Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008
7.11.2008 | 15:36
Smásálarháttur
Á heimasíðu Ríkisútvarpsins http://www.ruv.is má lesa eftirfarandi:
Stjórn enska knattsyrnufélagsins West Ham, sem Björgólfur Guðmundsson á, hefur álveðið að bjóða Barack Obama verðandi forseta Bandaríkjanna í heimsókn á Upton Park, þegar hann á næst leið um Lundúnaborg. Mike Lee framkvæmdastjóri félagsins staðfestii þetta í breska ríkisútvarpinu BBC í gær.
Sitt hvað má finna efnislega að textanum t.d. sú ónákvæmni að ætla mætti að stjórn félags þessa sé eign viðkomandi þó svo að félagið gæti verið það. En einkennilegt finnst mér að í ljósi þessara miklu efnahagslegu hamfara þar sem venjulegt fólk tapar nánast aleigu sinni sem það hafði lagt fyrir, skuli vera til svo mikill smásálarháttur að birta svona vitleysu. Ófáir Íslendingar hafa farið mjög illa út úr fjárglæfrum undanfarinna ára sem nokkrir athafnamenn bera lagalega og siðferðislega ábyrgð á.
Í Fréttablaðinu í gær var mjög vel rituð grein eftir tvo bandaríska hagfræðinga sem eru vel kunnir hvernig komið er fyrir efnahagsmálum Íslendinga. Þar er vikið að athafnamanni þessum og fullyrt að vel gæti verið að menn geti rekið stóra bruggverksmiðju sæmilega austur í Rússlandi og jafnvel sitt hvað fleira. En að stýra heilum banka er mjög vandasamt verk og ekki á færi nema manna sem aflað hafa sér mjög góðrar menntunar í hagfræði og efnahgsmálum. Þar dugar engin meðalmennska ef vel á að vera. Kannski að kaupin á bankanum sem og einkavæðing Búnaðarbankans hafi verið liður í að afhenda þá mönnum, sem takmarkað hafa sig við að hafa sjálfir sem mest út úr þessu sjálfir. Það er með ólíkindum að aðeins líða örfá ár frá því að blómlegir bankar eru einkavæddir, að þeir verði gjörsamlega gjaldþrota eftir nokkur bókhaldsleg góðæri.
Mosa finnst þessi frétt í Ríkisútvarpinu ekki sérlega vel til þess fallin að henta þeirri umræðu sem nú er efst á baugi í íslensku samfélagi.
Sjálfsagt er að fótboltafélag þetta á Englandi verði yfirtekið af íslenska ríkinu og selt eins og hvert annað góss upp í skuldir. Kannski að þeir félagar mr. Darling og mr. Gordon Brown vilji fá það upp í skuld?
Mosi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.11.2008 | 22:44
Hvað varð um auðinn?
Þessi lánamál hafa verið efst á baugi undanfarnar vikur og þykir mörgum einkennilegt að hvorgi gengur né rekur. Hitt virðist gleymast hvar allur þessi auður er niðurkominn? Eru þessir bankareikningar í Bretlandi,Hollandi sem ætlast er til af okkur íslenskum skattborgurum að bera ábyrgð á, þannig fyrirkomið að allir sjóðir sem þeim tengjast meira og minna eða jafnvel gjörsamlega tómir? Hver ber ábyrgð á þessum hundruðum milljarða? Hvar er auðurinn?
Mér finnst sem íslenskur skattborgari eiga kröfu á að íslensk stjórnvöld leiti aðstoðar Interpol til að hafa upp á þessum mikla auð.
Á undanförnum árum hefur verið töluvert um illa fenginn auð sem tengist ríkjum í Afiríku, t.d. Nígeríu. Þar er beitt þeirri aðferð að fá venjulega borgara til að taka þátt í peningaþvætti. Mér væri mikil forvitni á að vita hvar þessi mikli bankaauður er niðurkominn sem nú virðist hafa gufað upp.
Íslensk yfirvöld verða að grípa til allra þeirra ráðstafana sem unnt er til að finna hagkvæmustu leiðina til að draga sem mest úr því gríðarlega tjóni sem samfélag okkar hefur orðið fyrir.
Við höfum horft upp á eigur okkar nánast gufa upp vegna þess að yfirvöld hafa ekki staðið sig nógu vel að ganga svo frá málum að svona misferli og allt því sviksamlegt athæfi á stórkostlegan hátt gæti orðið.
Martröðinni verður að linna! Finnum peningana okkar og höfum uppi á þeim sem ekki hafa hreint mjöl í pokanum.
Mosi
Við hættum frekar við lánið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.11.2008 | 15:02
Afleiðing gamla landbúnaðarsamfélagsins
Áður fyrr aðlagaði Alþingi Íslendinga starf sitt við hormónastarfsemi sauðkindarinnar. Þá voru bændur og ýmsir embættismenn og kaupmenn með sauðfjárbúskap flestir hverjir og ekki var unnt að vera lengi frá önnunum þegar sinnta þurfti blessuum rollunum. Því var haustþing venjulega eftir að búið var að taka upp kartöflur, réttir og sláturtíð. En ekki mátti sinna þessu íhlaupastarfi við Austurvöll nema fram undir lok nóvember í síðasta lagi í byrjun desember því þá þurfti að hleypa hrútunum til ánna. Svo þegar því var öllu lokið og sæmilega ferðafært á nýju ári var unnt að fara suður aftur. En eftir páska var gott að vera aftur laus frá þessu þingstússi enda þurfti aftur að sinna sauðfjárbúskapnum, sauðburður, rúningur og reka á fjall auk þess sem stinga þurfti upp kálgarðsholuna og setja niður kartöflur. Svona var þingtíminn ákveðinn enda mótaðist allt samfélagið af þörfum sveitamannaþjóðfélagsins.
Nú er öldin önnur. Aðeins örfáir þingmenn hafa einhverjar óverulegar tekjur af sauðfé og er það vel enda er tekjuvon einna lökust nú um þessar mundir af rollubúskap. Með sífjölgandi verkefnum og nýjum viðhorfum þá þarf þingmaðurinn að setja sig inn í ótrúlega mörg óskyld mál og smám saman lengist þingtíminn. Og þeir skipta með sér verkum eftir því sem þekking og reynsla gefur tilefni til. Í dag er ekki unnt að mynda sér skoðun á öllum hlutum jafnvel einn einstaklingur er ófær um slíkt. Og þá eru mál borin upp og einn þingmaður líkir þessu við að vinna sem nútíma féhirðir í verslun.
Í gamla sauðfjársamfélaginu var þingfararkaupið miðað við daglaun verkamanna og var einungis greitt fyrir þá daga sem þing stóð yfir. Nú er kaupið sennilega orðið fjórfalt ef ekki fimm eða sexfalt kaup daglaunamanna enda það fullt starf að lyfta upp hendi eða að styðja á hnapp merktan jái eða neii auk þess að taka til máls öðru hverju. Spurning hvort kassafólkinu finnist það ætti ekki að njóta hliðstæðra launa og þingfararkaupið t.d. þeirra sem láta fara ósköp lítið fyrir sér fara og eru alltaf sammála formanni sínum eða Seðlabankastjóranum.
En sem betur fer eru margir þingmenn sem leggja á sig mjög mikla vinnu að kynna sér til hlýtar mörg mjög erfið mál. Oft hefur Mosi dáðst t.d. af Steingrími J. hversu hann setur sig vel inn í öll þau mál sem hann tekur afstöðu til. Þá talar hann mjög góða íslensku að unun er á að hlýða.
Það er hins vegar með öllu óskiljanlegt að þingmaður í meirihluta lýsir ábyrgð á hendur þeim sem gagnrýnt hafa Sjálfstæðisflokkinn undanfarin ár fyrir vafasamar ákvarðanir á undanförnum árum. Þar gátu einstakir þingmenn og ekki einu sinni þingnefndir meira að segja ekki haft neitt að segja. Má t.d. nefna stuðningsyfirlýsingu Davíðs og Halldórs vegna árásarstríðs Georgs Búsh Bandaríkjaforseta á Írak.
Mosi
Þingmenn eins og afgreiðslufólk á kassa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.11.2008 | 14:17
Til hamingu Ragnheiður!
Mosi vill óska Ragnheiði til hamingju með mjög vel sett skilaboð til ríkisstjórnarinnar í grein í Morgunblaðinu í gær.
Ragnheiður hefur alltaf haft sjálfstæðar skoðanir og eins og hún sagði í viðtali í útvarpinu í gær, þá spyr hún engan að því hvaða skoðun hún megi hafa.
Því miður virðist Sjálfstæðisflokkurinn vera samansafn af fólki sem ekki hafa svipaða skoðun og Ragnheiður. Þar má helst enginn hafa neina skoðun eða önnur sjónarmið á einu né neinu nema hafa fyrst spurt Davíð hvað honum finnist! Er þetta eðli allra þeirra stjórnmálamanna sem mynda þann stjórnmálaflokk á Íslandi sem lengi hefur verið langstærstur og verið lengst allra annarra flokka í ríkisstjórn?
Þvílíkt sjálfstæði! Mætti biðja um meira frelsi í þessum gamla flokki! Kannski að komið sé að leiðarlokum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur dregið þjóðina bókstaflega fram á hengiflugið í fjármálum þjóðarinnar með kolvitlausum ákvörðunum á undanförnum árum. Mistök á mistök ofan og allt að fara til andskotans. Frelsið og fjármálin. Kannski sjalfstæði þjóðarinnar? Hvenær og hvernig enda þessi ósköp?
Það er spá mín að Ragnheiður muni skipta um flokk ef fleiri breyti ekki um skoðun eins og hún. Sjálfsagt á Ragnheiður þá eftir að knýja dyra hjá öðrum stjórnmálaflokki t.d. Samfylkingunni enda munu ættmenn hennar flestir fylgja þeim ágæta flokki. Faðir hennar Ríkharður íþróttamaður og málarameistari var mjög tengdur Alþýðuflokknum á Akranesi og naut mikillar virðingar.
Kannski einum þingmanni verði færra um næstu jól í þessum gæfusnauða flokki sem fátt virðist vera til bjargar á síðustu og verstu tímum. Dapurleg endalok eftir að hafa stýrt landi og lýð samfellt í 17 ár!
Mosi
Bankastjórar og bankaráð víki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.11.2008 | 13:54
Enn eitt skólabókadæmið
Fyrir 5-6 árum var fjárhagur okkar Íslendinga í mjög góðu jafnvægi. Ríkisskuldir voru fremur lágar, fyrirtæki og stofnanir voru fremur lítið skuldsettar. Þá gerist það að með ákvörðun um byggingu Kárahnjúkavirkjunar hefst eitthvað það skelfilegasta framkvæmdaskeið sem einkenndist af allt of mikilli bjartsýnishugsun. Efnt var til gríðarlegra lána erlendis en þá voru lánakjör fremur hagstæð. Þessi lán voru yfirleitt öll til skamms eða með fyrirvörum um hærri vexti ef breytingar yrðu í viðskiptaheiminum.
Við Íslendingar gleymdum okkur bókstaflega í allri framkvæmdagleðinni. Byggingamagnið varð margfalt umfram brýnustu þarfir okkar. Falskur hagvöxtur gaf sumum stjórnmálamönnum tilefni til að fegra ástandið en það reyndist öðru nær. Nú hafa Pótemkíntjöldin fallið og bitur veruleikinn blasir við. Við sitjum uppi með fjárfestingar sem á hvíla glórulausar veðsetningar út um allt land. Í einhverju landi hefðu stjórnmálamönnum sem leyfðu sér að lofa þetta óvenjulega ástand að sýna af sér léttúð jafnvel að vera borið á brýn að komast upp með ómerkilegt lýðskrum til að afla atkvæða fyrir sína flokka.
Í orkuiðnaðinum er allt of mikil bjartsýni rétt eins og með annað hjá okkur. Mikil hætta er á að stóriðjan sæki hingað aðeins meðan við gefum eftir mjög verulega varðandi verð á raforku sem og umhverfisskatta. Ísland er sem stendur n.k. paradís fyrir iðnjörfa sem þurfa að gjalda stórfé fyrir bæði orku og nú á síðustu árum gjald vegna mengandi starfsemi.
Ef Íslendingar legðu umhverfisgjald á mengandi starfsemi stóriðjunnar rétt eins og aðrar þjóðir hafa gert, myndi sú fjárhæð fara langt í að kosta reksturinn á Háskóla Íslands! En ráðamenn hafa bókstaflega reist sér hurðarás um öxl og sýnt af sér mikið kæruleysi gagnvart stóriðjunni. Nú er þessi stefna að koma okkur öllum verulega í koll. Hitaveita Suðurnesja stendur frammi fyrir grafalvarlegum vandræðum þar sem skuldir eru himinháar vegna framkvæmda, afborganir og vextir að verða fyrirtækinu mjög erfið. Hvernig skyldi staðan vera hjá Landsvirkjun og Orkuveitu Reykjavíkur?
Hefði ekki verið betra að hafa borð fyrir báru og doka ögn með framkvæmdir?
Við Íslendingar þurfum hins vegar að leggja meiri áherslu við að hasla okkur völl með orkuútrásina erlendis ekki síður en hér. Við eigum að flytja þessa þekkingu okkar sem mest út en rétt er að fara varlega sem öðru.
Mosi
Skuldir úr 12 í 26 milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 6.11.2008 kl. 09:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.11.2008 | 16:45
Forgangsverkefni þingsins
Þegar þetta frumvarp til laga um eftirlaun æðstu stjórnenda íslenska ríkisins var til umfjöllunar á sínum tíma þá var það látið fara þar í gegn með miklum forgangi ef minni mitt bregst ekki. Nokkrir þingmenn stjórnarandstöðunnar voru erlendis og aðrir ekki viðstaddir. Þetta var með ráðum gert til að mál þetta tefðist ekki að óþörfu. Þess var sérstaklega minnst að Steingrímur J. sá sem hefði að öllum líkindum haft mikið málþóf gegn þessum ólögum var fjarri. Frumvarpið rann í gegn þó svo ýmsir væru á móti því. Það er nokkuð broslegt ef einn ráðherran sem þátt átti að samþykkja þetta umdeilda frumvarp er sú sama Siv sem nú virðist hvetja til afnám þess. Gott er til þess að vita að loksins upp ljúkist augu viðkomandi og að Siv vilji nú breytingar.
Þetta frumvarp var sagt vera klæðskerasniðið að þörfum þáverandi formanns Sjálfstæðisflokksins sem þá var að huga að öðrum mikilvægum störfum þar sem hann gæti stýrt flokknum áfram frá öruggu sæti í Seðlabankanum sem hann skipaði nánast sjálfan sig en embætti hans var aldrei auglýst,- því miður. Betra hefði að svo hefði verið og ráðinn góður og slyngur fjármálasérfræðingur í það mikilvæga embætti en ekki stjórnmálamaður. Í Silfri Egils 26. okt.s.l. var mjög gott viðtal við Jóhannes Björn Lúðvíksson sem hefur sýnt af sér að hafa afburða þekkingu eins og best verður á kosið á sviði alþjóðlegrar hagfræði. Hann heldur úti heimasíðu þar sem hann greinir frá rannsóknum sínum. Þar má einnig sjá og lesa bækur sem hann hefur ritað en hann varð þjóðfrægur fyrir um 30 árum fyrir bók sína Falið vald. Viðtalið við hann má lesa á heimasíðunni hans: http://www.vald.org/
Jóhannes Björn greinir vandann sem nú er uppi í heiminum og er með hugleiðingar hvernig leysa megi úr. Þessi heimasíða ásamt viðtalinu á Silfri Egils að ógleymdum bókum Jóhannesar ætti að vera skyldulesning og hlustun á Alþingi Íslendinga.
Í þeim þrengingum sem Íslendigar hafa ratað í vegna einstakra mistaka sem fyrst og fremst einn maður öðrum fremur ber ábyrgð á, verður að grípa til róttækra aðgerða. Við þurfum að koma allri þeirri spillingu sem Sjálfstæðisflokkurinn ásamt Framsóknarflokknum hafa komið fyrir í íslensku samfélagi. Við verðum að gjörbreyta samfélaginu, opna lýðræðið betur og treysta innviði þess. Við verðum að koma í veg fyrir að spilling grasséri eins og krabbamein um þjóðarlíkamann. Við verðum að að skera miskunnarlaust upp og varpa fyrir róða þeirri rótgróinni græðgisvæðingu sem hér hefur fengið að grasséra og spillt gjörsamlega trausti okkar gegn þeim sem stýra landinu og bönkunum.
Langan tíma getur að byggja upp traust.En það er unnt að spilla því á augnabliki. Því miður var róið að feigðarósi. Bjartsýni getur verið mikið böl og sú stjórnarstefna sem verið hefur lungann af þessari öld í landsmálum er sönnun þess.
Mosi
Hvað tefur eftirlaunin? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.11.2008 | 16:15
Hagkvæmnisátak Flugleiða
Sérkennilegt er að í flugvélum Flugleiða virðast lúxústfarrými vera mjög þunnskipuð um þessar mundir. Nú skammast sjálfsagt margir af þessum íslensku fjárglæframönnum sem verið hafa í stöðugum ferðum til útlanda til að slá ný og stærri lán til aukinna athafna í anda Einars Ben. Nú hefur draumurinn snúist upp í andhverfu sína, sannkallaða martröð fyrir hvern venjulegan Íslending. Lánin hækka upp úr öllu valdi, vextir sömuleiðis en eignir rýrna hvort sem eru fasteignir eða á peningamarkaðssjóðum sem áttu að vera ígildi gulls aðsögn bankamanna. Nú eru innistæður stýfðar, sumar um allt að fjórðung, sumar jafnvel enn meir. Það þættu lélegar heimtur af fjalli í bændasamfélagi gamla Íslands. Í flugvélinni frá Frankfurt var okkur farþegum Flugleiða tilkynnt breyting um að nú þyrftum við að greiða fyrir veitingar. Þetta er nokkuð skondið því það sem búið var að greiða fyrir löngu er nú ekki veitt án þess að varða hefði verið við þessu. Þegar vaðið er gegnum fjöldann allan af sendingum á rafpóstinum rekst eg á eftirfarandi undir fyrirsögninni:
Aukin þjónusta frá Icelandair.
Síðan kemur eftirfarandi texti:
Við hjá Icelandair erum stöðugt að reyna að koma til móts við gesti okkar og kröfur þeirra. Síðustu mánuði hafa til dæmis staðið yfir umfangsmiklar breytingar á flugvélum okkar. Á þessu ári verða allar vélar Icelandair komnar með nýtt og fullkomið afþreyingarkerfi, ný og glæsileg sæti með auknu fótarými. Auk þess verður nýtt farrými komið í notkun, Economy Comfort.
Eitt af því sem breytist 1. nóvember er maturinn um borð. Við fengum Stefán Viðarsson á Hilton Reykjavík Nordica til að setjast yfir nýjan matseðil með okkur. Niðurstaðan er matseðill sem við hjá Icelandair erum mjög stolt af. Í stað staðlaðra máltíða verður gestum á Economy farrýminu boðið upp á að velja milli nokkurra tegunda af mat á vægu verði. Við höldum einnig lága verðinu á Economy með því að gefa gestum okkar val.
Um leið og við segjum þér af þessum breytingum þá viljum við segja þér að þar sem þú keyptir farmiðann fyrir 1. október er í boði samloka þér að kostnaðarlausu í flugi þínu.
Við vonumst til að ferðin með okkur verði ánægjuleg og þú njótir þeirra nýjunga sem við bjóðum upp á.
Nú fannst okkur brauðsneið fyrir 500 krónur nokkuð dýru verði keypt. Eftirleiðis munum við koma með gott nesti að heiman og sjálfsagt allir þeir sem vilja sýna hagsýni sem ekki veitir af. Sennilega má hér eftir sjá blanka unglinga koma með pitzur og kók með sér en góðbændur með sviðakjamma að heiman. En kannski er það góða og skynsamlega við þessa breytingu að nú dregur stórlega úr öllu þessum plast- og álumbúðum sem fylgja matarveitingum í flugvélunum.
Annars er vonandi að rekstur flugvélanna hjá Flugleiðum verði hagkvæmari eftirleiðis með þessu fyrirkomulagi. Nú vil eg endilega benda þeim hjá Flugleiðum að sjálfsagt má fjölga sætum með afnámi Saga Class, þessa sérkennilega farrýmis fyrir forréttindafólk sem hefur haft þjóðina að fíflum undanfarin ár.
Mosi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.11.2008 | 15:32
Traust og vandað ríkisútvarp
Þegar fjölmiðlafrumvarpið var í deiglunni á sínum tíma, var á döfinni einkavæðing Ríkisútvarpsins. Þúsundir íslendinga vildu slá skjaldborg um það og bentu á að Ríkisútvarpið hefur fyrst og fremst þjónustuhlutverk í samfélaginu. Þessu fyrirkomulagi vildum við ekki breyta og Ólafur Ragnar tók þá ákvörðun að neita undirskrift þessara laga. Davíð Oddsson fór hamförum enda var rökstuðningur hans m.a. sá að hættulegt væri samfélaginu ef vissir menn næðu meirihluta í mikilvægustu fjölmiðlunum.
Nú er svo komið að við verðum að tryggja sem dreifðasta eignaraðild og að koma í veg fyrir að örfáir nái að stjórna öllu. Þessi mistök urðu t.d. í bönkunum sem var stjórnað af allt of mikilum glannaskap sem kemur okkur nú öllum í koll. Enginn venjulegur einstaklingur skilur hvernig þessi ósköp gátu orðið. Ábyrgð Sjálfstæðisflokksins er mjög mikil og er því ánægjulegt að menntamálráðherra flokksins, Þorgerður Katrín áttar sig á þessum mikla vanda.
En það er auðvitað sitt hvað að setja lög um eignarhald á fjölmiðlum þar sem opin leið er haldin opin til að einkavæðingu ríkisfjölmiðla annars vegar og eins og staða er nú þegar við sjáum nauðsyn þess að við þurfum á góðum og traustum ríkisfjölmiðil að halda sem ekki verða boiðnir falir á sölutorgum.
Vinstri menn höfðu einhverra hluta vegna séð lengra en Sjálfstæðisflokkurinn sem fyrst og fremst allra íslenskra stjórnmálaflokknum ber ábyrgð á þessu landsins mesta fjármálaklúðri sem tengist einkavæðingu bankanna og allt of mikilli bjartsýni samhliða kæruleysi um byggingu Kárahnjúkavirkjunar. Sú ákvörðun um byggingu þeirrar virkjunar verður að teljast ein verstu fjármálamistök í Evrópu enda ýtti sú bjartsýni undir útrásarbrjálæðið mikla.
Betra er að vera skuldlítill fátæklingur en skuldugur og ærulaus ævintýramaður hvort sem er í botnlausum fjárglæfrum eða pólitík. Kæruleysið kemur okkur öllum í koll.
Mosi
Rosabaugur Jóns Ásgeirs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 243586
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar