Mikilvæg réttindi og samfélagsleg ábyrgð

Mikil óvissa er um rétt Landsvirkjunar og ríkisvaldsins að 3 með því að breyta straumvatni í uppistöðulón. Réttur Títansfélagsins á sínum tíma kvað á um rétt félagsins að byggja rennslisvirkjanir í byggð við Þjórsá en ekki að byggja stórar stíflur til að útbúa uppistöðulón. Rétturinn er því takmarkaður við mun minni virkjaáform en Landsvirkjun hyggst beita sér fyrir.

Þessi lög frá 1952 eru jafngömul Mosa. Þau kveða á um aflýsingu kvaða á jörðum. Fyrr á tímum voru ótrúlegar kvaðir lagðar á bændur, ítök sett og þeim voru sett takmörk um nytjar jarða sinna. Sumar þessar kvaðir má rekja aftur til miðalda, aðrar komu til með siðskiptunum þegar konungsvaldið með kúgun sinni gerði klaustursjarðirnar upptækar og breytti kvöðunum með þörfum Bessastaðavaldsins í huga. Fógetar konungs vildu hafa það náðugt og þægilegt, kvaðirnar gengu út á ýms réttindi af landinu þ. á m. að bændur skyldu útbúa svo og svo marga hestburði af viðarkolum og flytja á eigin kostnað og fyrirhöfn til Bessastaða. Þetta var gjaldtaka fyrir leiguafnot af gömlu klaustur- og kristfjárjörðunum en áður voru ostar sá gjaldmiðill sem afnotin voru greidd með. Þeir konungsmenn fluttu sjálfir inn að mestu þær matvörur sem þeir þörfnuðust en létu sér ekki nægja að bíta í gamla osta eins og munkarnir og nunnurnar forðum daga.

Konungsvaldið færði sig því upp á skaftið eftir siðskiptin. Svo er að skilja að áform ríkisvaldsins og Landsvirkjunar sé einnig að færa sig upp á skaftið og reyna að komast eins langt með rangindi sín og ágirni. Bændur þurfa einkum í byggð á öllu því landi sem þeir eiga. Bætur sem þeir hafa fengið gegnum tíðina þegar um er að ræða orkumál, þá eru það smámanrbætur sem eru ekki í  neinu samræmi við raunveruleikann. Vegna Kárahnjúkavirkjunar fengu bændur um 48 þúsund króna bætur fyrir hvern rafmagnsturn sem byggður var í landi þeirra. Er þó ljóst að töluverð landræma glatast vegna þess að þar sem háspennulínur eru, verða ekki byggð nein hús né önnur mannvirki. Og er þá ekki talin sú útsýnisröskun og sjónmengun sem af þessum línutröllum stafar. Fyrrum framkvæmdarstjóri Sjálfstæðisflokksins fékk nokkrum árum yfir 200 milljónir í bætur fyrir tæpa 4 hektara lands við Reyðavatn í Reykjavík.

Það verður því mjög spennandi hvernig dómstólar taka á þessari deilu bænda fyrir austan. Atli Gíslason er mjög flinkur lögfræðingur og er mjög líklegt að honum takist að gæta hagsmuna bænda og rétta hag þeirra í hvívetna. Þó svo að vel kann að vera nauðsynlegt að afla orku þá er ekki lengur verið að rafvæða sveitirnar eins og var viðkvæðið í fyrstu. Nú er nóg af rafmagni framleitt í landinu. Því miður er lunginn af þessu rafmagni seldur allt of ódýrt til stóriðjunnar sem á að greiða hærra verð ekki aðeins fyrir orkuna heldur einnig skatt vegna umhverfismengunar. Svo er í velflestum löndum þar sem stjórnvöld sinna betur samfélagslegri ábyrgð. Ef ganga á rétt bænda eða annarra í samfélaginu ber að greiða þeim fullar bætur og má hafa í huga sem góða fyrirmynd úrskurð nefndar þeirrar sem fjallar um eignarnámsbætur, þegar fyrrum framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins fékk 208 milljónir fyrir 36.000 fermetra lands. Dýr myndi Hafliði allur ef meta ætti öll þau lönd bænda sem þeir verða að sjá af, ef sama viðhorf væri uppi og þegar fyrrum framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins var úrskurðaður „fullar bætur“ fyrir land sitt.

Mosi 


mbl.is Landeigendur stefna ríkinu og Landsvirkjun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eru það ekki mikilvæg réttindi og samfélagsleg ábyrgð að skapa atvinnuöryggi fyrir fólkið í landinu??

Steini (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 08:12

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Atvinnuöryggi á ekki að grundvallast á að ganga á rétt annarra! Unnt á að tryggja atvinnu með öðrum hætti.

Mosi 

Guðjón Sigþór Jensson, 3.6.2008 kl. 08:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 242963

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband