Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

Hvalaskoðun: er ísbjarnarskoðun raunhæf?

Gleðitíðindi fyrir ferðaþjónustuna

Hvalaskoðun hefur verið ein mikilvægasta atvinnugrein undanfarin ár á Húsavík. Blómatíminn er eðlilega sumarið og er Húsavík sennilega með betri stöðum við Atlantshafið þar sem skilyrði til hvalaskoðunar eru mjög góð. Sjálfbær atvinnustarfsemimjög umhverfisvæn ef undan er skilin brennsla á skipaolíu, nýtur engra opinberra styrkja og gefur miklar tekjur af sér í hendur eigenda, starfsmanna og samfélagsins.

Forvitnilegt hefði verið að vita hvernig Húsvíkingar hefðu tekið ísbirninum sem felldur var í Skagafirði nú á dögunum.  Hefðu þeir fellt hann með jafnmikilli skammsýni og þeir í Skagafirðinum? Sá ísbjörn bíður það hlutskipti að verða stoppaður upp og settur þannig steindauður á safn. Á Húsavík í hinu myndarlega Safnahúsi hefur uppstoppaður fullorðinn vígalegur ísbjörn verið til sýnis í nær mannsaldur. Ekki virðast útlendingar sækjast sérstaklega mikið þangað til að bera bangsann stóra augum. Erlendir ferðamenn vilja sjá lifandi dýr en ekki dauð! Þeir eru tilbúnir að greiða stórfé fyrir að upplifa e-ð verulega fágætt og virkilega spennandi. Þeir á Húsavík báru þá gæfu að uppgötva á sínum tíma hugmynd um að gera út skip til að fara með útlendinga á móts við hvali með þessum feyknagóð árangri. 

Spurning hefði verið að koma ísbjörninn lifandi fyrir í mannlausum eyðistað eins og Náttfaravík. Þar hefði hann sennilega getað lifað þokkalega með dyggum stuðningi mannsins. E.t.v. eru landeigendur á móti slíkri notkun lands þeirra en er þetta ekki eitt þeirra mikilsverðu atriða sem þarf að undirbúa mjög vel þegar næsta ísbjörn ber að garði? Á móttökunefndin að vera samansafn grimmra oft siðlausra veiðimanna sem bíða með drápstólin bítandi í skjaldarrenddur eins og víkingarnir forðum og vilja allir sem einn fá að skjóta friðað dýrið til að unnt sé að taka af sér frækilega mynd á eftir! Eða eigum við að ráðast í raunverulegar björgunaraðgerðir sem gætu orðið okkur ekki aðeins til sóma á alþjóðlegum vettvangi heldur ekki síður til gagns og  framdráttar í leiðinni? Það væri til einhvers að vinna.

Ýmsum finnst eðlilegt að byggja upp einhæft atvinnulíf með stóriðju á Íslandi. Þar er mikill og vandaður undirbúningur sem nauðsynlegt er að búa að baki. En þegar slíkan happafeng sem ísbjörn ber að garði þá er hann umsvifalaust skotinn eins og ótýndur glæpamaður utan dóms og laga rétt eins og í villta vestrinu. Er það sem við viljum og sækjumst eftir?

Það er virkilega miður þegar skammsýnin tekur völdin og árátta veiðimannsins ber skynsemina ofurliði. 

Mosi 


mbl.is Steypireyðar á Skjálfanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eina góða ráðið

Nú eru ungar að klekjast úr eggjunum. Eina góða ráðið sem við getum gert er auðvitað að halda annað hvort köttunum innandyra eða ef þeim er hleypt út, að setja á þá bjöllur. Kettir ná því sem þeir ætla sér en athygli vekur að þeir klifra ekki upp í hvaða tré sem er: tré sem hafa mikla trjákvoðu, einkum barrtré á borð við furu og greni, eru ekki sérstaklega kattavæn. Um leið og kötturinn læsir klónum í stofninn, vellur nánast um leið seig trjákvoðan sem kettinum er meinilla við enda tekur það hann langan tíma að þrífa sig á eftir. Þó eru til kettir sem láta þetta ekkert á sig fá, eru ekki eins pjattaðir og þessir „venjulegu“ sófakettir.

Það er mikils vert að gefa ungum fuglum tækifæri að spreyta sig sem mest sjálfir. Þeir kynnast því eiginlega frá fyrsta degi að lífið er enginn leikur og þar þarf að vera hygginn að læra sem fyrst hvar hætturnar leynast sem og hvar unnt er að finna æti á sem auðveldastan og hættuminnsta hátt.

Fuglarnir eru miklir gleðigjafar. En vonbrigðin eru oft mikil og sár þegar illa fer en gleðin og ánægjan því meiri þegar þeim tekst vel til. 

Mosi 


mbl.is Ekki „bjarga" fuglsungum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mosfellsheiði

Í dag gekk Mosi á Mosfellsheiði og lagði upp vestan við Leirvogsvatn. Veður var hið besta, heiðskýrt, mikil sól til að byrja með en síðdegis þykknaði smám saman upp með nokkurri austanátt. Eftir að hafa gengið suður með vatninu að vestanverðu lagði eg á Heiðina skammt frá þar sem vermennirnir urðu úti í mars 1857 í aftakaveðri. Stefnt var í suðaustur og ekki linnt ferðinni fyrr en hjá vörðunni skammt austan við yngri sæluhústóftina við Þingvallaveginn , sjá mynd: Gamli Þingvallavegurinn. Á myndinn sést greinilega hve vegurinn er orðinn illfær enda er allur ofaníburður löngu farinn. Síðast mun vegurinn hafa verið lagfærður vegna Lýðveldishátiðarinnar 1944.

Tóftin af sæluhúsinu sem er þarna örskammt frá veginum. Húsið var byggt fyrir um 120 árum en þakið gaf sig, fauk út í buskann og þá voru dagar hússins taldir enda mikið veðravíti þarna á vetrum. Næsta mynd er tekin skammt vestan við tóftina sem sjá má bera í Ármannsfell milli Botnssúlna og Þórisjökuls til veinstri en Skjaldbreiðar hægra megin. í forgrunni má greinilega sjá djúp nýleg för eftir vélknúin ökutæki. Steinahleðslan sem sjá má þvert yfir veginn eru leifar af ræsi. Þegar vegur þessi var lagður, var þetta vandaðasta vegagerð á Íslandi og þá mun fyrst hafa verið lögð ræsi við vegagerð. Er mjög miður að þessi mannvirki eru nánast eyðilögð fyrir hugsanaleysi. 

Það er mjög mikil þörf að friðlýsa þennan veg og loka honum fyrir umferð vélknúinna ökutækja. Sumir telja sér heimilt að djöflast þarna yfir á jeppum, fjórhjólum og torfæruhjólum.  Akstur eftir þessum gamla vegi er orðinn mjög torveldur enda hafa víða myndast aukaspor þar sem ökumenn hafa ekið utan við veginn.

Síðasta myndirnar ættu að skýra sig sjálfar: afleiðingar utanvegaaksturs geta orðið mjög afsrifaríkar. Við eina torfæruna var hluti bílnúmers sem rifnað hefur af. Og þetta stóra púströr tók eg með ásamt fleira rusli sem eg hirti upp, fullt fangið af drasli af Heiðinni. Allt tók eg með til byggða og kom í Sorpu.

Hvet eindregið Umhverfisráðuneytið að taka á þessu máli: friða Þingvallaveginn gamla sem merka mannvirkjagerð frá lokum 19. aldar. Í Mosfellsbæ hefur komið upp sú hugmynd að bæjarstjórn Mosfellsbæjar geri Mosfellsheiði að friðlandi.

Á leiðinni til baka ákvað Mosi að taka á sig dálítinn krók, gekk á Borgarhóla og þaðan um Háamel og í átt að Leirvogsvatni. Á leiðinni rakst hann á þessa gömlu reiðleið úr Mosfellsdal um Bringur og á Háamel sem vonandi fær að vera í friði fyrir þeim sem gjarnan vilja fara á sínum vélknúnu ökutækjum. Þeir gera sér ekki grein fyrir að þeir eru að eyðileggja fornar minjar.

Mosi


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Mikilvæg réttindi og samfélagsleg ábyrgð

Mikil óvissa er um rétt Landsvirkjunar og ríkisvaldsins að 3 með því að breyta straumvatni í uppistöðulón. Réttur Títansfélagsins á sínum tíma kvað á um rétt félagsins að byggja rennslisvirkjanir í byggð við Þjórsá en ekki að byggja stórar stíflur til að útbúa uppistöðulón. Rétturinn er því takmarkaður við mun minni virkjaáform en Landsvirkjun hyggst beita sér fyrir.

Þessi lög frá 1952 eru jafngömul Mosa. Þau kveða á um aflýsingu kvaða á jörðum. Fyrr á tímum voru ótrúlegar kvaðir lagðar á bændur, ítök sett og þeim voru sett takmörk um nytjar jarða sinna. Sumar þessar kvaðir má rekja aftur til miðalda, aðrar komu til með siðskiptunum þegar konungsvaldið með kúgun sinni gerði klaustursjarðirnar upptækar og breytti kvöðunum með þörfum Bessastaðavaldsins í huga. Fógetar konungs vildu hafa það náðugt og þægilegt, kvaðirnar gengu út á ýms réttindi af landinu þ. á m. að bændur skyldu útbúa svo og svo marga hestburði af viðarkolum og flytja á eigin kostnað og fyrirhöfn til Bessastaða. Þetta var gjaldtaka fyrir leiguafnot af gömlu klaustur- og kristfjárjörðunum en áður voru ostar sá gjaldmiðill sem afnotin voru greidd með. Þeir konungsmenn fluttu sjálfir inn að mestu þær matvörur sem þeir þörfnuðust en létu sér ekki nægja að bíta í gamla osta eins og munkarnir og nunnurnar forðum daga.

Konungsvaldið færði sig því upp á skaftið eftir siðskiptin. Svo er að skilja að áform ríkisvaldsins og Landsvirkjunar sé einnig að færa sig upp á skaftið og reyna að komast eins langt með rangindi sín og ágirni. Bændur þurfa einkum í byggð á öllu því landi sem þeir eiga. Bætur sem þeir hafa fengið gegnum tíðina þegar um er að ræða orkumál, þá eru það smámanrbætur sem eru ekki í  neinu samræmi við raunveruleikann. Vegna Kárahnjúkavirkjunar fengu bændur um 48 þúsund króna bætur fyrir hvern rafmagnsturn sem byggður var í landi þeirra. Er þó ljóst að töluverð landræma glatast vegna þess að þar sem háspennulínur eru, verða ekki byggð nein hús né önnur mannvirki. Og er þá ekki talin sú útsýnisröskun og sjónmengun sem af þessum línutröllum stafar. Fyrrum framkvæmdarstjóri Sjálfstæðisflokksins fékk nokkrum árum yfir 200 milljónir í bætur fyrir tæpa 4 hektara lands við Reyðavatn í Reykjavík.

Það verður því mjög spennandi hvernig dómstólar taka á þessari deilu bænda fyrir austan. Atli Gíslason er mjög flinkur lögfræðingur og er mjög líklegt að honum takist að gæta hagsmuna bænda og rétta hag þeirra í hvívetna. Þó svo að vel kann að vera nauðsynlegt að afla orku þá er ekki lengur verið að rafvæða sveitirnar eins og var viðkvæðið í fyrstu. Nú er nóg af rafmagni framleitt í landinu. Því miður er lunginn af þessu rafmagni seldur allt of ódýrt til stóriðjunnar sem á að greiða hærra verð ekki aðeins fyrir orkuna heldur einnig skatt vegna umhverfismengunar. Svo er í velflestum löndum þar sem stjórnvöld sinna betur samfélagslegri ábyrgð. Ef ganga á rétt bænda eða annarra í samfélaginu ber að greiða þeim fullar bætur og má hafa í huga sem góða fyrirmynd úrskurð nefndar þeirrar sem fjallar um eignarnámsbætur, þegar fyrrum framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins fékk 208 milljónir fyrir 36.000 fermetra lands. Dýr myndi Hafliði allur ef meta ætti öll þau lönd bænda sem þeir verða að sjá af, ef sama viðhorf væri uppi og þegar fyrrum framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins var úrskurðaður „fullar bætur“ fyrir land sitt.

Mosi 


mbl.is Landeigendur stefna ríkinu og Landsvirkjun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband