Í þingsköpum Alþingis eru ákvæði um takmörkun umræðu

Núgildandi reglur um þingsköp þingsins eru frá 1991.

í 59. gr. eru mjög ákveðin ákvæði um vald þingforseta :

Skylt er þingmanni að lúta valdi forseta í hvívetna er að því lýtur að gætt sé góðrar reglu. Skyldi almenn óregla koma upp er það skylda forseta að gera hlé á fundinum um stundarsakir eða, ef nauðsyn ber til, slíta fundinum.

Hvort málþóf sem stendur lengur en eina viku sé „óregla“ þá hefur fundi verið slitið af minna tilefni en þessu endalausa málþófi.

Í 57.gr. þingskaparlaga er eftirfarandi:

„Ef umræður dragast úr hófi fram getur forseti úrskurðað að ræðutími hvers þingmanns skuli ekki fara fram úr ákveðinni tímalengd.
Forseti getur stungið upp á að umræðum sé hætt og einnig getur forseti lagt til, hvort heldur í byrjun umræðu eða síðar, að umræðum um mál skuli lokið að liðnum ákveðnum tíma. Eigi má þó, meðan nokkur þingmaður kveður sér hljóðs, takmarka ræðutíma við nokkra umræðu svo að hún standi skemur en þrjár klukkustundir alls. Tillögur forseta skulu umræðulaust bornar undir atkvæði og ræður afl atkvæða úrslitum.
Sömuleiðis geta níu þingmenn krafist þess að greidd séu atkvæði um það umræðulaust hvort umræðu skuli lokið, umræðutími eða ræðutími hvers þingmanns takmarkaður.
Nú hefur verið samþykktur takmarkaður umræðutími eða ákveðinn ræðutími hvers þingmanns og skal þá forseti skipta umræðutímanum í heild sem jafnast á milli fylgismanna og andstæðinga máls þess sem er til umræðu, án þess að hann sé bundinn við í hvaða röð þingmenn hafa kvatt sér hljóðs, eða milli flokka ef hentara þykir“.

Svo virðist sem vanti í fundarsköpin ákvæði um vald forseta að loka mælendaskrá og svo virðist sem þessir uppivöðslusömu þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa nýtt sér. Þetta ætti eiginlega ekki að vefjast fyrir ákveðnum þingforseta beiti hann heimild 2. mgr. um að hann geti stuyngið upp á að umræðu verði lokið innan viss tíma og að greiða megi atkvæði um það. Ríkisstjórnin er með meirihluta og sjálfsagt eru ýmsir í stjórnarandstöðunni líklegir að taka afstöðu með meirihlutanum í atkvæðagreiðslu þeirrar tillögu. Hvers vegna í ósköpum hefur þingforseti ekki nýtt sér þessa heimild? Á að láta uppivöðslusama þingmenn stjórnarandstæðunnar vaða uppi með dylgjur og vafasaman málflutning?

Mosi


mbl.is Ólína vill breyta þingsköpum til að hindra málþóf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Héðinn Björnsson

Það eru gömul sannindi í pólitík að gefa andstæðingnum langan tauminn þegar hann er að hengja sig.

Héðinn Björnsson, 4.12.2009 kl. 13:29

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Verst er að núverandi stjórnarandstæða er að flækja fleiri en sjálfa sig í allt of löngum taum.

Betra væri að hafa hann sem stystan þannig að hengingin tæki af sem fyrst!

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 4.12.2009 kl. 13:40

3 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Hér verða nokkur dæmi nefnd um einstök mál og tímalengd umræðna um þau:

Vatnalög 57 klukkustundir og 40 mínútur.

Fjölmiðlafrumvarp 92 klukkustundir og 59 mínútur.

EES-samningurinn 100 klukkustundir og 37 mínútur.

Ríkisútvarpið 119 klukkustundir og 46 mínútur.

Umræðurnar eiga það sameiginlegt að þáverandi stjórnarandstæðingur Steingrímur J. Sigfússon var afar virkur þátttakandi. Sami Steingrímur kvartar nú sáran undan því að núverandi stjórnarandstæðingar hafi ýmislegt við Icesave-málið að athuga. Mál sem varðar miklu meiri hagsmuni en öll þau frumvörpin að ofan til samans.

---

Tekið héðan: http://pallvil.blog.is/blog/pall_vilhjalmsson/entry/987239/#comments

Hjörtur J. Guðmundsson, 4.12.2009 kl. 14:08

4 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þakka þér Hjörtur fyrir að benda á þessar nytsömu upplýsingar.

Varðandi Vatnalögin þá var mjög umdeilt atriði þar sem verið var að opna fyrir einkavæðingu á vatninu. Það þótti nauðsynlegt að vekja athygli á því.

Fjölmiðlafrumvarpið var mjög umdeilt. Það þótti því einnig nauðsynlegt að vekja athygli á annmörkum þess.

Með EES samningnum var ein mesta breyting á samstarfi Íslendinga við aðrar þjóðir. Þess vegna þurfti að ræða ýms ákvæði mjög nákvæmlega.

Og þú nefnir Ríkisútvarpið. Þar stóð til að opna fyrir möguleika á að það yrði einkavætt eins og bankarnir á sínum tíma. Það var því mjög nauðsynlegt að ræða það mðál mjög nákvæmlega.

Þú nefnir ekki Kárahnjúkavirkjun og ekki eionkavæðingu bankanna. Þar urðu einnig mjög umfangsmiklar umræður enda voru bæði þessi mál ákaflega umdeild.

Þessi mál öll eru EKKI sambærileg við Icesafe. Það er ekki neitt sérstakt persónulegt kappsmál hvorki Steingríms J. né neins þingmanns í ríkisstjórnarflokkunum að samþykkja það. En nauðsyn er meiri en sjálfsneitunin.

Talið er að ef unnt verði að endurheimta sem mest af eigum úr þrotabúi Landsabankans erlendis, þá verður þessi Icesafe skuld sennileg jafnvel engin. Þá má spyrja hvers vegna allt þetta upphlaup? En við erum að keppa við tímann um að endurheimta þessar eigur og það verður ALDREI nema í samvinnu við Breta, Hollendinga og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn!

Stjórnarandstæðan hefur orðið sér til mikils vansa í þessu máli. Fleiri mál bíða meðferðar þingsins, mál sem eru enn mikilvægari en þetta Icesafe mál. Þar ber fjárlagafrumvarpið einna hæst.

Vona eg að þetta nægi að útskýra betur staðreyndir málsins!

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 4.12.2009 kl. 14:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 242914

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband