Stjórnarandstaðan í varnarstöðu

Greinilegt er að stjórnarandstaðan er í mikilli varnarstöðu. Eina haldreipið virðist  vera að flytja aftur og aftur sömu ræðuna án þess að nokkrar nýjar mikilsverðar upplýsingar hafi komið fram í málinu.

Með Icesafemálinu er verið að fórna minni hagsmunum til að bjarga verðmætari og meiri hagsmunum. Við þurfum að bæta lánsfjárhæfni landsins eftir það gríðarlega hrun sem er fyrst og fremst á kostnað þjóðarinnar vegna gríðarlegs kæruleysis og léttúðar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins við einkavæðingu bankanna á sínum tíma.

Núverandi forysta þessara syndaflokka vilja klína skömminni yfir á aðra sem ekki bera ábyrgð á þessum afglöpum.

Mín vegna má stjórnarandstaðan halda eins marga fundi í vonlítillri varnarstöðu sinni en óskandi er að hún fari að átta sig á raunverulegum staðreyndum málsins.

Mosi


mbl.is Stjórnarandstaðan boðar blaðamannafund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

truir þú þessu virkilega Mosi,fórna mynni hagsmunum??hvernig færðu það út,Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 4.12.2009 kl. 14:14

2 Smámynd: Ómar B.

Ef einhver er að flytja þreytta úrsérgengna klisju þá ert það þú Guðjón Sigþór með pistli þínum hér fyrir ofan!  Hvernig getur þú t.d. staðhæft að það sé verið að fórna minni hagsmunum fyrir meiri með því að samþykkja Icesave og að tala um að lánshæfismati Íslands verði bjargað með því að samþykkja Icesave, hvaða formúlu notar þú eiginlega til að fá þessa niðurstöðu?

Kv., Ómar

Ómar B., 4.12.2009 kl. 14:14

3 Smámynd: Oddgeir Einarsson

Guðjón Sigþór, hvað sem varð til þess að bankarnir féllu þá er það staðreynd að hvorki Framsóknarflokkurinn né Sjálfstæðisflokkurinn skuldbatt íslenska ríkið til að greiða Icesave. Ef svo hefði verið væri ekki einmitt verið að ræða um það núna hvort Alþingi ætti að ábyrgjast þetta.

Annað sem lýtur að staðreyndum -  Þegar maður tekur á sig 800 milljörðum meiri skuldir en maður skuldar lögum samkvæmt, batnar þá lánshæfi manns?

Oddgeir Einarsson, 4.12.2009 kl. 14:23

4 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Haraldur: Varðandi útskýringu á að fórna minni hagsmunum til að tryggja þá meiri og verðmætari er útskýrt í þessari grein: http://mosi.blog.is/blog/mosi/entry/988505/

Ómar: Það er alveg ljóst að sá sem ekki vill semja við skuldunaut, hefur ekkert lánstraust. Oddgeir sem kvest vera lögfræðingur staðfestir það ábyggilega. Þá er rétt að benda á tilvísunina hér að ofan í svari til Haraldar.

Oddgeir: það er staðreynd að Framsóknarflokkurinn né Sjálfstæðisflokkurinn áttu frumkvæði að því og báru þar með pólitíska ábyrgð á einkavæðingu bankanna. Regluverkinu var ýtt til hliðar og Fjármálaeftirlitið stóð afburða illa í aðdraganda bankahrunsins. Samningur þeirra Geirs Haarde og Árna Mathiesen við Bretana er skuldbindandi og skiptir seinni samningur engu máli hvað spurningu um skuldbindingu annarra er að ræða.

Sem lögmaður ættir þú að leggja meiri áherslu á að draga fram staðreyndir en ekki villandi upplýsingar sem kunna síðar að reynast rangar.

Bið eg svo ykkur vel að lifa og leggja fremur þeim lið sem vilja greiða götu okkar í gegnum þessa erfiðleika þar sem gróðahyggja og spilling hefur því miður átt sinn þátt í að koma okkur í þessi gríðarlegu vandræði.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 4.12.2009 kl. 14:38

5 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Pólitísk ákvörðun eða ekki. Þá hafði núverandi ríkistjórn allt í hendi sér til að kasta þessum reikningi í heimahús...en nei þá kom hótun til Jóhönnu um að umsókn hennar inn í ESB væri í hættu, og hún fengi ekki inn ef að þessi ólánsreikningur, sem er tilkomin vegna ráns á eigum saklausra, ráns sem var framið af eigendum bankanna, sem voru einkaeign líka ef það þarf að rifja þetta upp fyrir þér Guðjón. Svo hverjir þora ekki að tala um stöðuna og útskýra fyrir okkur afhverju þetta er betri leið, það er ekki stjórnarandstaðan, nei það er stjórnarsamstaðan sem er gunga, þorir ekki að koma fram og útskýra afhverju það sé betra að setja okkur í ánauð, en að segja hingað og ekki lengra..það er ekki okkar að borga þetta... Ert þú kannski einn af þeim sem er verið a' hlífa..

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 4.12.2009 kl. 14:53

6 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Það er lykilatriði að fá Breta, Hollendinga og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn til að hafa uppi á þeim verðmætum sem liggja í þessum löndum og aflandsfyrirtækjum. Þeir hreyfa ekki hönd fyrr en þessi samningur er endanlega í höfn.

Ef allt gengur eftir þá verður skuldbindingin engin. Við þurfum að endurheimta sem fyrst þessar eigur.

Geir Haarde og Árni Mathiesen sömdu við Bretana um Icesafe og við erum fastir í þeirri snöru.

Það er hreint ótrúlegt að þetta virðist hafa gleymst.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 4.12.2009 kl. 15:04

7 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Þetta er ekkert nema einn skrípaleikur.  Eftir allt þetta þras á Alþingi í fleiri vikur kemur lausnin og hún er ESB! 

Hefði haldið að þetta væri meir í ætt spaugstofunnar en Alþingis.

Andri Geir Arinbjarnarson, 4.12.2009 kl. 17:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband