Oft er reiði undanfari ofbeldis

Það er dapurlegt hvernig sumir missa sig alveg í hita leiksins.

Jón byskup Vídalín segir í einni af frægustu prédikunum sínum: Sá sem reiður er, hann er vitlaus! Ljóst er að þegar reiði rennur á menn þá lokast gjörsamlega fyrir skilningsvitin og menn grípa þá til einhvers sem þeim er alls ekki sómi að. Oftast er reiði undanfari ofbeldisverka sem er þeim sem beitir til mikils vansa og jafnvel ámælis.

Þessi mótmæli eiga ábyggilega eftir að draga dilk á eftir sér.

Eitt er þó sem lögreglan missteig sig í: Ekki átti að beita þessum piparúða því hann virðist hafa espað þá sem aðgerð lögreglunnar beindist að. Viðurkennd aðferð víðast hvar til að brjóta aftur óeirðir, upphlaup og ofbeldi er að beita háþrýstidælum slökkvibíla. Þó verður að fara mjög varlega af stað. Kannski hefði verið nóg að senda eina góða bunu upp í loftið og leyfa vatninu að falla yfir þá sem lögreglan vildi gjarnan yfirbuga. Hæfileg kæling hefði verið mjög æskileg undir þessum kringumstæðum.

Mosi


mbl.is „Gerðu þjóðini greiða og skjótu þig"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bendi á prentvillu hjá þér.Biskup er ekki skrifað með  Y  . Athyglisverð skrif hjá þér.

jensen (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 17:34

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Orðið byskup var frá upphafi og fram undir lok 19. aldar yfirleitt alltaf ritað með y. Þannig ritar Páll Eggert Ólason um byskupanan Ögmund, Jón Arason, Gissur Einarsson, Guðbrand Þorláksson og fleiri byskupa ætíð með upsiloni í ritverkinu Mennt og menntir siðskiptaaldarinnar á Íslandi. Alls urðu bindin 4 en það fyrsta var doktorsritgerð Páls. Ætli ekki sé því ekki óhætt að rita þetta orð eins og uppruninn segir til um. Annars má rifja upp að samræmd stafsetning er 20. aldar fyrirbrigði á Íslandi svo einkennilegt sem það nú er. Um aldamótin 1900 vildu blaðamenn taka upp samræmda stafsetningu en það er fyrst þegar Jónas frá Hriflu er menntamalaráðherra að hann gefur út tilskipun um stafsetningu. Ekki voru allir Íslendingar á því að taka upp stafsetningu þá sem Hriflon vildi eins og andstæðingar hans nefndu hann. Má t.d. benda á að Morgunblaðið ritaði yfirleitt aldrei bókstafinn z en eitt af flóknustu reglum stafsetningar Jónasar var um hvenær rita skyldi z. Það var ekkifyrr en Magnús Torfi Ólafsson sem var menntamálaráðherra 1971-74 afnam z og þá gerist það allt í einu aðMorgunblaðið uppgötvaði þennan bókstaf og notar gjarnan enn!

Svona getur stafsetningin verið margbreytileg. Allir þekkja stafsetningu Halldórs Laxness og setja jafnvel fyrir sig að lesa bækur hans ekki vegna þessarar sérvisku. Sitt hvað fleira má tína til. Þegar eg varí menntaskóla var Árni Böðvarsson einn af íslenskukennurum mínum. Hann hafði þá sem ritstjóri nýverið gefið út Íslenska orðabók sem er fyrsta nútímaorðabókin okkar. Þar var fyrst sett fram ýmsar leiðbeiningar um íslenskt mál, hvaða orð skyldi forðast og hvaða orð hafa kannski fyrst og fremst söguelga merkingu. En í orðabók þessari leyndist nútímaleg stafsetning á orðinu biblía: Biflía, með f-i! Mér finnst því ágæt ástæða að skrifa Biflía með f-i en aðeins einu b-i. Þetta þykir kannski afkáralegt en þegar framburður er skoðaður þá er þetta alveg skothelt: Biflía, rétt eins og bifreið. Kannski þetta sé angi af einhverri hreintungustefnu en tungumálið ersem betur fer lifandi og við getum haft heilmikil áhrif. En alltaf er gott að slá upp í orðabók ef maður er í vafa. Þess má geta að óákveðna fornafnið „maður“ var á þessum árum (7. áratugnum) afleitt slangur, fyrirmynd úr erlendum málum. Málfræðingar mæltu með persónufornöfnunum, eg, við o.s.frv.

Mosi 

Guðjón Sigþór Jensson, 24.4.2008 kl. 18:48

3 identicon

Bráð-skemmtilegar upplýsingar þetta hér í athugasemdinni og fróðleg. Takk

Freyr (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 21:15

4 identicon

Er mjög sáttur við þínar fróðlegu skýringar.

jensen (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 21:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband