rómkantíkina glepja okkur sýn.

Mosi


mbl.is Mikið áfall ef VG snýr baki við Jóni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er ekki stærsta áfallid fyrir LÍÚ ad missa sinn talsmann...?

Jón Páll Garðarsson (IP-tala skráð) 29.11.2011 kl. 15:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 242935

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband