Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008
30.4.2008 | 10:48
Símaónæði
Hringt í mann þegar greiðslukort voru samþykkt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.4.2008 | 08:28
Afleit fjárfesting í skuldahölum
Hjólhýsi er einhver sú vitlausasta fjárfesting sem nokkrum getur dottið í hug. Jafnvel fjárfesting í lökustu hlutafélögum landsins eru jafnvel betri!
Hjólhýsi kosta milljónir. Þau eru e.t.v. notuð tvær vikur á ári og ef allt er reiknað með þá væri dvöl í sumarhúsi stéttarfélaganna og jafnvel á gistiheimili eða hóteli með fullu fæði mun ódýrari og koma betur út þegar allt er reiknað með. Reikna þarf með háum vöxtum af fjárfestingunni, töluverðum kostnaði vegna reksturs og viðhalds, mjög háum afskriftum og tryggingagjöldum, hærri rekstrarkostnaði bílsins til að draga herlegheitin og þar eftir götunum.
Þá er að geyma lúxúsinn á tryggan hátt yfir veturinn og það kostar einnig sitt.
Nei: fjárfesting í hjólhýsi hér norður á hjara heimsins er kolvitlausasta fjárfesting hins bjartsýna manns sem fremur ætti að halda til Miðjarðarhafslanda með sinn skuldahala eins og farið er að nefna hjólhýsin.
Mosi
Hjólhýsi splundraðist á ferð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.4.2008 | 12:32
Skógareldur
Þegar myndir eru skoðaðar af brunasvæðinu þá lítur þetta mjög illa út. Nær allur trjákenndur eyðist eða stórskemmist. Þannig á birki og víðir sér varla viðreisnar von og aðrar trjátegundir á borð við furu og greni bjargast sennilega ekki heldur ef ekki er þess grynnra á grunnvatnið. Á melum eins og þarna eru, má reikna með að allur trjágróður sé nær gjörsamlega eyðilagður.
Við sölu jólatrjáa hefur verð á 1-2 metra háum jólatrjám numið 2.500-4.000 krónum þannig að tjónið er umtalsvert.
Skyldu þessir þokkapiltar gera sér grein fyrir alvöru málsins að kveikja eld sem kannski lítur mjög sakleysislega út? Óskandi er að þeir átti sig á þessu og geti e.t.v. orðið liðtækir í skógrækt og bæti fyrir ráð sitt.
Kannski að lögreglan ætti alvarlega að ígrunda að setja upp járnbúr á Lækjartorgi eftir 60 ára hugmynd Kristjáns Albertssonar. Hann hafði þá hugmynd að setja þar inn afbrotamenn sem væru staðnir að verki og væru látnir afplána refsinguna strax. Þó það yrði aldrei tekið í notkun gæti slíkt járnbúr haft tiltæk áhrif.
Mosi
Mikið tjón í gróðureldi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.4.2008 | 08:35
Hvað á að gera við svona þokkapilta?
Hvað kemur mönnum til að fremja svona athæfi? Að leggja eld í fagurt skóglendi hlýtur að vera e-r alvarleg sálfræðileg ástæða stundarsturlunar. Einhvern tíma hefðu menn fengið duglega ráðningu fyrir af minna tilefni. Mosa datt í hug járnbúrið sem Kristján Albertsson rithöfundur vildi koma fyrir á Lækjartorgi í Reykjavík fyrir 60 árum. Í það átti að setja inn þann ruslaralýð sem rithöfundinum þótti sérstök ástæða að sýna almenningi, vondum skálkum og illmönnum til strangrar aðvörunar!
Fegursti skógur Hafnfirðinga við Hvaleyrarvatn er til kominn vegna framsýni forgöngumanna í Skógræktarfélagi Hafnarfjarðar. Hákon Bjarnason skógræktarstjóri átti sinn þátt í að hvetja Íslendinga að rækta skóg sem ekki aðeins veitti gott skjól fyrir næðingingnum heldur einnig bætti landið og yki ánægju allra landsmanna. Því miður áttuðu sig ekki allir á þessum viðhorfum og tóku tillögum Hákonar með tortryggni. Hann hélt ótrauður áfram og við Hvaleyrarvatn átti hann margar góðar stundir við ræktun. Hann var einn ötualsti bakhjarl skógræktar hvarvetna í landinu, sífellt hvatti hann skógræktarfólk til dáða þrátt fyrir að fjölmargir vildu leggja steina í götuna. Við vestanvert Hvaleyrarvatn byggði Hákon sér fagurt lítið hús og er það nú nær horfið inn í gróskumikinn skóginn.
Oft hefur skóglendið við Hvaleyrarvatn verið vettvangur fólskulegra skemmdarverka. Vorið 1979 lögðu óvitar eld í sinu og lúpínu sem olli miklum bruna í hinum unga vaxandi skógi. Allstórt svæði brann en vegna skjótra viðbragða og góðs starf slökkviliðs Hafnarfjarðar tókst að bjarga merkustu trjáræktarreitunum og þar með Hákonarhúsi. En þar skall hurð nærri hælum og áfram tóku Hafnfirðingar óspart til að rækta meira. Þessi skógur er einn sá fegursti á öllu höfuðborgarsvæðinu og er miður hve hann hefur oft verið vettvangur óprúttinna brennuvarga, sem virðast svífa einskis.
Skógræktarlögin eru meira en hálfrar aldar gömul. Þau eru börn síns tíma og þar eru mörg ákvæði sem eru eins og staðnaðir saltstólpar fortíðarinnar. Oft er þörf en nú er brýn nauðsyn að styrkja og bæta hagsmuni allra þeirra aðila sem vilja leggja hönd á plóginn við að efla skógrækt á Íslandi, rækta skóg ekki aðeins til skjóls heldur einnig til margvíslegra nytja. Spurning er hvort ástæða sé að setja sérstök refsiákvæði í þau þar sem lögð er refsing við að hagsmunum skógareigenda sé ógnað, t.d. með skemmdarverkum. Um þetta fjallar að vísu mjög flöt ákvæði í almennum hegningarlögum þar sem kveðið er á um eignaspjöll almenn. En þar er einnig ákvæði að stofna lífi og limum borgara í hættu en þessar mismunandi verknaðarlýsingar geta fallið saman í hendur. Þegar hegningarlögin voru sett 1940 voru engir skógar á Íslandi svo hávaxnir og víðfeðmir og nú. Í dag eru um 11.000 frístundahús mörg hver í skóglendi. Eignarréttinn þarf að verja betur en fyrir er og það er alveg óþolandi ef einhverjir ruddar vaði yfir þessa hagsmuni, rænandi og brennandi það sem fólki er kært.
Mosi esja@heimsnet.is
Þrír teknir vegna sinubruna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.4.2008 | 08:28
Eðlileg þróun
Lengi vel voru 3 flugvellir við Berlín. Með kröfum um betri landnýtingu og betri tækni tengdu flugi og auknum kröfum um öryggi er eðlilegt að flytja þessa starfsemi á einn stað. Tempelhof flugstöðin var barn síns tíma og var hönnuð og byggð til að sýna ákveðna veraldarhyggju.
Kannski að við getum einnig litið í eiginn barm varðandi Reykjavíkurflugvöll. Á að leggja meiri áherslu á hægindi og þægindi nokkurs hluta þjóðarinnar að hafa flugvöll á einu verðmætasta byggingarsvæði borgarinnar eða koma þessari flugstarfsemi eitthvert annað?
Endurgerð flugvallarins var umdeild á sínum tíma. Hún fór fram án þess að Reykvíkingar voru spurðir. Þáverandi formaður Samgöngunefndar Alþingis, Árni Johnsen átti sinn þátt í að verktakafyrirtæki fengi þetta verkefni án sérstaks útboðs. Þeim þætti var ekki sérlega haldið á lofti þegar eitt þekktasta sakamál landsins var til meðferðar og ekki ákært vegna ýmissa umdeildra ákvarðana.
Það eru ekki nein ný tíðindi að vilja að koma starfsemi flugvallarins eitthvert annað. Árið 1957 eða fyrir réttri hálfri öld var Reykjavíkurflugvöllur mjög mikið deilumál bæði í fjölmiðlum sem og í borgarstjórn Reykjavíkur og lesa má um í heimildum frá þessum tíma.
Berlínarbúar líta fegins hendi að þessi háværa starfsemi verði á einum stað. Reykvíkingar vilja margir hverjir fara með flugstarfsemina eitthvert annað. En það þykir kannski ekki í samræmi við þá stefnu hvernig lýðræðið er praktísérað á Íslandi að spyrja fólk. Það er bara ákveðið af stjórnmálamönnum, forræðishyggjan í allri sinni dýrð eins og skoðanir og viðhorf fólksins skipti engu máli.
Mosi
Tempelhofflugvöllur verður lagður af | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
26.4.2008 | 13:22
Djúpstæður ágreiningur
Þegar tveir aðilar deila þá er oft ágreiningurinn mjög djúpstæður. Svo er fyrir botni Miðjarðarhafsins. Í þeim trúarbrögðum sem þarna eru ríkjandi, virðist vera innbyggt af bókstafstrúarmönnum að gömul gildi séu ófrávíkjanleg prinsíp sem ekki undir neinum kringumstæðum megi líta fram hjá. Eyðing og útrýming eru orð sem virðast enn vera sá mikli þröskuldur sem ekki er unnt að komast fram hjá.
Grundvallaratriði fyrir varanlegum frið er að báðir aðilar sýni af sér þá djörfung að þeir geti komið á móts við gagnaðilann. Slíkt byggist auðvitað á gagnkvæmu trausti og virðingu. Einn stærsti þyrnir í augum Ísraela er eðlilega gamla stefnuyfirlýsingin hjá Palestínumönnum um eyðingu Ísraelsríki sem nær auðvitað ekki nokkurri átt. Á móti þurfa þeir að láta af þessari einhliða landtökustefnu sinni. Eðlilegt væri að þeir keyptu einfaldlega landið af Palestínumönnum og þá á réttu markaðsverði. Þá verður að vinna gagnkvæmt við að bæta samskiptin fremur. Að sífellt sé verið að hjakka í sama farinu leysir engan vanda en eykur hann mikið og kemur í veg fyrir friðsamleg samskipti sem þó ættu að vera meginmarkmiðin.
Þær ástæður sem Ísraelar gefa upp að hafna vopnahléi eru því mjög skiljanlegar í þessu ljósi. Til að finna góða lausn á þessu mikla verkefni þá þarf meira að koma til, af hálfu beggja. Þurfa menn ekki að sýna trú sína með góðum verkum? Vantrú og villumennsku sýna menn hins vegar með óhæfuverkum sínum sem ekki er nema vatn á myllu öfgahópanna.
Mosi
Tilboði Hamas vísað á bug | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.4.2008 | 12:40
Tyrkir ráðast á Kúrda
Í fréttum í gær var sagt frá árásum Tyrkja á Kúrda. Hvers vegna er ekki kastljósinu varpað á þessi skrýtnu og óvenju harkalegu átök?
Kúrdar búa innan landamæra a.m.k. 4ra ríkja. Tyrkir vilja ekki viðurkenna sérkenni hvað þá sjálfstæði þeirra og nefna þá einfaldlega Fjallatyrki - hvernig svo sem á að skilja það hugtak. Kúrdar eiga betra skilið en að vera endalaust ofurseldir ósvífinni stjórnarstefnu sem beinist fyrst og fremst með hernaði gegn þeim. Tyrkir hafa með framferði sínu svipaða stöðu og nasistar gagnvart Gyðingum á sínum tíma en ofsóknirnar hafa staðið mun lengur.
Það er því með blendnum hug að vita til þess að Tyrkland sækist eftir inngöngu í Efnahagsbandalag Evrópu jafnframt því að sækja um sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Þeir þurfa að endurskoða afstöðu sína gagnvart Kúrdum, samþykkja sérstöðu þeirra og helst sjálfstæði. Sjálfstætt ríki Kúrda myndi ábyggilega draga úr ófriði og spennu sem þarna er í þessu ógnvænlegu púðurtunnu: Austur Tyrkland, Sýrland, Norður-Írak, Vestur Íran, Armenía og Azerbajdzjan þar sem mjög mikið er af Kúrdum.
Mosi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.4.2008 | 14:08
Með óhreint mjöl í pokahorninu
Fyrir nokkrum vikum var sýnd mjög góð dönsk heimildamynd um fangaflug á vegum Bush bandaríkjaforseta í íslenska ríkissjónvarpinu. Þar komu fram mjög sterkar vísbendingar að danska ríkisstjórnin sé með mjög óhreint mjöl í pokahorninu.
Kannski að Rassmussen viti upp á sig skömmina og vilji ekki tjá sig of mikið um málið.
Mosi
Fullyrðir ekkert um fangaflug | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.4.2008 | 14:02
„Tankerne er toldfri“
Danir segja gjarnan: Tankerne er toldfri. Þegar manni verður á að hugsa upphátt, þá getur það verið tekið öllu alvarlegar.
Allir sjá eftir mjög góðum fréttamanni sem Lára er. Kannski hún komi aftur á fjölmiðlavaktina.
Mosi
Hættir sem fréttamaður á Stöð 2 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.4.2008 | 17:04
Oft er reiði undanfari ofbeldis
Það er dapurlegt hvernig sumir missa sig alveg í hita leiksins.
Jón byskup Vídalín segir í einni af frægustu prédikunum sínum: Sá sem reiður er, hann er vitlaus! Ljóst er að þegar reiði rennur á menn þá lokast gjörsamlega fyrir skilningsvitin og menn grípa þá til einhvers sem þeim er alls ekki sómi að. Oftast er reiði undanfari ofbeldisverka sem er þeim sem beitir til mikils vansa og jafnvel ámælis.
Þessi mótmæli eiga ábyggilega eftir að draga dilk á eftir sér.
Eitt er þó sem lögreglan missteig sig í: Ekki átti að beita þessum piparúða því hann virðist hafa espað þá sem aðgerð lögreglunnar beindist að. Viðurkennd aðferð víðast hvar til að brjóta aftur óeirðir, upphlaup og ofbeldi er að beita háþrýstidælum slökkvibíla. Þó verður að fara mjög varlega af stað. Kannski hefði verið nóg að senda eina góða bunu upp í loftið og leyfa vatninu að falla yfir þá sem lögreglan vildi gjarnan yfirbuga. Hæfileg kæling hefði verið mjög æskileg undir þessum kringumstæðum.
Mosi
Gerðu þjóðini greiða og skjótu þig" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 243585
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar