Leiðsögumenn þurfa löggildingu starfsheitis síns

Með löggildingu starfsheitis er það verndað þannig að engir aðrir megi nefna sig fagmann á því sviði. Meðan Mosi var í stjórn Félags leiðsögumanna um nokkurra ára skeið, kom löggildingarmálið nokkrum sinnum upp en án þess að nokkuð þokaðist í áttina. Þáverandi formaður lagði sig fram að fá þessu máli framgang í samtölum við þáverandi samgönguráðherra en án árangurs. Þá var Leiðsöguskóli Íslands þar sem fagmenntun leiðsögumanna fór fram, í eigu Ferðamálaráðs og þá undir yfirstjórn Samgönguráðuneytis. Síðar var Leiðsöguskólinn lagður undir Menntaskólann í Kópavogi og þar með undir yfirstjórn Menntamálaráðuneytisins. Leiðsögunám hefur alltaf verið á háskólastigi enda krafist stúdentsprófs til inngöngu í skólann.Margir hafa nefnt sig leiðsögumenn án þess að hafa til þess tilhlýðilega menntun né reynslu. Mjög mikilvægt skilyrði fyrir að starfa sem leiðsögumaður er að fara eftir siðareglum þeim sem Félag leiðsögumanna  hefur sett sér og voru síðast endurskoðaðar fyrir réttum 10 árum.

Þegar svona uppákoma verður eins og Þór Magnússon lýsir í velritaðri blaðagrein í Morgunblaðinu í gær, þá vekur það vissulega mikla athygli.

Svona afglöpum hefði getað verið forðað ef viðkomandi hefði verið ljósar siðferðislegar skyldur sem fagmenntaður leiðsögumaður.

Í siðareglum Félags leiðsögumanna eru þessi ákvæði (8.gr.) :

 „Leiðsögumaður skal forðast orð og athafnir sem kasta rýrð á land okkar, þjóð og lífsvenjur. Leiðsögumaður skal ávallt miðla upplýsingum um land og þjóð á grundvelli staðreynda og haldbærrar þekkingar sinnar. Hann skal skýra satt og rétt frá því sem fyrir augu ber og sýna óhlutdrægni í starfi.  Forðast ber að særa þjóðernisvitund manna sem og að mismuna farþegum“.  

Heimild: http://www.touristguide.isÞessi uppákoma ætti að vera Félagi leiðsögumanna sérstök hvatning að sækja enn um löggildingu starfsheitisins leiðsögumanna enda er mjög mikils vert fyrir félagið að það geti varist umdeilda samkeppnisaðila sem varpa rýrð á þá sem hafa átt farsælan feril sem góðir og vandaðir leiðsögumenn.Mosi

 


mbl.is Falsaðar sögur af látnum ekki líðandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 242935

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband